Vikan


Vikan - 13.10.1966, Side 10

Vikan - 13.10.1966, Side 10
— Ég reyndi það. En þegar „Mama“ var annarsvegar, var ég eins og smjörkaka undir vega- valtara. Royston junior var orð- in vanur því, að vegavaltarinn renndi sér yfir hann, síðan hann var smástrákur, og lét sér það lynda. Ég sagði honum, að millj- ón dollarar eftir fimmtíu ár væru of lítið fé til þess að rétt- læta það, að vera gift mömmu- dreng — því ég var viss um, að þessi gamla kerling átti eftir að lifa í mannsta kosti fimmtíu ár í viðbót. Og þegar sú gamla komst að því, að ég var búin að missa áhugann fyrir súkkulaði- drengnum hennar, varð hún af- skaplega góð við mig. Hún gaf mér heilt bílhlass af fínum föt- um og silfurmink, svo að ég gleymdi ekki syni hennar! Mink- urinn getur komið sér vel, þegar maður er að leita að vinnu. — Þú hefur svo sannarlega sett öll' segl upp í dag, sagði Alan. — Syngurðu ennþá? — Ég hef enga vinnu hér sem stendur, en umboðsmaður minn útvegaði mér söngferð um brezka heimsveldið. f raun og veru kom ég hingað til að undir- skrifa samninginn. Þetta hlýtur að verða skemmtileg ferð. Mér finnst gaman að ferðast. — Hvert ferðu? spurði Alan. — Aðallega til Ástralíu og Nýja-Sjálands. Fyrst á ég þó að fara til Singapore. Ég á að koma þar fram í Plantation Club. — Singapore! hálfhrópaði Fay. Madeline leit á hana með stóru glampandi augunum og sagði brosandi: — Nú þér getið semsagt tal- að? En ég hef kannske ekki leyft yður að komast að fyrr. Hvað er athugavert við Singapore? Ég hef heyrt, að það sé reglulega gaman þar. Allir sahibarnir og mem-sahibarnir eru vitlausir í næturklúbba. Alan sagði ekkert, og Fay reyndi að rjúfa þögnina með því að segja eitthvað: — Ég — ég er svo hissa. Alan og ég ætlum nefnilega ag fljúga til Singapore næsta kvöld. — Þér segið ekki? Hún leit á þau á víxl og var undrandi: •— En skrítin tilviljun! Þá skulum við aldeilis skemmta okkur sam- an. Hvernig stendur á því, að þið veljið Singapore til brúð- kaupsferðar? Alan svaraði ekki enn. — Ég — ég á systur suður á Malakkaskaga. Okkur fanst, að það gæti verið gaman að fara suður eftir og heimsækja hana. — Er hún gift? Á hún plant- ekru? Það var ljómandi. Mig hefur alltaf langað til að sjá gúmmíplantekru. — Hún er á gúmmíplantekru, en hún vinnur þar aðeins. Hún er hjúkrunarkona eins og ég. — Þér hjúkrunarkona? Mad leit á hana með auknum áhuga. — Nú, var það þannig, sem þér veidduð Alan? Alan hló: — Þú ættir að vita betur, Mad, þú veizt, að ég veik- ist aldrei. — Þá er þetta allt ofar minum skilningi, sagði Madeline og reis á fætur. — Jæja, þarna kem- ur umboðsmaðurinn minn, svo ég verð að þjóta. Ég óska ykkur enn einu sinni til hamingju! Sjáumst í Singapore! Hún veifaði til þeirra og fór. — Nú, spurði hann. — Nú, hvað? spurði hún. — Hvað fannst þér um hana? — Mér leizt vel á hana, sagði

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.