Vikan


Vikan - 13.10.1966, Síða 48

Vikan - 13.10.1966, Síða 48
VEEÐ V- BAR KEÐJUR er rétta lausnin Það er staðreynd að keðjur eru öruggasta vörnin gegn slysum í snjó og hálku. WEED keðjurnar stöðva bílinn öruggar. Eru viðbragðsbetri og halda bílnum stöðugri á vegi. Þér getið treyst Weed V-Bar keðjunum. Sendum i póstköfu xun allt land. KRISIIIVIV (.IDWSOV II.F. Klapparstíg 25—27 — Laugaveg 168. Sími 12314 — 21965 — 22675. PIASTJARDSTRENGUR Höfum fyrirliggjándi eftirtald- ar stærðir af plastjarð- strengjum: 1x6 6 mm2 1x10 + 10 mm2 1x16 + 16 mm2 2x6 + 6 mm2 2x10 + 10 mm2 2x16 + 16 mm2 3x6 + 6 mm2 3x10 + 10 mm2 3x16 + 16 mm2 3x25 + 16 mm2 3x35 + 16 mm2 3x70 + 35 mm2 3x95 + 50 mm2 JÓHANN RÖNNING H.F. Skipholti 15, Reykjavík. Sími 13530 og 12642. að þú hefðir ekki farið til borg- arinnar fyrr en á sunnudags- kvöld. Hún minntist ekkert á, að þú ætlaðir að gifta þig. Þú sagðir heldur ekkert um það, þegar við töluðum saman fyrir viku. Og í rauninni spurði ég þig hreint út, hvort þú værir trúlofuð, en þá sagðist þú vera laus og liðug. Varstu að ljúga? Ertu þannig? Rödd hans varð hörð og ásakandi. Hún hristi höfuðið og vætti varirnar. — Ég laug ekki, en — þá hafði ég ekki hitt Alan. Hún reyndi í örvæntingu að minn- ast þess sem stóð í vélritaða skjal- inu. — Ég hitti hann hjá Mere- dith dómara daginn eftir að ég hitti þig — og giftist honum í dag. Hann horfði tortrygginn á hana. — Það hefur aldeilis ver- ið hafður hraðinn á. — Já, en er það nokkuð ó- venjulegt nú til dags? — Kannske ekki. Andlit hans var hörkulegt: — En ég hélt að minnsta kosti ekki, að þú værir af þeirri gerðinni, sem kastar sér í hjónaband með karl- mönnum, sem þær þekkja næst- um ekki neitt. Þurftirðu svona mikið að komast í hjónabands- ins helgu höfn í einu hvelli? Blóðið þaut fram í kinnar henn- ar. — Hvernig vogar þú þér að segja svona lagað við mig? — Er það kannske ekki rétt? Kvenfólk giftir sig ekki með svona miklum asa, nema það sé einhverra hluta vegna farið að örvænta, eða sé óhemju ástfang- ið. Svo kom hann með spurning- una sem hún hafði óttazt: — Ertu raunverulega svona ástfangin af honum? Það var þögn. — Heldurðu að ég hafi gifzt manni, sem ég er ekki ástfangin af? — Þetta er ekkert svar. Hann starði stöðugt á hana og augu hans þrengdu sér í gegnum hana. — Og þar sem þú hefur gifzt þesum náunga í dag og ert ást- fangin af honum, hvers vegna ertu þá hérna alein í kvöld? Hvers vegna ertu ekki í örm- um brúðguma þíns? Þetta er dá- lítið einkennilegt, Fay. Ég trúi ekki, að þú hafir gifzt honum. — Þú getur fengið að sjá vígsluvottorðið ef þú villt, sagði hún hægt um leið og hún rétti fram hringskreyttan fingurinn: — Hér er hringurinn. — Já, en hvers vegna ertu þá hér í kvöld? spurði hann. — Heldur þú, að ég hefði látið þig vera hérna aleina, ef þú hefðir gifst mér? Hún svaraði því, sem henni fannst í andartakinu vera bezt, þótt hún ætti eftir að iðrast þess: — Ég kom aðeins hingað til þess að sækja nokkra smáhluti. — Maðurinn minn hefur íbúð í Hampstead. Ég fer þangað rétt strax. — Einmitt? En hann var enn- þá jafn tortrygginn á svipinn. — Kemur hann til að sækja þig? Mig langar til að sjá þenn- an náunga, sem þú hefur fallið