Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 34

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 34
Konur voru svo óútreiknanleg- ar. Já, í þorpinu hans heima var víst kona sem hafði verið dauð- skotin í bónda sínum þangað til barn þeirra fæddist, en eftir það vildi hún hvorki heyra hann né sjá. Gat ekki hið gagnstæða eins vel átt sér stað? Og fyrst hann hafði beðið hana að giftast sér, hlaut hún að sjá að hann var heiðarlegur maður. Drottinn minn hve hjartaknosandi hún var áðan þegar hún reigði svona höfuðið aftur á bak og hve að- dáanlega var hún ekki máli far- in! Engin leikkona hefði gert það betur að tala fyrir máli sínu. Voru ekki Frakkar allra þjóða bezt máli farnir? Hvað þetta var gáfuð stúlka. Þó að hún and- mælti honum og ávítaði hann var unun að hlusta á hana. Þó að hann hefði fengið góða menntun, var ólíku saman að jafna, hon- um og henni. Hún var háment- uð.“ „Æ, hvílíkt flón er ég,“ sagði hann við sjálfan sig á leiðinni. Hún hafði sagt að hann væri stór og sterkur og laglegur. Mundi hún hafa sagt það ef hún hefði ekki meint það. Og hún hafði sagt að barnið mundi fá ljóst hár og blá augu eins og hann. Var þetta ekki órækur vottur um að hún væri að því komin að láta í minni pokann fyrir hon- um. Hann hló með sjálfum sér. „Ætli þetta lagist ekki? Koma tímar koma ráð.“ Vikur liðu. Liðsforinginn í Soissons var rólegur maður við aldur, og vegna þess að hann var efablandinn um það sem verða vildi þegar voraði, var hann vægur við undirmenn sína. Það stóð í þýzkum blöðum að þýzki loftflotinn væri langt kominn að sigra England, og að þjóðin væri viti sínu fjær af hræðslu. Kaf- bátar sökktu fjölda skipa, og þjóðin sylti. Uppreisn yfirvof- andi. Áður en sumarið væri á enda mundi herraþjóðin ráða yf- ir öllum heiminum. Hann skrif- aði heim og sagði foreldrum sín- um að hann ætlaði að giftast franskri stúlku og fá ágæta jörð í kaupið. Hann stakk upp á því að bróðir sinn tæki lán til að kaupa sinn hlut í jörðinni en nú væri stríðinu svo fyrir að þakka, að verðið væri afarlágt. Hann fór með Périer að skoða landareignina. Gamli maðurinn hlustaði þegjandi á þegar hann var að útmála fyrir honum hvernig hann ætlaði að hafa hitt og þetta, áhöfnina þurfti að endurnýja, og enginn vandi fyr- ir hann, sem var Þjóðverji, að gera það. Dráttarvélin var orðin mesta skrapatól, og hann sagðist mundu útvega nýja frá Þýzka- landi, og vélknúinn plóg. Ef landbúnaður átti að svara kostn- aði, var engin önnur leið en að hafa vélar til alls. Frú Périer sagði honum á eftir, að maður sinn hefði sagt, að hann væri ekki neitt vitlaus, hann virtist vera heima í þessu öllu. Nú var hún orðin mjög vinsamleg við hann og bauð honum í matinn á sunnudaginn. Hún kallaði hann Jean á frönsku. Hann var ætíð boðinn og búinn að vera til geðs og þægðar, og eftir því sem lengra leið og Annette varð þyngri til vika, þótti þeim betra að hafa einhvern dugandi sér til aðstoðar. Annette var alltaf jafn fjand- samleg. Hún yrti aldrei á hann nema til að svara ef hann sneri sér beinlínis að henni, og var horfin upp í herbergið sitt óð- ar en tækifæri gafst. Þegar hún gat ekki hafzt þar við fyrir kulda, settist hún við arnininn, fór að sauma eða lesa en mælti ekki orð, og virtist hafa gleymt því að hann væri þar. Hún var við beztu heilsu, og Hans fannst hún vera falleg. Hún var rjóð í kinnum, og bar með sér virðu- legan þokka. Svo var það einn dag þegar hann var að koma, að hann sá hvar frú Périer stóð úti við vegarbrún og veifaði til hans til þess að stöðva hann. Hann hemlaði ákaft. „Hér er ég búin að bíða í klukkutíma. Ég var farin að halda að þér munduð ekki koma. Þér verðið að snúa við. Pierre er dáinn.“ „Hver er hann?“ „Pierre Gavin. Kennarinn, sem Annette ætlaði að eiga.“ Hans varð ákaflega feginn. Hvílíkt lán. Nú þóttist hann engu þurfa að kvíða. „Tekur hún þetta sér nærri?“ „Hún hefur ekki grátið neitt. En þegar ég ætlaði að yrða á hana varð hún öskuvond. Ef þér kæmuð í dag er ég hræddust um 34 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.