Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 31

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 31
OSPAM SKEMMTILEG HEIMILI ■ SKEMMTILEG LÝSING OSRAM NOTIÐ OSRAM en það leið langur tími fyrr en nokkur svaraði. Að endingu opn- uðust dyrnar og svartklædd, raunaleg kona kom fram, en þegar þau báru upp erindið, fór hún að gráta. Þjóðverjar höfðu tekið mann hennar fastan, og héldu honum í gíslingu. Það hafði sprungið sprengja í kaffi- húsi, þar sem þýzkir liðsforingj- ar höfðu setzt að, tveir höfðu drepizt og nokkrir særzt. Ef ekki næðist í sökudólginn innan ákveðins tíma, átti að skjóta hann. Konan virtist vera vinveitt og frú Périer sagði henni frá vandræðum þeirra. „Andskotans óþokkarnir,“ sagði hún. Og hún leit með hlut- tekningu á Annette. „Blessað barnið.“ Hún vísaði þeim á yfirsetu- konu þar í borginni, og sagði að þau skyldu segja að hún hefði sent þau til hennar. Yfirsetu- konan fékk henni einhver með- ul. Af þeim varð Annette svo sjúk, að þau óttuðust að hún mundi deyja, en þar fyrir utan gerði það ekki gagn. Annette var jafn barnshafandi eftir sem áður. Svona var þessi saga. Hann setti hljóðan. „Það er sunnudagur á morg- un,“ sagði hann svo. „Ég hef leyfi. Og ég ætla að koma, og þá skulum við tala saman. Ég skal ekki koma tómhentur." Við eigum enga nál. Getið þér fært okkur nálar?“ „Ég skal gera það ef ég get.“ Hún setti á sig byrðina og ark- aði af stað heimleiðis. Hans fór til Soisson. Hann þorði ekki að fara á mótorhjólinu og leigði sér því reiðhjól daginn eftir. Hann batt böggulinn með matvælunum við stýrishjólið. Hann var stærri en venjulega, því hann hafði tekið flösku af kampavíni með. Hann komst út að bóndabænum í rökkrinu, en fyrr vildi hann ekki fara þangað því hann ætl- aðist til að allir væru komnir inn frá vinnu. Það var hlýtt og notalegt í eldhúsinu, þegar hann kom inn. Frú Périer var að elda kvöldmatinn, en maðurinn að lesa kvöldblaðið, Paris Soir. Annette var að staga í sokka. „Sko, hér er ég með nálarnar, sem ég lofaði að koma með,“ sagði hann og tók utan af böggl- inum. „Og hér er efni í barna- föt handa yður, Annette.“ „Ég vil ekki sjá það.“ „Jæja, ætlið þér annars ekki að fara að byrja að sauma handa barninu?" „Já, satt er það, Annette, „við eigum ekkert af því tagi.“ Ann- ette leit ekki upp frá vinnu sinni. Frú Périer gat ekki haft augun af bögglinum. „Er þetta kampavínsflaska? “ Hláturinn sauð niðri í Hans. „Nú skal ég segja ykkur til hvers ég keypti hana. Mér datt nokkuð gott í hug.“ Hann hik- anði andartak, náði sér í stól og settist andspænis Annette. „Ég veit ekki hvernig ég á að koma orðum að þessu. Ég sé eftir því sem ég gerði þetta kvöld, Ann- ette. Það var reyndar ekki allt mér að kenna, heldur stuðlaði ýmislegt að sem mér var ekki sjálfrátt. Viljið þér fyrirgefa mér?“ Hún leit á hann hatursfullu augnaráði. „Það geri ég aldrei. Hvað eruð þér að skipta yður af mér? Næg- ir yður ekki að hafa gert mig að ólánsmanneskju?“ „Já, það er nú einmitt þess vegna. En ekki er ég nú viss um það. Þegar ég komst að því að þér ættuð barn í vonum, varð einhver svo óskiljanleg breyting á afstöðu minni til yðar. Allt er orðið öðruvísi en áður. Ég er svo upp með mér?“ „Ja, þvílikt,“ svaraði hún með megnustu fyrirlitningu. „Ég vil fyrir hvern mun að þér eignizt þetta barn, Annette. Ég er fjarska feginn að yður tókst ekki að losna við það.“ „Og þetta dirfizt þér að segja“. „Nei, hlustið nú á mig. Ég hef aldrei getað um annað hugs- að síðan ég heyrði þetta. Stríðið er úti eftir sex mánuði. Við vinn- um sigur á Englendingum í vor. Það er enginn efi á því. Og þá verð ég sendur heim og get gifzt yður.“ „Þér? Sko til!“ Hann roðnaði. Hann kom sér ekki að því að segja henni það á frönsku, sem honum bjó í brjósti, svo hann sagði það á þýzku: „Ich liebe dich.“ Hann vissi að hún mundi skilja þetta. „Hvað var hann að segja?“ spurði frú Périer. „Hann var að segja að hann elskaði mig.“ Annette reigði höfuðið aftur á bak og hló ískrandi hæðnis- hlátri. Hláturinn varð sífellt ofsafengnari og óviðráðanlegri, og tárin streymdu niður kinn- arnar. Frú Périer gaf henni utan undir, sitt höggið á hvora kinn. „Verið ekki að setja þetta fyrir yður,“ sagði hann. „Hún er ekki með sjálfri sér. Ástand hennar 44 Annette saup hveljur. Svo jafnaði hún sig. „Ég kom með kampavín, svo við gætum haldið trúlofunar- gildi,“ sagði Hans. „Það tekur út yfir allan þjófabálk,“ sagði Annette, „að við skulum hafa verið sigruð af þvílíkum fíflum, þvílíkum regin- fíflum.“ Hans hélt áfram á þýzku. Ég vissi ekki að ég elskaði yður fyr en ég frétti að þér væruð barnshafandi. Þesari vitn- eskju sló niður eins og eldingu. Líklega hef ég gert það síðan ég sá yður fyrst.“ „Hvað er hann að segja?“ sagði frú Périer. „Æ, svo sem ekki neitt,“ svar- aði Annette. Þá fór Hans aftur að tala frönsku. Hann vildi láta hjónin heyra þetta. „Ég vildi helzt giftast þér núna, en það fæ ég víst ekki. Faðir minn er efnaður og við erum í góðu áliti. Ég er elztur af okk- ur systkynunum, og þig skal ekert skorta.“ „Eruð þér kaþólskur?“ spurði frú Périer. „Já, ég er kaþólskur.“ ,„Betra er það en ekki.“ „Það er fallegt í sveitinni minni heima og frjósamt landið. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.