Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 24

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 24
REYKJAVfK-GÖMLU HVERFIN A þessum myndum er Reykjavík þriðja og fjórða Aratugs aldarinnar, Reykjavík kreppuáranna, bárujárnshúsin með þeim sérstaka stíl, sem þau fengu og náði jafnvel meiri fágun en steinsteypustíllinn hefur ennþá náð. Þetta eru margt byggingar byggðar af vanefnum, afkvæmi kreppunnar og þeirrar verkmenningar. sem þá tíðkaðist. Við þekkjum framhliðar þessara húsa við Grettisgötu, Lindargötu, Vesturgötu og jafnvel við Laugaveg. En um leið og litið er á bak við þau, þá blasir við annarlegt umhverfi og ókunnuglegt. Ljósmyndari Vikunnar hefur tekið nokkrar slíkar rnyndir; sumstaðar sjást húsin frá götunni og margir munu kannast við þau, en svo eru aðrar myndir teknar af baklóðum þar sem reynitré og birki hef- ur náð góðum þroska í sambýli við ruslatunnur og snúrustaura. Þetta eru öllu fremur götur og hverfi gamla fólksins; meðalaldur fólks í þessum götum er miklu hærri en í hverfum eins og Alfheimahverfinu til dæmis, þar sem ungt barnafólk hefur byggt. f þessum gömlu götum er víða ótrúlega friðsælt, sér- staklega í bakhúsunum, og er vart verður við ókunna menn með myndavélar, þá lyfta gamlar hendur gluggatjöldum frá þess- um smárúðóttu ghiggum. Mörg þessara húsa eiga að víkja fyrir nýjum og breiðari götum samkvæmt skipulaginu. Jafn- vel þótt bárujárnshúsum hafi eldci verið hátt lof haldið, þá verður Reykjavík aldrei sú sama eftir að þau eru horfin. Þetta tvílyíta bárujárnshús stendur viS Mýrar- götu eða nálægt henni og er mjög gott dæmi um sérstakan byggingarstíl, scm varð til á fyrstu áratugum aldarinnar í Iteykjavík og mikið tiðk- aðist. Útbyggingin er vegna stigans uppá efri hæðina. Við Stýrimannastíg, nálægt Vestur- götu: Gamla Reykjavík ðtrufluð. Þarna eru snúrur og bakgarðar, lang- ir skúrranghalar og iítil bárujárns- hús. Þessi sérkennilega húsaröð cr við Njarðargötu eins og margir munu kannast við. Þetta eru einskonar rað- hús, hvcrt með sínu lagi. þunn og há og byggð í framhaldi hvert af öðru, iSissSi; 24 VJKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.