Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 50

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 50
UNGFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá NÓA. HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? Það er alltaf saml leikurinn f henni Ynd- isfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans N6a einhvers staðar í blaðinu og heitlr góðum verðlaunum handa þeim. sem getur fundið örkJna. Verðlaunin eru stór' kon- íektkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðandinn er auðvitað Sælgætisgerð- in Nói. Nafn Helmlll Örkln er á bls. Sfðast er dregið var hlaut verðlaunin: Helgi Ketilsson, Hrauntungu 71, Kópavogi. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 40. tbl. aftur. Þar að auki var hún að farast úr þreytu. Og það skipti engu máli hvar hún væri — meðan hún svaf. Hún opnaði eina töskuna. Hún hafði ekki tekið nein náttföt með. Hún hafði ekki búizt við að sofa annars- staðar en heima. Hún rótaði í töskunni og fann af tilviljun, ísaumaðan náttkjól, sem einn sjúklinga hennar hafði gefið henni í kveðjuskyni. Alan hróp- aði til hennar í gegnum lokað- ar dyrnar: — Hentu náttfötunum mínum fram. Þau eru undir koddanum. Hún fann þau uppvafin, eins og karlmenn eru vanir að ganga . frá náttfötunum sínum, opnaði dyrnar varlega og rétti þau fram. Hún litaðist um, hvort þar væri lykillinn að dyrunum, en sá eng- an. Hún yppti öxlum og hugs- aði: — Nú jæja, það á víst að vera svona. En hendur hennar skulfu, þegar hún dró náttkjól- inn yfir höfuðið. Hún var í þann veginn að fara upp í þegar Alan barði dyra. — Ertu komlnn upp í? — Ég er að fara. — Gott, þá kem ég inn til þín. — Já, en . . . . Hann hafði þegar opnað dyrn- ar. Hann kom hraðstígur inn. Hann var í röndóttu náttfötun- um, sem hún hafði rétt honum. Hann gekk út að glugganum, dró gluggatjöldin frá og sagði svo hárri röddu: — Það er gott að fá svolítið frískt loft, meðan við sofum, ásti mín. Hún var ævareið. Hvernig vogaði hann sér að ryðjast svona • inn til hennar, þegar hún var búin að hátta sig? Og rífa frá glugganum, svo að allir úti á götunni gætu séð þau? — Hvað ímyndarðu þér . . byrjaði hún. En hún komst ekki lengra. Hann stökk til hennar og dró hana svo fast upp að sér, að hún gat ekki slitið sig lausa. Hún opnaði munninn til þess að mótmæla, ef til vill til að æpa, en áður en hún gæti komið upp nokkru hljóði, hafði hann lokað munni hennar með kossi. Og hann kyssti hana öðruvísi en hún hafði nokkurntíma verið kysst áður. Það vottaði fyrir rudda- skap í kossinum. Hún gat ekki barizt á móti honum og hún gat ekki æpt. Hún hafði enga hugmynd um, hve lengi þetta á- kafa faðmlag hans hafði staðið, en allt í einu sleppti hann henni og slökkti Ijósið yfir rúminu. — Farðu nú upp í og reyndu í drottins nafni, að vera ró- leg, sagði hann. Hún vissi ekki, hvers vegna hún hlýddi honum, en hún gerði það, og um leið kraup hann á kné við hliðina á rúminu hennar. Hún var ennþá reið og rugluð. Það var dauða- kyrrð, eina hljóðið sem hún heyrði var hennar eigin hjart- sláttur. Svo andartaki seinna kom annað hljóð, hávaðinn í bíl, sem var ræstur og ekið burt. Al- an beið andartak, svo reis hann upp úr þessari krjúpandi stöðu, gekk þvert yfir herbergið og dró fyrir gluggann. Svo kveikti hann ljósið í loftinu. — Jæja, hvernig stend ég mig í hlutverkinu sem rómantískur brúðgumi? Mjög vel, er það ekki? Hann iðaði af hlátri. Hún var svo örmagna að hún gat ekki gert annað en að hálf- hrópa: — Viltu vera svo al- mennilegur að segja mér, hvað allt þetta á að þýða? — Já, auðvitað. Hann vinur þinn lagði bílnum sínum hérna fyrir utan. Hann var í rjómagul- um sportbíl, var það ekki? Ég sá hann í gegnum gluggann. Ég gat mér þess til, að hann ætlaði að fylgjast með því hvort þú yfirgæfir íbúðina hér í kvöld eða ekki. Mér fannst að það væri vissara að leika ástheitan elsk- huga til þess að fullvissa hann. Og það virðist hafa heppnazt. — Það hefði nú verið réttara hjá þér að vara mig við. Það hefði getað farið svo, að hann hefði séð brúðgumann fá ær- legt kjaftshögg frá brúðiniii! sagði hún. — Nei. Ég hélt þér svo fast, að það var ekki nokkur mögu- leiki, sagði hann og hvarf í gegnum dyrnar. NBRP- KONAN MEÐ ÞOKU- LÚÐURINN Þegar þau lentu í Singapore, trúði Fay því ekki almennilega, að þau væru komin alla leið. Henni fannst ekki svo langt síð- an hún hafði kvatt Sir Frede- rick í London þetta gráa rign- ingarkvöld, og það fór hrollur um hana, ekki eingöngu vegna kuldans. Hún hafði ákveðið hugboð. Hún átti ekki aðeins að fljúga inn í þessa dimmu þoku- nótt, heldur einnig inn í hið ó- þekkta og hættulega. Henni var ekki mikil stoð í því, þótt hún væri ekki ein. Eftir sýninguna, sem þau höfðu haldið fyrir Char- les, var Alan ennþá stuttaralegri, eins og hann vildi undirstrika að allt, sem hann tæki sér fyrir hendur — jafnvel kossarnir — væri aðeins vegna starfsins. En þurfti hann að undirstrika það svona vandlega? Það fór ekki aðeins í taugarnar á henni, heldur særði hana einnig. Það var leiðinlegt, að þeim skyldi ekki geta komið betur saman. Þá hefðu þau jafnvel getað skemmt sér eitthvað um leið. Þegar þau sátu hlið við hlið í flugvélinni, gat hún ekki látið það vera að horfa á vangasvip hans. Hún velti því fyrir sér, hvort Sir Frederick hefði sagt honum einhverjar slæmar frétt- ir. Allt í einu ýtti hann við henni og benti á skilti, sem á stóð: — Spennið beltin. Reykingar bann- aðar. Framhald í næsta blaði. 50 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.