Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 26

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 26
jll :• ........................ Reykjavík - gömln liverfiii Tvær efstu myndirnar t.h. Grímstaðaholtið byggðist á kreppu- £> árunum, en mest var það efnalítið fólk, sem þar byggði og húsin voru eftir því: Örlítil bárujárnshús, sem þó er enn búið í. Þarna stóð og stendur enn Grimsby; þar bjó fólk á framfæri bæjarins og þá var Grimsbylýður frægt slagorð. Myndirnar eru teknar við Þrastargötu á Grímstaðaholti. „Á melnum“, frægt hús við Ásvallagötu. Þar bjó Þórar- inn á melnum, sem nýlega er látinn í hárri elli. Miðbær Reykjavíkur getur naumast talizt glæsilegur, sízt af öllu ef gægzt er á bak við þau hús# sem út að götunum snúa. Þessi hús standa við Grettisgötu og sum við Laugaveg ,en lengst að baki sést ofan á Kjör- garð. Þegar Grettisgatan breikkar, hverfa þessi hús. Að neðan: Sérkennilegasta gata Reykjavíkur er án efa Haðarstígur og sumir mundu ef til vill einnig telja Haðarstíg með hinum fallegri götum. Gatan er þröng og húsin mjög lítil, en snyrtimennska er áber- andi og gott viðhald. Ein- hver hugmyndaríkur maður hefur lagt til, að borgin kaupi húsin upp og þarna verði hafðir veitingastaðir og smábúðir, án þess að húsunum verði breytt. Það mundi að minnsta kosti verða eftirsótt af ferða- mönnum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.