Vikan


Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 9

Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 9
 ' 300X. Til vinstri er mælaliorðið og stýrið. Til hægri í mælahorðinu er sjón- varpið, sem sýnir hvað fyrir aftan er. Á hinni myndinni cr sýnt ofan í bílinn. Túrbínubíliinn. Svo sem sjá má, er nokkuð öðruvísi umliorfs undir húddinu, en á venjulcgum stimplabíl. General Tire & Rubber Co., og hefur þar margt verið gert í öryggisskyni, enda mun ekki af veita, eftir að sú fræga bók Unsafe at any speed kom út. Og þar sem gúmmíverksmiðja er annar aðilinn að þessum bíl, lætur nærri að allt er meira og minna á kafi í gúmmíi og svampi. Meðal annars er mjúk og fjaðrandi brík úr gúmmífroðu, klædd með vinyl, allt í kring innan í bílnum, meira að segja innan við mælaborðið. Mæla- borðið allt er gert úr sveigjan- legu efni, og á þetta að draga mjög úr höggi, þótt farþegar kastist fram á við í árekstri. Annað, sem gúmmíkarlarnir lögðu til, voru sætin, sem eru úr gúmmísvampi og plastefnum en ekki gormum, eins og tíðk- azt hafa. Það er hægt að halla bökunum á öllum fjórum stól- unum, þar að auki að snúa far- þegasætinu að framan í hring til að snúa móti aftursætunum, en ökumannssætið er fast. Þó er hægt að lyfta því og láta það síga með því að hleypa lofti í eða úr loftpúðum, sem eru undir því. Óþarft er að renna því fram og aftur, því ekkert er auð- veldara en renna stjórntækjun- um fram og aftur eftir geðþótta. Ekkert stýrishjól er í bílnum, aðeins tvö handföng, og stýrt með öðru eða báðum að vild. Þar eru líka við höndina stuð- rofar (pushbuttons) fyrir allt sem stýra þarf, meira að segja dyralæsingarnar. Ef einhver er fyrir og þörf að flauta, er nóg að kreista annað hvort hand- fangið. Allar þær upplýsingar, sem venjulega þarf að lesa af mælum eða spá í af ljósum, standa skýrt á skermi í mæla- borðinu, við hliðina á sjónvarps- skermi sem gefur nákvæma mynd af öllu því, sem fyrir aft- an bílinn er. f gólfinu eru ástig fyrir bremsu og bensíngjöf, hægt að færa þau fram og aftur eftir því sem hæfir fótalengd öku- mannsins, og eins og öll önnur stjórntæki eru þessi ástig „power operated", og svara þrýst- ingi fótanna án þess að færast niður á við —• með hvaða hætti er heldur óljóst af fréttum enn sem komið er. Það er einnig at- hyglisverð nýjung með stjórn- handföngin og það sem þeim fylgir, að það hverfur allt sam- an inn í mælaborðið þegar bíl- stjórahurðin er opnuð, en kemur í ljós á ný, þegar henni hefur verið lokað. Engir húnar eða hnúskar eru á bílnum að innan, allt slíkt hefur verið fellt niður í gróp, til að enginn geti meitt sig á slíku prjáli þótt til áreksturs komi. Öskubakkar ágætir eru í Framhald á bls. 37. „LAIT HYDRANT". þurr húð þarf meiri raka en húðvefirnir hafa við að framleiða. Til þess að bæta úr þessum rakaskorti framleiðir LANCASTER nú RAKAMJÓLK „LAIT HYDRANT", sem einkum er ætluð fyrir þurra og viðkvæma húð. Þessi áburður bætir húðina strax eftir fyrstu notkun. Húðin verður mjúk, fersk og notaleg. Útsölustaðir í Reykjavík: Tíbrá, Gjafa- og snyrtivörubúðin, Mirra, Orion, Skemmuglugginn, Holts Apotek, Tjarnarhárgreiðslustofan, Snyrtiáhald, Grensásvegi. Útsölustaðir úti á landi: Drífa, Akureyri, Verzlunin Ása, Keflavík, Betty, Neskaupsstað, Drangey, Akranesi. Ö. Skúlagötu 27 — Sími 21Ö7Q 3. tbi. VXKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.