Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 29

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 29
hann. Tveri rússneskir sendi- ráðsmenn, sem teknir voru hönd- um í Kongó 1963, gleyptu svona pappír. Leyniskriftarpappír er önnur tegund, sem njósnarar nota. Hann er búinn til með það fyrir augum og notaður til þess að skrifa á svo ekki sjáist. Orðin eru gerð sjáanleg með efnafræði- legum aðferðum. Jafnvel vasa- klútar geta verið hentugt tæki fyrir kvennjósnara. Það hefur komið fyrir að kvennjósnarar hafa bróderað orðsendingar með morse-skeytum í vasaklúta og aðra dúka, sem landamæravörð- um hefur síðan sézt yfir. Við öll þessi tæki bætast svo vopnabúnaður sjósnaranna, — skotvopn, lagvopn, deyfilyf og ýmisleg annað. Hér eru nokkur dæmi: Nú er verið að prófa í Banda- ríkjunum hljóðlausa „byssu“, se má að geta drepið mann án þess að nokkur merki sjáist. „Kúlurnar11 eru örsmáar nálar og steindrepa, jafnvel úr fiarska. Þeir fyrir austan tjald hafa nokkurskonar blásturspípur, sem notaðar eru af hinum svo- kölluðu morðsveitum þeirra, þjálfuðum morðingium sem sendir eru til að þagga niður í vitnum, flóttamönnum, og öðr- um se.n taldir eru hættulegir. 1Q sent. 1957 var hinn 55 ára gamli svissneski verzlunarmaður Mar- cel Leonold í Genf drepinn með 15 cm langri eiturör. sem skot- ið var úr slíku blásturstæki. Pípan var álíka stór og hjól- dæla af venjulegri gerð og lík að sjá. Eiturgas, sem annaðhvort tryllir menn eða drepur, er not- að bæði fyrir austan og vestan. Meðal þessara gastegunda er hið svokallaða æðisgas, með því mætti gera nær því alla menn í stóru landi óstarfhæfa. án þess nð nokkru skoti þurfi að hleypa af. f sambandi við þetta mætti nefna sýklavopnin, sem fáeinir njósnarar og skemmrlarverka - menn gætu hafl 1 i 1 að dreifa drepsóttum um stórt land. Það c-ru noltkur ár síðan smíðaður v»r í Bandaríkiunum radar sem hægt er að bera á sér. Hann er svo næmur, að það er hægt að greina í honum mann í 25 km fjarlægð. Siónvarpsmyndavélar með lok- aðri straumrás, sem geta sent frá sér greinilegar myndir í niða- myrkri, voru nýlega á sýningu hiá General Electric í Banda- ríkjunum. Annað nýsmíðað í Bandaríkj- unum er „sjónaukaaugað“, en það er fjarstýrð sjónvarps- myndavél, sem greinir allt sem gerist á hring sem er tveir km að þvermáli. Ný rússnesk undra-myndavél tekur milljón myndir á sekúndu. Þær myndir sem vélin tekur þannig upp á augabragði, tekur þúsund klukkustundir að sýna með venjulegri sýningarvél (hálfan annan mánuð). Englendingar eru að gera til- raunir með litlar ljósmyndavél- ar, sem hafa sjónarhorn, sem er hvorki meira né minna en 186 gráður, þ.e.a.s. þær sjá meira en hálfhring. Séu tvær slíkar vélar látnar „snúa bökum sam- an“, þá má fá mynd af öllum sjóndeildarhringnum. Hver ein- stök vél vegur 225 gr. Nýsmíðað hylki á stærð við jarðhnetu, sem kallast „sólar- flaska“ mun bráðum gerbreyta loftskeytasamböndum og gera kleift að rannsaka kiarnaklofn- un á nýjan hátt, sagði prófessor Lester Field við tækniháskólann í Kaliforníu nýlega. „Sólarflösk- una“ má nota til að senda míkró- bylgjur, sem draga nokkra kíló- metra. Tækinu. sem tekur við bylgjunum, má koma fyrir í armbandsúri. Nýtt japanskt rafeindatæki, sem ber langt af transistorum, mun brátt gerbreyta rafmagns- iðnaði. Sá sem fann það upp er 41 árs gamall verkfræðingur að nafni Leona Esaki og tækið heit- ir Esaki-díóða. Nýtt smæðarletur hefur verið fundið uon í háskólanum í Tiib- ingen í Þýzkalandi og er í tæki. sem prentar minnstu bókstafi sem til eru, — en þeir eru tvö- þúsundasti partur úr miLlimetra á hæð. Niósnarar þeir, sem nú eru á ferðinni. hafa þannig yfir b^sna hugvitssamlegum og sérhæfum útbúnaði að ráða. Því getur eng- inn verið óhultur. •— Hvað veiztu lesandi góður, nema öfundsjúk- ur keppinautur hafi þegar kom- ið sér upn öflueum tækniútbún- aði til að njósna um hegðun þína og hag? ☆ ðsiqrandi Framhald af bls. 13. hann dubbaður upp og farið á honum til borgarinnar. Hvergi var neitt farartæki að sjá nema þýzka stríðsvagna og allsstaðar voru þýzkir hermenn. Þýzk aug- lýsingaspjöld á götunum, og á opinberum byggingum voru hengdar upp yfirlýsingar undir- ritaðar af setuliðsforingianum. Margar verzlanir voru lokaðar. Þau fóru til gamals læknis, sem þau þekktu, og hann staðfesti grun þeir'ra. En hann var trú- aður katólskur maður, og fékkst ekki til að hjálpa þeim. Hvorki dugðu bænir né grátur. „Þér eruð ekki sú eina,“ sagði hann. „II faut souffrir.“ (að þjást og þola — hjá því verður ekki komizt.) Þau þekktu annan lækni lít- ið eitt og fóru til hans. Þau hringdu bjöllunni við dyr hans, 6 vinsælustu samkvæmisspilin í 1 kassa. LUDO - MILLA - DAM - DERBY GÆSASPIL - HALMA Verð: kr. 175.00. - Spilareglur á íslenzku fyigja Fæst í flestum leikfanga- og ritfangaverzl- unum. A Heildsölubirgðir: PÁLL SÆMUNDSSON LAUGAVEG 18 A. SKOTMENN skotfæri riffiar Cal. 22 L. R. Model E-1 verð kr. 2.995.00. Model A-6 verS kr. 4.840.00. Útsölustaðir: Apótek Austurlands, Seyðisfirði, Sportvöruhús Reykjavíkur, Rafha- húsinu við Öðinstorg, sími 16-4-88. SPORTVÖRUHÚS fíEYKMÍKUR Framleiðendur: HAUSEMANN & HÖTTE A7.STERDAM VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.