Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 18

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 18
- Drottinn minn, þú ert karlmenni, sagði Craig, og meSan Stavros æpti upp- hátt, skaut hann Andreou milli augnanna. Svo gekk hann yfir til Stavrosar og ýtti honum á undan sér aftur til föður síns, nam staðar við og við til að hjálpa litla manninum að drepa fleiri Þjóðverja. Stavros var aldrei fyllilega Ijóst, hvort hann hataði Craig eða dáði hann. Effilr James Munro 6. hlufii Serafin lá á þilfarinu. Craig leit á hann, stirðnaði og leit síðan aft- ur á blóðið sem streymdi. Hann var veikur og stöðugt veikari. Hann gat ekkert gert fyrr en hætt var að blæða. Einhvernveginn ranglaði hann inn í káetuna, þrýsti sára- brúnunum saman og bjó um sárið að nýju, hreinsaði höfuðið eftir beztu getu, skammtaði sér ofurllt- ið áfengi og sneri síðan aftur til Serafins. Gamli maðurinn var illa farinn. Andlit hans og líkami voru þakin sárum og marblettum og hægri handleggurinn var brotinn. Craig þreifaði eftir æðaslætti gamla mannsins, hann var óreglulegur og hraður. Stynjandi af vanmætti rétti Craig úr handlegg hans, batt um hann eftir beztu getu, stakk kodda undir höfuðið og lagði brekán yfir hann, sfðan drap hann á vélinni. Að komast ofan í vélarrúmið var pynding, að leita að bilun ( dlsel- vélinni tafl við stórmeistara. A8 lokum hitaði hann vélina með gas- lampa, tók í sveifina, allur líkaminn þjáningarhaf, og riðaði s(ðan yfir að stýrishjólinu. Einhver hafði fest það þannig, að báturinn sigldi ( stóran hring, um hálfa mílu í þver- mál. Craíg setti stefnuna þangað sem hann myndi finna bróður konu Serafins. Þegar hann fann hann sendi hann hann þegar í stað til Aþenu til að ná í son Serafins, tók síðan stefnu á Andraki; nú varð það viljastyrkurinn einn, sem hélt honum uppi, líkaminn löngu kom- inn yfir sín takmörk og aðeins villi- mannleg harka viljans hélt honum uppi. Þegar hann nálgaðist eyjuna, skaut hann Ijósskoti og um leið var báti hrundið úr vör og mennirnir komu að kofanum á ströndinni, þar sem kona Serafins stóð og beið. — Fyrirgefðu, móðir, sagði Craig. - Ég . . . — Nei, sagði gamla konan. — Þinn tími kemur. — Já, svaraði Craig. — Því heiti ég þér. Svo leið yfir hann. Fimmti kafli. Dr. Stavros Kouprassi var lág- vaxinn, hnellinn og snar í hreyf- ingum. Að faðir hans og móðir skyldu vera Serafin og María, hafði Craig alltaf fundizt nokkurt krafta- verk. Honum fannst að Stavros hlyti að hafa lifað að minnsta kosti þrjá mannsaldra í Aþenu til að öðlast svo mikinn menntunarbrag, svo yfirnáttúrulega fágað viðhorf til alls, sem gerðist hjá honum og í öllum heiminum. Hann hafði ver- ið fimmtán ára, þegar Craig hitti hann fyrst 1943 og unnið á bát föður síns eins og Craig hafði einu sinni unnið með sínum föður. Jafn- vel þá hafði hann verið fágaður, vandlátur í klæðaburði og snyrt- ingu. A allri Andraki var enginn, sem leit út og hagaði sér jafn l(kt Aþenumanni og Stavros; hnellinn, gljáandi. Nema að einu leyti. Jafn- vel aðeins fimmtán ára var Stavros listamaður með hn(f. Enginn á eyj- unni komst í hálfkvisti við hann. Þessvegna hafði hann verið valinn til að drepa varðmanninn utan við fangelsið. Fangelsið geymdi einn mann, kennara að nafni Andreou, og fang- elsisins var gætt eins og banka- hvelfingar. Andreou var 1943 yfir- njósnari neðanjarðarhreyfingarinn- ar á Andraki og Þjóðverjarnir vissu þetta. Það var nauðsynlegt að frelsa Andreou, áður en Gestapo kæmi til Aþenu að ná úr honum leyndarmálunum, svo nauðsynlegt, að skilaboð höfðu verið send til Special Boat Service og Miðjarðar- hafsfleyta, mönnuð sérfræðingum, hafði verið send til hjálpar. Meðal þeirra var Craig og lágvaxinn, dökkur, hættulegur maður að nafni Rutter. Craig var ungur þá, ekki ýkja mikið eldri en Stavros, en þó hafði Stavros haft ótta af honum frá upphafi. Hann hreyfði sig svo hratt, þó svo varlega; ákvarðanir hans voru svo öruggar, vopnin svo snjöll. Hann meðhöndlaði þau eins og listamaður meðhöndlar penslana sína, kunnuglega en þó með var- úð, næstum ást. Á Andraki hafði Stavros séð dauðann mörgum sinn- um; hann hafði aldrei séð neinn, sem notaði hann á sama hátt og Craig notaði hann, hann óttaðist Craig. Þegar þeir fóru til að frelsa And- reou, voru þeir sviknir. Varðmað- urinn var þar að vísu — Pólverji, sem mátti missa sig — og Stavros náði honum og drap hann, hrein- lega, fimlega, en í sama bili varð allt brjálað og handsprengjuliðarn- ir eins og spruttu upp úr jörðinni og komu til að drepa. Einn þeirra greip hann, sneri upp á höndina, sem hélt á hnífnum og þvingaði handlegginn aftur fyrir bak, og í martröðum sínum minntist Stavros þess nákvæmlega, hvernig hann hafði fallizt klofvega ofan á Pól- verjann, þegar það gerðist, og 18 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.