Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 46

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 46
GEFIZT EKKI UPP FYRIR ALDRINUM Mikilvægasta atriðið við að halda sér ungum er að vera ungur í anda og n|óta lífsins. Athug- ið að kirkjubækurnar segja aðeins til um ár- in, en ekki hinn raunverulega líkamlega og and- lega aldur. Aldurinn hefur mismunandi áhrif á manneskjuna og sum þeirra getum við ráð- ið við sjálfar. Við sextíu og fimm ára aldur er konan venju- lega búin að Ijúka því dagsverki, sem lífið hef- ur þröngvað upp á hana, og getur nú farið að velja sér sjálf viðfangsefni og lifnaðarhætti. En því segi ég þröngvað, að ótal verkefni og skyld- ur hvíla á ungum og miðaldra konum, sem ýmsar aðstæður skapa og eru konunum oft næstum ofviða, þótt þær geri oftast eins vel og mikið og þær geta. Þessi tímamót ættu því ekki að vera endir á neinu eða uppgjöf, heldur byrjun á nýju og ánægjulegra lífi. Reynslan hefur kennt sextugu konunni að það skiptast á skin og skúr- ir og óþarfi er að hlaða á sig of miklum áhyggjum og þess vegna ætti hún að geta not- ið betur líðandi stundar. Amstur og búsáhyggj- ur eru venjulega gengnar um garð og fjárhag- urinn oft rýmri, þannig að hún ætti að geta veitt sér ýmislegt, sem börnin voru áður látin sitja fyrir um. EINANGRID YKKUR EKKI. Á þessum aldri er auðvitað ekki hægt að taka þátt í öllu. Aldurinn segir til sín og góð hvíld er nauðsynleg. En það þýðir ekki að það eigi að loka sig inni. Bæði fyrir líkamlega og andlega heilsu er það mikilvægt að hitta annað fólk. Það er sjálfsagt að umgangast sína gömlu vini, en það er líka nauðsynlegt að hitta nýtt fólk og kynnast því — og ekki aðeins jafnöldr- um, heldur fólki á öllum aldri. Takið þátt í lífi annars fólks, jafnvel þótt það kunni að valda ykkur einhverjum óþægindum og raski að einhverju leyti reglum daglegs lífs ykkar. HREYFIÐ YKKUR NÓG. Onóg hreyfing verður oft til .þess, að konur eldast fyrir aldur fram. Göngur úti eru hollar og skemmtilegar, en sé heilsan að mestu leyti í góðu lagi, ættu leikfimisæfingar að vera sjálf- sagðar. Léttar æfingar eru hollar fyrir hjarta og æðar, en hafi konan ekki stundað líkamsæf- ingar fyrr, verður að byrja varlega. BORÐIÐ RÉTTAN MAT OG EKKI OF MIKIÐ. Oft verða máltíðir óreglulegar hjá rosknum konum, sérstaklega ef þær búa einar. Þeim finnst þá oft, að ekki taki þvf að vera að eiga við matargerð fyrir sig eina. En um leið verð- ur fæðan of einhæf og óhollt er að borða á óreglulegum tímum. Stundum gengur þetta líka í öfuga átt. Konan er þá kannski einmana og leitar sér ánægju í að háma í sig mat og verð- ur alltof feit. Þegar aldurinn færist yfir er nauð- synlegt að neyta fjölbreyttrar fæðu og hafa hollar matarvenjur. Maturinn ætti ekki að inni- halda jafnmargar hitaeiningar og meðan kon- an var yngri, þótt líkamsþunginn sé sá sami. Efnaskiptin verða hægari við aldurinn og hor- mónaframleiðslan minnkar. Þess vegna vill fit- an safnast of mikið á líkamanum og hættan á kransæðastíflu eykst. Of mikil fita getur líka orsakað liðasjúkdóma. Yfirleitt er fæðan hér of fitumikil og of sæt — og ekki nógu hörð undir tönn. Roskið fólk ætti ekki að borða þungmeltan mat að kvöldi til, það getur valdið órólegum svefni og jafn- vel svefnleysi. Gætið þess að tyggja matinn