Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 32

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 32
Loidoi - Loidoi I vetur hötum við ákveðið að efna til hópferða með reglulegu millibili til London. Islenzkur fararstióri verður með í öllum ferð- unum, fólki til leiðbeiningar og aðstoðar, auk þess sem hann mun sýna fólki borgina. Farnar verða skoðunarferðir um bæinn og út fyrir borgina. Það er margt til að vera í London. Þar úir og grúir af leikhúsum, sem b|óða upp á heimsfrægar stjörnur. Þar má sjá söngleiki, og alls kyns leikrit, gömul og ný, alvarleg og létt. Mörgum eru verzlanir efst í huga, og það er ævintýri líkast að verzla við götur eins og Oxford Street, Regent Street og Bond Street. Vöruvalið er mikið og verð yfirleitt hagstætt. Allir kannast við vaxmyndasafn Madame Tassaud, þar sem sjá má myndir allra frægustu manna, lifandi og látinna. Gaman er að sjá Tower of London, sem er gamall kastali og fangelsi, vísinda- safnið, þar sem sýndar eru helztu nýjungar á sviði vísinda, dýra- garðurinn er einn sá bezti í heimi, og svo mætti lengi telja. A hverjum laugardegi leika einhver af fyrstu deildar liðunum knatt- spyrnu í London og menn geta séð fleiri íþróttir, svo sem kappreið- ar og kappakstra. Oll áherzla er lögð á að vanda sem bezt til þessara ferða. Búið verður á fyrsta flokks hótelum, öll herbergi með baði, hótelin hafa upphitun, sem misbrestur vill verða á í Bretlandi, fjöldi þátttak- enda er takmarkaður við 25, til að tryggja það, að fararstjóri hafi tíma til að sinna þörfum hvers einstaks farþega. Skoðunarferðir eru farnar í þægilegum, nýtízku bílum, og í stuttu máli má segja að við reynum allt sem við getum, til að gera farþegum ferðirnar sem þægilegastar. Farþegum í ferðum okkar til London, gefst meðál annars kostur á að vera viðstaddir upptöku á sjónvarpsþáttum hjá B.B.C. sér að kostnaðarlausu. 7.—14. október 4.—11. nóvember 2.— 9. desember 13.—20. janúar 10.—17. febrúar 25. marz— 1. apríl 14.—21. apríl 12,—19. maí AthugiS að eftir sem áður höfum við á boðstólum hinar vinsælu einstaklingsferðir til London, Glasgow og víðar. LÖND & LEIÐIR SlMI 20800 - 24313 STJÖRNUSPA*^ Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Ýmislegt virðist hafa gengið úr skorðum, án þess að þú fáir nokkuð að gert. Þú verður fyrir nokkrum vonbrigðum með árangur verka þinna, en kunningj- ar þínir reynast þér mjög hjálplegir. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þú ert of eyðslusamur. Þú skalt fara varlega í fjár- málum, því líkur eru á að þú verður fyrir óvæntum útgjöldum# Þú breytir nokkuð um áætlun, sem verð- ur til mikils góðs. Heillalitur vikunnar er gulur. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú munt á ný umgangast persónu sem þú hefur saknað mjög undanfarið. Vinur þinn veldur þér nokkrum ama, en það er eins og honum sé það ósjálfrátt, svo þú verður að fyrirgefa honum. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Þú eignast nýtt áhugamál og verður mikið upptek- inn yfir því. Þú tekur að nema eitthvað. sem færir þér mikla ánægju. Maður nokkur kemur þér í góð sambönd sem þú skalt reyna að notfæra þér. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Vandaðu mjög framkomu þína og forðastu að taka skýrar álcvarðanir um álit þitt á hinum eða þess- um. Það verður lögð fyrir þig gildra sem mikið liggur við að þú standist. Þú skemmtir þér mikið. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú lifir í sjálfsblekkingu sem getur orðið þér til mikils trafala ef þú hristir hana ekki af þér og horfir raunsærri augum á heiminn. Bezti vinur þinn er ekki ánægður með tilveruna. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú verður óvenju heppinn i vilcunni. en þú skalt samt ekki láta það verða til þess að þú teflir á tví- sýnu í viðskiptamálum. Þú verður áheyrandi að samtali sem veldur þér miklum heilabrotum. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Á vinnustað hefurðu stefnt að einhverju ákveðnu marki, en skilningsleysi meðstarfsmanna þinna hef- ur mjög dregið úr þrótti þínum. Reyndu að fá þér eitthvað óskylt til að glíma við í fritímum þínum. Bógamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Ovæntir atburðir mun koma fjölskyldu þinni í uppnám, en öldurnar lægir von bráðar og allir verða mjög ánægðir. Þér græðist fé á mjög fyrir- hafnarlítinn hátt. Vinkona þín færir þér góðar fréttir. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú kynnist hjónum mjög bráðlega sem eiga eftir að hjálpa þér mikið á ýmsum sviðum. Eldri kona kemur nokkuð við sögu þína fyrri hluta vikunnar. Haltu smá vinaboð eitthvert kvöldið. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. -febrúar): Reiddu þig ekki um of á loforð annarra, treystu á sjálfan þig og ætlaðu þér ekki of mikið. Það gengur mikið ó fyrir þér, en það er betra fyrir þig að stilla þig svolítið og halda þig betur að vinnunni. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz); Þú verður að rifja upp mál sem þér eru ógeðfelld. Þú færð upplýsingar sem gætu orðið til að breyta framtið þinni mikið. Ef þú þarft að taka ákvarðan- ir þá reyndu að vera rólegur, á því getur oltið. 32 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.