Vikan


Vikan - 01.12.1966, Qupperneq 16

Vikan - 01.12.1966, Qupperneq 16
Hvað vorö um vesalings Pétur! The Kinks hafa nú oröið sér úti um nýjan bassaleikara, og heitir sá John Dalton. Pete Quaife, sem leikið hefur me ðhljómsveitinni til skamms tíma liggur á sjúkrahúsi í London og er sagð- ur þungt haldinn. Aðeins læknar hans vita með vissu, hvað honum líður. Það, sem við vitum, er þetta: Hinn 4. júní s.l. voru Pete og bílstjóri liljómsveitarinnar á leið til London. Það var dimmt yfir og hált á götunum. Skyndilega missir bílstjórinn stjóm á bílnum, bíllinn dansar á götunni en lendir síðan á vörubíl, sem kemur ak- andi á móti. Bístjórinn kastaðist út á götuna gegnum gluggann, en Pete sit- ur samanklemmdur inni í bílnum. Fyrst í stað héldu læknar, að Pete yrði rólfær að mánuði liðnum, en hann fótbrotnaði mjög illa á vinstra fæti. Nú eru um það bil fjórir mánuðir síð- an slysið varð. Og enn getur Pete ekki gengið, að því er sagt er. Hann mun einnig vera lamaður á vinstri hendi eftir taugaáfallið, sem hann fékk, þeg- ar slysið varð. Eins og fyrr segir, er það John Dalton, sem komið hefur í staðinn fyrir Pete sem bassaleikari The Kinks. John, sem er 22 ára gamall, er talinn í hópi fremstu bassaleikara í brezkum hljóm- sveitum. Hann lék áður með hljóm- sveit, sem hét Mark Four. Satt bezt að segja er ekki gott að átta sig á, hversu sannar sögumar um líðan Pete Quaife eru. Blöðum ber nefnilega alls ekki saman — og ekki alls fyrir löngu lásum við í dönsku blaði, að Pete væri hinn brattasti og hyggðist ganga að eiga danska stúlku innan tíðar —• og þar með að setjast að í Danmörku, því að sú tilvonandi vildi hvergi annars staðar eiga heima. Sumir hafa sagt, að sögurnar um Framhald á bls. 32. ðSKADRAONURINN HEfUR RÆIZI Skömmu áður en Herman's Hermits komu hingað til lands, höfðu þeir tilefni til að gera sér glaðan dag. Þeir undirrituðu samning við kvikmyndafélag í Banda- ríkjunum, sem tryggir þeim hvorki meira né minna en 160 milljónir ísl. króna næstu fimm árin. Um þess- ar mundir fer Hermann með hlutverk ungs hertoga í kvikmynd, sem gerð er eftir sögu Oscars Wilde, „Vof- an í Canterville“. Mótleikarar Hermanns eru Douglas Fairbanks og Michael Redgrave. Á yngri árum Her- manns var það óskadraumur hans að verða leikari. Og nú hefur hann dottið í lukkupottinn — aðeins 18 ára gamall. 16 VIKAN 48-tbI' LagiS Guantanamera var orðið vel þekkt hérlendis, þegar það komst skyndilega á vinsældalista í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Þrír heiðurs- menn frá Paraguay, sem komu fram í Glaumbæ, léku og sungu þetta lag við miklar og góðar undirtektir — og ó þjóðhátíðinni í Eyjum í sum- ar sem leið, söng Ríó-tríóið lagið Guantanamera og kallaði það „Blandaðu meira". Lagið tók þó ekki að berast um heimsbyggðina, fyrr en The Sand- pipers tóku tig til og sungu það á plötu. Hér eru á ferðum þrír ungir menn frá Suður-Kaliforniu. Þeir byrjuðu að syngja saman í skóla og hafa sungið inn á nokkrar plötur en aldrei slegið í gegn fyrr en nú. Kvenmannsröddin, sem á piötunni heyrist, tilheyrir ekki tríóinu í ver- unni. Þeir félagar fengu eina vin- konu sína til að syngja með i þessu lagi. Hugmyndina að heiti tríósins fengu þeir, er þeir höfðu séð kvik- myndina The Sandpiper með Elizabet Taylor og Richard Burton í aðalhlutverkum — en sandpiper merkir annars sendlingur. I

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.