Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 6

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 6
ccnDiicnnnn® ■pnj ÍÍP i DlIIHUouuíIJí m JlÐ 1 HVERFISGÖTU 50. - SÍMI 18830. Tveggja raanna svefnsófi og samstæðir stólar MiVEA "■-/ ' wo^icw» Pijnrp' —-...... . haut Oi ppwwn Barnim líóur vel í húðinni! Barniim líður vel-þegar notað er Nivea babyfein. Hin reynda móðir veit hvers vegna hún velur babyfein handa barni sínu: Þessar samstilltu fram- leiðsluvörur - krem, olía, púður, sdþa - innihalda allt, sem húðLeknirinn álítur nauðsynlegt hinni viðkvamu húð barnsins. Börn, snyrt með babyfcin, fd hvórki sœrindi, né rauða og bótgna húð. Q NIVEA íaÉyföíi" LÍTIÐ AÐ MARKA LOFROLLUR.... Kæra Vika! Ég hafði afar gaman af grein- um Dags úr austurvegi og er sannfærð um, að þar er að fá einhverja þá ljósustu og sönnustu lýsingu á menningu og ástandi austantjalds, sem finnanleg er á vesturhveli jarðar. Það er lítið að marka lofrollur þeirra, sem fara um þessi svæði í þræl- skipulögðum hóp — eða boðs- ferðum og fá ekki að sjá annað en vel smurt gangverkið í túrista- hjólinu en borðalagðir pótintátar eru á þönum til að allt fari sem bezt úr hendi og sé sem snurðu- lausast að viðlagðri dauðarefs- ingu, ef þeim mistekst. Nei, svona á að kynnast pappírsfarg- aninu og tortryggninni, rétt eins og Dagur Þorleifsson hefur gert. Hafi hann þökk fyrir, og fari fleiri slíkar reisur. Snæfríður. Dagur sver og sárt við leggur, að hann fari aldrei aftur til fyrr- greindra landa, fyrr en þá að kapítalisminn hefur lagt þau und- ir sig. Þar að auki er nokkurn veginn brennt fyrir, að hann fái vísum... ANGELIQUE. Kæri Póstur! Mig langar til að skrifa þér nokkrar línur, og þakka þér fyr- ir margt gott. Og þó alveg sér- staklega framhaldssöguna Angel- ique. f öllum bænum byrjið þið strax á næstu sögu þegar þessi er búin. Farið þið nú ekki að klessa einhverri sögu þar á milli. En hvernig er það með litlu bækurn- ar, sem þið fóruð að gefa út? Það komu þarna fjórar með stuttu millibili og svo ekki meir. Á ekki að verða einhver breyting á þessu? Ég veit að það hafa verið fleiri en ég, sem langar til að safna þeim. Og auðvitað hvernig er skriftin? Vertu svo blessaður. Hafdís. Nei, nú tökum við sögu á millí — eina, ef ekki tvær! Angclique hefur nú verið framhaldssaga hjá okkur óslitið að kalla í næstum 30 mánuði, og þótt lesendurnir séu ekki orðnir þreyttir á henni, vill hún gjarnan fá að hvíla sig. Og það er varla nema sanngjarnt. — Nú hafa verið gefnar út alls fimm Angeliquebækur á íslenzku og sú sjötta er á leiðinni, síðan koma hinar smátt og smátt, og það má treysta því, að öll sagan af Angelique kemur út í heftum um það er lýkur. — Skriftin er læsileg og nostursleg. en lýsir ef til vill svolítilli tilgerð, eins og oft vill verða hjá unglingsstúlk- um, sem gera sér far um að skrifa fallega. MEIRA UM ANGELIQUE. Kæri Póstur! Ég vona þið látið okkur ekki bíða lengi eftir næstu Angelique- bók. Hvað heitir hún annars, og hvern fjandann er Angelique þá að gera af sér? Og meðal ann- arra orða, hvað er að frétta af Angelique kvikmyndum? Er nokkur ný væntanleg? Væri ekki tilvalið að stofna Angelique-vina- félag hér á landi? Það gætu orð- ið fjölmenn samtök. Og væri það ekki góð hugmynd fyrir ferða- skrifstofunar að stofna til hóp- ferða á söguslóðir Angelique? Þótt ég sé karlkyns, myndi ég reyna að herða mig upp í slíkt ferðalag, þó ég náttúrlega viti, að þar yrðu stútungskerlingar í méirihluta. Með kærri Angeliquekveðju Rescator. Næsta Angeliquebók heitir Ang- elique í byltingunni, og segir frá afrekum hennar og skakkaföllum í átökum kaþólskra og húgenotta í Frakklandi. — Angeliquekvik- mynd, Angelique og kóngurinn, er væntanleg í Austurbæjarbíói snemma á næsta ári, að því er við bezt vitum, en við höfum ckki haft fréttir af fleiri kvik- myndum um hana. — Hugmynd- inni um Angeliquevinafélag er hér með komið á framfæri, og sömuleiðis ábendingunni til ferðaskrifstofanna, en við erum ekki undir það búin að fallast á, að stútungskerlingar yrðu þar í meirihluta. Eftir því sem við höfum sannfrétt, eru til Angel- ique aðdáendur á öllum aldri og háðum kynjum — og þeir ekki svo fáir. MEÐ LEYFI TIL AÐ DREPA. Kæri Póstur! í nýútkominni Viku var ég að lesa pistil í fullri alvöru eftir 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.