vel og að hreinsa tennurnar eftir hverja máltíð. Bólga í tannholdi orsakar tannlos, en heilsufar fólks með góðar tennur er yfirleitt betra en hinna. HEILSUGÆZLA. Látið lækni athuga ykkur reglulega. Roskið fólk þarf að hugsa betur um heilsuna en ungt fólk og mótstaðan gegn ýmsum sjúkdómum minnkar við aldurinn. Sjúkdómar geta kvalið fólk á öllum aldri, en þó eru nokkrir, sem frekar má vænta, þegar aldurinn eykst. - Vöðvagigt er algengur aldurssjúkdómur og kemur af ýmsum orsökum, m.a. truflun á blóð- rásinni og rýrnun vöðvanna. Vöðvarnir verða stirðir og aumir, en með hvíld, hita, nuddi og leikfimi má draga úr óþægindunum. Æðakölkun virðist vera óhjákvæmilegur fylgikvilli aldursins. Blóðrásin verður treg ( þröngum æðunum, en sérstaklega er fótunum hætt hjá gömlu fólki. Heit og köld böð til skipt- is þykja góð við verkjum í fótum og víkka út æðarnar, en auðvitað er sjálfsagt að leita læknis við þessu eins og öðru. Magabólgur eru algengar hjá rosknu fólki. Slímhimnur magans verða viðkvæmari með ár- unum og þess vegna verður ekki of oft tekið fram, hve mikilvægt rétt matarræði er eldra fólki. Ef ekki er farið að læknisráði í tíma, get- ur svo farið að úr verði magasár, sem erfitt er að losna við, og þar sem æðarnar eru veik- byggðari hjá eldra fólki, má búast við að hættu- legar blæðingar komi með slæmu magasári. Tregar hægðir eru alltof algengar hjá gömlu fólki. Það verður að gæta þess vel, að slíkt verði ekki viðioðandi, en fátt er betra til að koma í veg fyrir það en góð hreyfing. Sjónin verður undantekningarlaust léleg með aldrinum, og allir fá sér auðvitað viðeigandi gleraugu. En það þarf að fylgjast vel með augunum í gömlu fólki, því að suma tegund af blindu er hægt að koma í veg fyrir sé það tekið í tíma. HEYRNARTÆKI JAFNSJÁLFSÖGÐ OG GLERAUGU. Oft er álitið að roskið fólk fylgist illa með og þá er talað við það eins og það skilji ekki umræðuefnið nema að hálfu. Þetta er oft byggt á misskilningi, sem á rætur sínar að rekja til heyrnarsljóleika eldra fólksins. Sá sem heyrir illa, veigrar sér við að spyrja um hlutina og á erfiðara með að fylgjast með því sem sagt er og misskilur oft ýmislegt. Öðru fólki finnst þreytandi að tala við það og sýnir oft litla þolinmæði. Einhvern veginn verður umræðu- efnið allt öðru vísi, ef kalla þarf hverja setn- ingu. Þess vegna er heyrnartæki jafnsjálfsagt og jafnvel sjálfsagðara en gleraugu. Það þarf bara að venja sig vel við það, en það tekur lengri tíma en við gleraugun. BYRJIÐ NÝTT LÍF. Þótt talað hafi verið um þessa sjúkdóma hér að framan, er ekki æskilegt að roskið fólk hugsi Framhald á bls. 41. Þótt þið séuð komnar töiuvert á efri ár, getið þið notið lifsins i rikum mæli. Að- alatriðið er þið látið ykkur ekki FINNAST að þið séuð gamlar. Við sextíu og fimm ára aldur ættuð þið að staldra við og at- huga hvort þið getið ekki lengt lífið og gert það ánægjulegra með því að horf- ast í augu við staðreyndirnar. • Byrjið NÝTT líf og takið upp aðra lifnaðarhætti. • Umgangizt fólk á öllum aldri. • Hreyfið ykkur nóg. • Borðið skynsamlega. • Látið fylgjast reglulega með heilsu ykkar. Lesið greinina á þessari siðu og ahug- ið hvort þið finnið einhverjar ráðlegging- ar, sem koma ykkur að gagni. 46 VTTCAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.