Vikan


Vikan - 01.12.1966, Side 41

Vikan - 01.12.1966, Side 41
fyrir trjágróðri framundan. Grasið varð grænt og þar voru kýr á beit. Nú var eyðimörkin að fullu og öllu að baki, og bráð- um voru þeir komnir út úr Mongólíu. Milli tveggja fjalla sáu þeir höfuðborgina, Urga. Fjarlægðin var 15 kílómetrar, 10 mílur, en tók tvær klukku- stundir, vegna þess hve jarð- vegurinn var laus í sér, og þeir þurftu að fara yfir sex ár, allt útár stórfljótsins Tola. Þeir lentu fyrst í kínverska hluta borgarinnar, þaðan var þeim vísað yfir í rússneska hlutann. Þar í rússnesk-kínverska banlc- anum, var tekið höfðinglega á móti þeim, og það á frönsku. Það var Madame Stepanoff, bankastjórafrúin, sem fagnaði þeim, eins og týndum sonum. Cormier leitaði Borghese uppi. Sagði honum hvað komið hafði fyrir Spijkerinn, og að hann hefði rétt í þessu fengið skeyti um að hann væri kominn til Udde, og du Taillis og Godard áætluðu að vera komnir til Urga eftir tvo daga. — Þeir biðja okk- ur að bíða sín hér, og ég er kom- inn til að biðja þig að gera það. Við Collignon munum að sjálf- sögðu ekki fara, fyrr en þeir koma. Prinsinn svaraði því til, að hann hefði ekki tíma til þess. Þegar hann kæmi út fyrir Urga, yrði hann að fara á vaði yfir ána Iro.Hann hafði fengið upp- lýsingar um, að vegna úrkom- unnar í fjöllunum væri Iro nú fjögur fet á dýpt, og mætti ekki meira vera fyrir bíl. Slæmt veður væri í vændum, og hann ætlaði ekki að láta Iro loka sig inni. Hann ætlaði að fara næsta morgun klukkan fjögur, en hann myndi bíða eftir hinum í Irkutsk, en þangað áætlaði hann að koma eftir níu daga. Þegar Borghese prins fór frá Udde, í dögun, á fimmtudegi, tuttugasta júní, skildi hann eftir þau skilaboð hjá mister John- son, að hann ætlaði að bíða eft- ir hinum í Urga í tvo daga, en skar nú biðtímann niður um helming. Víkjum nú sögunni aftur til félaganna á Spijkernum. Þeir voru veikburða, en þó hressir og bjartsýnir, þegar þeir stukku upp í Spijkerinn næsta morg- un. Þeim hafði aldrei sýnzt sól- arupprásin svo fögur. Báðir höfðu aðeins eitt í huga. Það var að æja ekki í Tuerin, heldur að halda áfram beint til Urga. Álagið yrði á Godard. En du Taillis vantreysti honum ekki. Godard ók eins hratt og hann mögulega gat. Þeir klifu bratt- ann, renndu sér niður brekkur, Þutu yfir sléttur og sanda, eina ómakið, sem þeir gerðu sér, var að gera úlfaldalestum, sem þeir mættu eða fóru fram úr, einhvern grikk, í von um að ein- hver þeirra væri úlfaldalestin, sem fram hjá þeim fþr í eyöi- mörkinni án þess svo mikið sem staldra við. Þeir voru gersam- lega matarlausir, það eina sem þeir höfðu með sér var töluvert af köldu tei, sem þeir fengu í Udde. Þeir drukku hvor sína flöskuna á tveggja klukkustunda fresti, en námu ekki einu sinni staðar til þess. Eftir tólf klukku- stunda þrotlausan akstur, náðu þeir Tuerin fjöllum. Þeir voru komnir hálfa leið til Urga. Víða á þessari leið var mikið slétt- lendi og gott að aka og Godard hafði kveikjuna eins hraða og hægt var og 'bensínið í botni. Svo komu ljósaskiptin og myrkrið féll á. Það var skýjað, svo þeir höfðu lítið gagn að tunglinu. Allt í einu snarstanz- aði Godard. Stór gjá var beint frammi fyrir þeim. — Við erum villtir, sagði Godard. — Hér eru engir síma- staurar. Við hefðum átt að fara til vinstri. — Nei, sagði du Taillis. — Við eigum að fara til hægri. Við fór- um þvert undir símalínurnar fyrir stundarfjórðungi. Þeir óku í hringi í myrkrinu og reyndu að finna brautina. Að lokum fundu þeir símastaur- ana, en engan slóða. Þeir fylgdu stauralínunni og loks náðu þeir einhverju, sem líktist slóða. — Nú fáum við okkur vatns- glas, sagði Godard, — og höld- um svo áfram. Tunglið brást þeim gersam- lega. Það var bikamyrkur. Du Taillis klöngraðist úr úr bílnum og kveikti á gasljósunum. Það var um miðnætti. Klukkan varð eitt — tvö — þrjú. Þeir voru farnir að sjá tvöfalt af svefn- leysi, og vegurinn var slæmur. Að lokum ákváðu þeir að sofa eina klukkustund. Þeir hreiðr- uðu um sig í sætunum. Kuldinn vakti þá klukkan hálf fimm. Þeir lögðu aftur af stað. Landið var mishæðóttara, í fjarska greindu þeir trjágróður. Urga hlaut að vera nærri. Þeir rendu sér niður brattar brekkurnar, að útám Tola. Þeir sáu móta fyrir Urga milli fjallanna. Sólin var tekin að skína ofan í dalinn og þeir, sáu glampa á gul þök grænar pagóður og oddhvassan bjölluturninn á ortodox kirkjunni í rússneska hlutanum. Hefðu þeir verið betur vakandi, hefðu þeir sýnt meiri varkárni, þegar þeir óku yfir útár Tola, en nú létu þeir skeika að sköpuðu, og hugsuðu um það eitt að fara nógu hratt. Allt gekk vel og þeir óku gegnum borgarhlið kín- verzka hluta höfuðborgarinnar, á slaginu klukkan fimm. Du Taillis hafði aðeins eitt í huga — símstöðina, og þangað lágu símalínurnar. Þar voru allir í fasta svefni, en hann knúði dyra og lét sér ekki segjast fyrr en hann fékk afgreiðslu. Le Matin, Paris, Udde, Gobi, BVRJIB AB NOTA PIERRE ROBERT SNYRTIVÖRUR ÍDAG ÞÉR VERÐIÐ ÁNÆGÐAR Fóið ekkert betra fyrir gott verð. ALLTAF það nýjasta Núna — make up — með „Push Button", Helzt ferskara, jafnast betur ó andlitinu—, Margt annað á boðstólnum — Sjáið það í dag. ORIGINAL Fyrir menn ykkar- Fáið fyrir þá, það sem þeim líkar bezt. Núna fáanlegt fyrir jólainnkaupin. ISLENZK-AMERISKA Verzlunarfélagið H/F • Aðalstræti 9, Simi-17011 Rcykjavík: Oculus, Mirra, Gjafa- og snyrtivöru búðinni, Gyðjan, Snyrtivöruverzlunin, Laugaveg 76, Mæðrabúðin Domus Medica v/Egilsgötu, Snyrtihúsið, Austur- stræti 9, Akureyri: Apótek Akureyrar, Akranes: Snyrtivöruverzlunin Drangey, ísafjörður: Verzlunin ísól, Keflavík: Snyrtivöruverzlunin Ása, Siglu- fjörður: Kf. Siglufjarðar, Vestmanna- eyjar; Silfurbúðin. 48. tbl. VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.