Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 23

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 23
Kóreumenn i essinu slnu Slasaðir norður-víetnamskir stríðsfangar, sem Bandaríkjamenn liafa sleppt lausum, hökta á hækjum heimleiðis. Það fylgir sögunni að margir þeirra neiti að hverfa heim, enda kæra yfirvöld lands þeirra sig sjálfsagt lítið um að fá þá til baka, fyrst ekki er hægt að nota þá lengur sem fallbyssufóður. Stríðið í Víetnam tekur smám- saman á sig alþjóðlegri svip, því stöðugt fleiri þjóðir taka nú þátt í því við hlið Bandaríkjamanna og Suður-Víetnama. Ásralíumenn hafa nú rúmlega fjögur þúsund manna lið í landinu, og hefur það þegar getið sér mikið frægðar- orð, eins og Ástralíumenn hafa yfirleitt gert, þar sem þeir hafa tekið þátt í styrjöldum. Nýsjá- lendingar og Filippseyingar hafa einnig sent lið til Víetnam, en rausnarlegastir að Könum sjálf- um undanskildum hafa Suður- Kóreumenn verið. Þeir hafa nú um tuttugu og fimm þúsund manna lið í landinu. Þeir kváðu hafa vegið nærri þrjú þúsund og fimm hundruð Víetkonga en ekki látið nema þrjú hundruð manns sjálfir. Ummæli Víetkonga um Kóreu- mennina sýna ljóslega, að þar hefur skrattinn hitt ömmu sína fyrir. Hafa kommarnir látið hafa eftir sér, að Kórumennirnir séu „óþægilegasti“ óvinurinn; þeir séu fram úr hófi blóðþyrstir og taki aðeins fanga til að kvelja úr þeim lífið sér til dægradval- ar. En svo grimmir sem Kóreu- menn eru óvinum sínum, þá hafa þeir þeim mun strangari aga á mönnum sínum, séu þeir meðal vina. Tveir kórenskir her- menn, sem nauðgað höfðu víet- nömskum kvenmanni, voru þann- ig nýlega teknir af lífi samkvæmt dómi herréttar úr eigin liði. Fór aftakan fram að allri herdeild- inni viðstaddri. -----------------------------------s Síðan síiffit V______________________ J Eitt af siö undrum veraldar Nýr „kólos“ á Rhodos fyrir 100 milljónir króna. Eitt af sjö undr- um veraldar í fornöld var risa- líkneskið mikla á grísku eyjunni Rhodos. Nú hefur auðugur pelsa- kaupmaður á Rhódos sett fram hugmyndir um að láta byggja risalíkneskið upp að nýju og efst uppi, sennilega í heilabúi risans, verður að sjálfsögðu veitingahús. Ymsir aðilar í Grikklandi styðja þessa hugmynd, sem þeir, þykj- ast sjá fram á, að muni stuðla að mjög auknum ferðamannastraum til Grkklands og grísku eyjanna. Sagt er að belgískur verkfræð- ingur hafi fengið það verkefni að gera allar teikningar að þess- um nýja kólos á Rhodos og kostn- aðurinn er áætlaður 100 milljón- ir íslenzkra króna. Vafalaust er þá miðað við að risalíkneskið verði mun stærra en frelsisstytt- an við New York, sem er 46 metra há. Þetta verður án efa afspyrnu erfitt verk, ekki síst vegna þess að enginn veit með vissu hvernig þetta fræga risa- líkneski fornaldarinnar leit út. Að vísu eru til nokkrar kopar- stungur frá miðöldum og eldri, sem sýna einskonar gleiðstand- andi sólarguð við innsiglinguna á Rhodos. Þó munu flestir sagn- fræðingar sammála um að þess- ar myndir eigi ekkert skylt við veruleikann en telja þó, að hinn frægi kólos á Rhódos hafi cin- hverntíma verið til og ef til vill 40 metra hár. Það var gríski myndhöggvarinn Chares, sem fékk þetta erfiða verkefni á sín- um tíma, nánar tiltekið árið 290 fyrir Krist og styttan var reist til minningar um umsátrina um Rhodos árið 304 fyrir Krist. Strax þegar verkið var fullgert var það talið með sjö furðuverk- um veraldar. Eftir því sem sög- ur herma, féll líkneskið og eyði- lagðist algjörlga í jarðskjálfta ár- ið 224 f. Krist. Og- véfréttin í Delfi varaði við því, að enn verri ógæfa mundi lirjá eyjuna Rhodos, ef líkneskið yrði reist upp að nýju. f afbrotaminjasafninu í lög- reglustöðinni í Stokkhólmi er hugvitsamlegt sjálfsmorðstæki, sem hugvitsmaðurinn notaði að vísu aðeins einu sinni, sem sé fyrir sjálfan sig. Hann batt eters- flösku með botninn upp á slá, lítið eitt framan við sjálfa heng- ingarólina, og úr flöskustútnum lá dropaslanga ofan í klút, sem hann hafði fyrir vitunum. Þegar hann hafði komið snörunni fyrir á réttum stað, opnaði hann fyrir rennslið úr eterflöskunni, sem von bráðar svæfði hann, svo hann féll máttvana saman og snaran vann sitt verk. Hann taldi, að með þessu móti væri hægt að fremja sjálfsmorð á þægilegan hátt, og svo mikið er víst, að það bar tilætlaðan árangur. Þar að auki er þetta heppilegt tæki fyr- ir sjálfsmorðskandídata, sem hafa yfir lítilli lofthæð að ráða, tækið gerir þeim kleift að gera út af við sig t.d. með því að festa flöskuna og snöruna við glugga- kistu. Þægilegt sjálfsmorð

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.