svona gersamlega fyrir við fjrrstu sýn. — Nei, Alan kemur ekki til að sækja mig, hann þarf sjálfur að ganga frá sínum málum. Sikelfing var hún lengi að hugsa. Ó, guð, hugsaði hún, ég verð að reyna að gera þetta betur. — Þegar ég er búin að setja niður, ek ég þangað út eftir. — Það er ekki nauðsynlegt að taka bíl. Ég er með bílinn minn hérna úti, og ég skal aka þér þangað, sagði hann ákveðinn. — Ó, nei! Það tekur talsverða stund fyrir mig að setja niður. Hún talaði allt of hratt og tor- tryggnin færðist yfir hann á ný. — Ég bíð. Ég hef nógan tíma, sagði hann. Þegar hún sá Charles í fyrsta sinn, fannst henni hann vera vingjarnlegur, aðlaðandi og skemmtilegur ungur maður. En nú sá hún hann í öðru ljósi. Hann var áberandi ákveðinn og skarpskyggn. Allt í einu minnt- ist hún þess og fékk gæsahúð: Charles þekkti Mantesa fólkið. Myndi hann ekki skrifa þeim og segja þeim allt, ef hann fengi einhvern grun? — Það er fallega gert, sagði hún að lokum. — Ef þú hefur nógan tíma hef ég ekkert á móti því að þú skutlir mér þangað. Uppi á herberginu sínu fann hún litla pappírssnepilinn, sem Alan hafði látið hana hafa með heimilisfanginu. Henni datt í hug •>ð fara út bakdyramegin oe hringja til hans, en það var ekkert símanúmer á sneplinum og hann hafði sagt, að hann hefði aðeins fengið íbúðina lán- aða. Það var ekki annað fyrir hana að gera, en að láta Charles aka henni þangað úteftir. Og hvað þá, ef Alan væri þar ekki? Hún reiknaði með, að hún gæti beðið inni í húsinu, þar til Char- les væri farinn og tekið sér svo leigubíl aftur til baka, en hendur hennar skulfu, þegar hún kastaði nokkrum hlutum óreglu- lega niður í handtösku, aðeins nóg til að gera hana sennilega þunga. Svo fór hún niður stig- ann aftur. Charles leit á töskurn- ar. — Er þetta nóg handa þér? Hún reyndi að horfa kæruleys- islega á hann. — Nóg? — Nú, jæja. Ég var með sjálf- um mér að vona, að þú kæmir hlæjandi niður stigann og segðir mér að þetta væri allt saman tóm vitleysa og grín. — Þetta er ekkert grín. Hann tók töskurnar af henni: — Allt í lagi, þá förum við af stað. Þau óku þegjandi, en að lok- um sagði hann: — Það er undarlegt, hvernig' málin snúast. Allan þann tíma sem ég var að aka suðureftir, sagði ég við sjálfan mig, að nú ætlaði ég að bjóða þér út, en því óraði mig ekki fyrir, að ég myndi taka þig með mér út, til þess að skila þér upp í fangið á öðrum manni. Ég veit vel, að við höfum aðeins sézt einu sinni, en ég hafði það á til- finningunni, — ég er sjálfsagt allt of sjálfgóður — að sá fund- ur hefði haft sömu áhrif á þig og mig. Og svo giftist þú þessum náxmga eftir tæprar viku kynn- ingu. Þetta er langt fyrir ofan minn skilning. Hann var orð- inn rámur, og þegar hann hafði lokið máh sínu varð þögn. Þau óku með fram Belsize Park Ro- ad, þegar hann rauf skyndilega þögnina aftur og sagði: — Hvert farið þið í brúð- kaupsferð? Þið farið kannske alls ekki í brúðkaupsferð? — Jú, auðvitað. Við fljúgum til Singapore annað kvöld. — Fljúgið þið til Singapore! hrópaði hann, og um leið sveifl- aðist rjómaguli sportbíllinn svo mikið til á veginum, að það lá við að hann rækist á ljósastaur: 48 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.