Vikan


Vikan - 01.12.1966, Síða 33

Vikan - 01.12.1966, Síða 33
Skeytið var til Udde, með fyr- irmæli um að senda mann á hesti með tvo benzínbrúsa til móts við Spijkerinn út á Gobi eyðimörkina. Hann undirstrik- aði að þetta væri aðeins varúð- arráðstöfun. Du Taillis sendi skeytið, án athugasemda. Borghese stóð við orð sín. Hann var snemma á fótum og lagði af stað á tilteknum tíma. Vegurinn skánaði, þegar kom aðeins frá Pong-Kiong, og við tók hörð slétta, svo Borghese jók hraðann upp í 60 mílur á klukkustund. Ítalarnir gáfu sér tíma til að vera ferðamenn. Þeir stönzuðu til að virða fyrir sér vel gerð mannvirki. Þeir tóku myndir. Annars var töluverður vindur þennan dag, og nú tók að fjúka í augu þeirra. Gobi eyðimörkin var framundan. Hún er gamall vatnsbotn og leiðin niður á hana liggur nið- ur snarbrattan bakka. Hitinn skall yfir þá, næstum óbæri- legur. Yfir þetta land fór enginn ða degi til. Allt var krökkt af beinagrindum uxa, kameldýra og múldýra. Eftir margar míl- ur fundu þeir brunn, en þegar þeir helltu vatninu yfir höfuð sín, komust þeir að því, að hör- undið á andlitum þeirra var þegar brostið og blæðandi. Þeir héldu áfram. Eftir langa ferð á jafnsléttu, óku þeir nið- ur annan sandbakka. Þetta var lægri hluti eyðimerkurinnar. Þessi hluti hennar var sá sem allir óttuðust mest, 40 milna breið sandslétta, og allir vissu að þarna var útilokað að ferð- ast nema á nóttunni, því þegar sólin var hæst á himni mundu allir deyja, nema þeir allra sterkustu. Klukkan tvö um dag- inn, mættu þeir fótgangandi manni, sem teymdi á eftir sér kameldýr, með tveimur 45 lítra brúsum af bensíni. Hann stöðv- aði þá og rétti þeim símskeyti. Það var stílað til du Taillis, og þeir réttu honum það aftur. Þeir gerðu honum skiljanlegt, að hann yrði að halda áfram til suðurs og afhenda Godard og du Taillis bensínið. Svo héldu þeir áfram og loksins sáu þeir hina einmanalegu ritsímastöð í Udde. Þar tók ritsímastjórinn, mister Johnson, hjartanlega á móti þeim. Du Taillis sá ekki betur en að Godard væri í vondu skapi, þegar þeir lögðu af stað um morguninn. Hann yppti öxlum og benti eftir Itölunni. — Við verðum að gera okkar bezta til að týnast ekki í dag. Það er nóg á einni ferð að vera búinn að týna tveimur mönn- um. Hann ók þegjandi meira en mílu og nam þá allt í einu stað- ar. — Hvar er Pékine? spurði hann snöggt. Þeir uppgötvuðu að tíkin hafði orðið eftir. FRAMLEIÐANDI ÍSLENZK HÚSGÖGN HF. KÓPAVOGI AUÐBREKKU 53 SÍIVII 41690 KAUPIÐ ÞIÐ STÓL, ÞÁ KAUPIÐ GÓÐAN STÓL - NORSKI HVÍLDARSTÖLLINN — Við erum komnir svo stutt, það er eins gott að við snúum við og sækjum hana, sagði du Taillis. — Aldrei á ævinni, svaraði Godard, — ég vil ekki láta það sannast á mér að ég hafi fórnað sigrinum fyrir eina hundtík. Ég mun aldrei krefjast þess af Spijkernum mínum, að hann fari meter fram yfir það sem nauðsynlegt er til að ná París. Svo þagnaði hann og bætti við eftir stundarkorn: — Það er skömm af því, en svona er það. Það var þá, sem du Taillis fór að skiljast, að eitthvað var að. Pons hafði staðið þögull við farartœki sitt síðan i dög- un, og starað í áttina þangað sem■ félagar hans vœru vœntanlegir. Svo tók hann ákvörðun: — Við skulum eyða þessum hálfa lítra, sem eftir er, og fara til móts við þá. Þeir settu í gang og óku af stað. Eftir stundarfjórðung þagnaði vélin. Þetta var klukkan fimm um nóttina. — Við skulum ganga, sagði Pons. Þeir lögðu af stað. Pons reiknaði með, að þeir fœru sex kílómetra á klukku- stund. Klukakn varð ellefu. Þeir höfðu gengið yfir tuttugu mílur. Þeir höfðu ekki farið fram hjá neinum þorpum. Engar hirðingjatjaldbúðir séð, og heyrðu ekkert í mótorum. Þorstinn var æðisgenginn. Þeir leituðu að vatni. Þeir fundu poll fullan af leðju og hálfdauðum pöddum. Þeir köstuðu sér niður og svelgdu leðjuna, en spýttu út úr sér stœrstu pöddunum. — Við verðum að snúa við, sagði Pons. Þeir sneru við og fóru sömu leið og þeir höfðu komið. Þeir áttu nú orðið erfitt með gang, og það tók þá átta klukkustundir að ná farartœkinu. Þeir höfðu engan séð. Klukkan var sjö um kvöld- ið. Þeir voru fárveikir. Þeir lögðust á jörðina og þeir sváfu þungum svefni, milli þess sem þeir köstuðu upp. Eftir að Godard hafði ákveðið að skilja Pékine eftir, ók hann hratt. Hann ætlaði svo sannar- lega að vera á undan de Dion bílunum. Þeir renndu sér ofan á eyðimörkina, fram hjá beina- grindunum. Þetta gekk vel. Þeir reiknuðu nú með að vera komn- ir áttatíu kílómetra. Tvö hundr- uð voru eftir. Vélin í Spijkernum hóstaði, og þagnaði síðan. Bensínlaus, sagði Godard. Du Taillis formælti. — Ég á ennþá fimm eða sex lítra eftir hérna aftan á, en ég ætla að láta Cormier halda, að ég eigi ekki neitt. Ef ég næ tíu 48. ibi. VIKAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.