Vikan


Vikan - 13.10.1966, Síða 44

Vikan - 13.10.1966, Síða 44
LILUU LILUU LíLJU LILUU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð '&ýt í£j£ ® H< og Spiro minntist á það, þagnaði hann. Stíflan var sett í aftur, ein hræðslan hélt aftur af annarri. — Segðu mér frá því, sagði Craig. — Þú gerðir það ekki. . — Það var í svartholinu, sagði Spiro. — Gamli maðurinn þinn var harður af sér. Hann hélt fast við sitt þar til Dyton-Blease missti stjórn á sér, og þá var það orðið of seint. — Hve langan tfma tók það? spurði Craig. — Um það bil fimm sekúndur, sagði Spiro. — Svo varð hann sval- ur aftur, eins og ís. Fimm sekúnd- ur .... — Við skulum líta á svartholið, sagði Craig. — Það er ekkert þar. — Eg vil fá að sjá það. Hann tók upp hníf Bauers. — Allt í lagi, sagði Spiro. — Eg æfla að fara í einhver föt. — Nei, sagði Craig. Nakinn mað- ur er varkár og óframfærinn. Spiro hikaði en leit síðan í augu Craigs. — Allt í lagi, sagði hann. Þeir fóru niður þrep sem höggv- in voru í klettinn, opnuðu þykka hurð úr olíuviði, rekna með smíða- járnsnöglum og komu inn í það, sem eitt sinn hafði verið birgða- geymsla, ekki síður en svarthol, allur staðurinn uppljómaður með sterkum, óvörðum rafmagnsperum. Stór hvelfing höggvin í klettinn og annarsvegar voru hel I isskútar höggnir inn í veggina og lokaðir að framan með járngrindum. Þetta var eins og safn, nema hvað þetta var enn í notkun. Engir ferðamenn, engir bæklingar, engir minjagrip- ir. Ræningjabaróninn, sem bjó hér, var enn í fullu fjöri. Craig hratt Spiro á undan sér og litaðist um. Tómir umbúðakassar, einn með nafni á tízkuverzlun í París. Kjóll Selinu? Tómar vínámur, tómar olíu- tunnur og hver klefi tómur. Það hiaut að vera eitthvað. — Eg sagði þér, sagði Spiro. Craig ýtti honum frá sér og lit- aðist um einu sinni enn. Klettavegg- airnir voru sléttir og gráir, en í einu horninu glitraði á ferhyrndan blett, s'éttari og fölari en annað. Það voru dyrnar á öryggishólfi. Craig ýtti Spiro yfir að því og skoðaði það vandlega að utan. Engin talnalæs- ing, aðeins lykill. — Opnaðu, sagði Craig. — Það er ekki lokað, sagði Spiro. — Eg skal sýna þér. Hann togaði í dyrnar af öllu afli og þær opnuðust hægt. Síðan, allt í einu, hreyfingin svo srrögg að líkama hans svipaði helzt til kvikasilfurs, teygði hann sig inn í öryggishólfið. Þar var hnífur. Hann þreif hann og stökk að Craig. Craig vék sér undan svo upphand- leggurinn, sem hnífnum hélt, straukst við öxl hans, síðan sló hann og nakinn líkami Spiros skall að klettaveggnum. Spiro kjökraði og hikaði, síðan mætti Craig árás- inni eins og Stavros hafði kennt honum, sneri hliðinni að til að minnka markið fyrir andstæðing- inn, sveigði sig til að láta hann missa marks og sló með vinstri hendinni á úlnlið Spiros. Spiro æpti og hnífur hans féll glamrandi á steingólfið og hann æpti ennþá þegar hann snéri sér við og leit á Craig og hnífinn, sem hann hélt með oddinn fram, meðan hann beið frekari árásar. Svo fann Craig skellinn af líkama Spiros og leit á hnefann, sem var krepptur um hnífsskaftið, sem nú stóð út úr bringu mannsins. Hann sleppti og Spiro féll, augun voru þegar orðin glerkennd. — Hann drepur þig líka, sagði Spiro og dó. Craig leit niður á hann, grannan og glæsivaxinn, jafnvel í dguðan- um. Hann dró hnífinn úr sárinu, strauk af honum á drasli og fór til að loka öryggishólfinu. Stálhurðin var þakin aukalega með blýi og klettahóifið á bak við var blýþakið. Craig fann hversvegna Spiro hafði orðið að toga af öllum kröftum. Það var ekkert í öryggishólfinu néma gamaldags hattaskja úr málmi. Craig seldist eftir henni og komst að því að hún hreyfðist ekki. Hún var líka fóðruð með blýi. Niðri í henni var ekkert ann- að en ofurlítið brot úr leirkeri, gamalt brot með sérstæðri skreyt- ingu. Craig setti lokið á öskjuna aftur og dragnaðist með hana upp úr svartholinu. Að koma henni yfir klettinn var þreyandi og erfitt, jafn- vel þótt hann hefði kaðal. Þegar hann kom niður á ströndina leit hann á úrið, aðeins hálf klukku- stund þ)ar til hann átti að mæta Elíasi. Og hann átti ennþá margt ógert. Framhald í næsta blaði. Flóttinn til óttans Framhald af bls. 11. — Ég sæki þig annað kvöld og teki þig með til flugvallar- ins, sagði hann rólega. — Og, bætti hann við, um leið og hann skrifaði eitthvað á notað um- slag, — hér er heimilisfangið mitt. Ég fékk lánaða íbúð hjá kunningja mínum. Ég er of sjald- an hér í landi til þess að það taki því fyrir mig að hafa íbúð. Jæja, vertu sæl. Hann hló dátt og bætti við: — Dásamlegt brúðkaup, finnst þér ekki? Fay fór inn í verzlun, og aldrei þessu vant lét hún ímyndunar- aflið ráða og keypti sér föt, sem henni hefði aldrei dottið í hug að líta á undir venjulegum kringumstæðum. Tvo baklausa bómullarkjóla, annan hvítan og hinn dökkgrænan, rauðbrúna léreftsdragt með smaragðsgræn- um hálsklút og litlum hatti í sama lit. Um leið minntist hún hatts Madeline: Ég myndi verða eins og sirkushestur með því- líkt á höfðinu! hugsaði hún. Svo keypti hún tvo kvöldkjóla. Þetta SÚTAÐAR GÆRUR TRIPPASKINN KÁLFSKINN -K Mikið úrval * Hagkvæmt verð Sútunarverksmiöja SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS Grensásvegi 14 Sími 31250 Einnig Laugavegur 45 Sími 13061 44 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.