Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 22

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 22
Mio lanoar til að siá Brioitte Bardot rassskellta. seoir Salvador Ðali Spænski listmálarinn Salvador Dali nýtur enn mikillar athygli, enda leggur hann sig allan fram við að láta á sér bera. Nú býr hann í lúxusvillu í smábænum Cadaqués, þar sem hann þykir hið mesta þarfaþing sem aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn. Hér fer á eftir viðtal, sem sænskur kunn- ingi snillingsins, Hággquist að nafni, átti nýlega við hann. Með- al annars tók Dali fram, að hann elskaði konu sína, sem Gala heit- ir. — Við giftum okkur fyrir nokkrum árum, sagði hann, og þá varð ég ástfanginn af sjálfri vígsluathöfninni. Við höfum því hugsað okkur að láta vígja okkur saman upp á nýtt — það er hægt ef maður gerir það samkvæmt koptísku ritúali. Hággquist: Freista aðrar konur yðar aldrei? Salvador: Ég er trúr allt til dauðans og held mér alltaf í vissri fjarlægð frá kvenkyninu —• eins og önnur mikilmenni: Leonardo da Vinci, Rafael, Napó- leon, Hitler .... En þar sem kon- ur nú til dags hneigjast til laus- lætis í vaxandi mæli, þarf mað- ur á óhemju sjálfstjórn að halda til að stilla sig um að þrífa til þeirra, til dæmis ef maður verður þeim samferða í leigubíl. Hággquist: Er það satt að þér hafið nýlega skrifað erótískan harmleik? Salvador: Já. En hann er al- gerlega óprenthæfur, að minnsta kosti í lýðræðislandi. Hággquist: Þér þekkið ekki Svíþjóð. Salvador: Nei, því miður. En meira að segja Spánn er nú orð- inn svo lýðræðislegur að þar er búið að loka hóruhúsunum — annars hefðum við ekki fengið að vera með í UNESCO. Þeim mun lýðræðislegri sem heimur- inn verður, þeim mun leiðinlegri verður hann. Hággquist: Þér mælið með hóruhúsunum? Salvador: Jafnvel Lúðvík kon- ungur helgi leit svo á, að hóru- húsin væru grundvöllur fyrir heilbrigðu fjölskyldulífi, og kom því á fót slíkum stofnunum um- hverfis dómkirkjurnar. Og ka- þólska kirkjan veit, að óánægður fjölskyldufaðir er alltaf geislandi glaður, þegar hann kemur heim úr heimsókn á hóruhús, og er aldrei betri við konu sína og börn sökum sektartilfinningar- innar, sem þá pínir hann. Hággquist: Þér nefnduð nokk- ur mikilmenni. Metið þér eitt- hvert mira en hin? Salvador: Mín mikla fyrir- mynd er Dali. Þegar ég var þriggja ára langaði mig til að verða matsveinn; fimm ára vildi ég verða Napóleon. Svo óx metn- aður minn með árunum, og nú vil ég verða Salvador Dali .... sem er mjög erfitt, því að hann hleypur frá mér hvenær sem ég nálgast hann. Hággquist: Þér leitið að yður sjálfum .... Eruð þér dul- hyggjumaður? Salvador: Já, að minnsta kosti þegar ég stend. En þegar ég ligg, hugsa ég skýrt eins og Frakki. En ég lifi í lóðréttu landi. Spánn er land dulhyggjunnar. Ilággquist: Eruð þér aldrei þreyttur á því að vera frægur? Salvador: Aldrei. Þvert á móti. Það væri óþolandi ef fólk tæki ekki eftir mér. í New York gekk ég um tíma með bjöllu, svo að enginn kæmist hjá því að taka eftir mér. Hággquist: Getið þér nefnt mér einhverja fræga persónu, sem reyn thefur jafnmikið að auglýsa sjálfa sig og þér hafið gert? Salvador: Já. Jesús Kristur stóð mér á sporði hvað þetta snerti. Hann lét meira að segja krossfesta sig til að fólk skyldi muna eftir honum. Hann var stórkostlegur áróðursmaður. En hvað trúarbrögðum viðvék var hann frumleikalaus. f þeim efn- um hef ég ólíkt meira álit á Ignatiusi Loyola, föður jesúíta- reglunnar og rannsóknarréttar- ins. (Hér skjöplast séníinu held- ur en ekki í sögu lands síns, kaþólski rannsóknarrétturinn var kominn á fót löngu fyrir daga Loyola. Þýð.) Hággquist: Eruð þér sadisti? Salvador: Ekki aktífur. Þegar ég var spurður hvort mig langaði til að lemja Brigitte Bardot á rassinn með svipum, svaraði ég því til, að þessháttar eftirléti ég sérfróðum mönnum, en vildi gjarnan fá að horfa á .... Ég snerti engan .... En ég hef séð kvikmynd með stórum hundi, sem yfirskyggir unga spænska konu. Það var stórkostlegt, fal- Iegt eins og málverk eftir Dali! Hággquist: Þegar við hittumst seinast, teiknuðu þér fyrir mig mynd af foreldrum yðar, þar sem þau horfa á spútnikka. Eruð þér ennþá niðux-sokkinn í geim- rannsóknir? Salvador: Ekki mjög. Um þess- ar mundir er ég miklu áhuga- samari um rannsóknir á dásvefni, niðurfrystingu, sem á að færa Salvador Dali eilíft líf. í sam- bandi við það ætla ég að stofna til nýrra alþjóðaverðlauna, sem verða kennd við Gölu. Ég er líka hrifinn af sjálfvirkninni, atómat- ismanum. En tæknimenningin er erfið viðfangs. Það er erfitt að komast að klítoris vélamenning- arinnar. Hággquist: Ég held að Salva- dor Dali eigi óvini. Þegar ég einu sinni nefndi nafn yðar svo Miro heyrði til, hljóp hann í loft upp af vonzku. Og Picasso verður kuldalegur, þegar um yður er rætt. Salvador: Ég hefði ekkert á móti því að hitta Picasso aftur. Honum geðjast ekki að mér. En hann hefur litla vörtu, sem er bein hlðistæða vissrar upphækk- unar í andliti konunnar minnar, og þegar ég strýk þessari upp- hækkun, hugsa ég alltaf um Picasso ....

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.