Vikan


Vikan - 19.01.1967, Qupperneq 17

Vikan - 19.01.1967, Qupperneq 17
Parks, aftur til Cibels og síðan í áttina til Gran Via. Hank spurði: — Hefurðu ó- viðráðanlega löngun til að líta um öxl og sjá, hvort einhver veitir okkur eftirför? — Það er á mörkunum, að ég geti að mér gert að ganga aftur á bak, sagði Kay. — Mér þætti gaman að vita, hvar Charles er. — Ég vissi að þú varst að hugsa um það, sagði Hank. — Hefurðu nokkurn tímann séð svona banka? Hversvegna þurfa bankar að vera svona stórir? En í Madrid — hefurðu séð flug- málaráðuneytið? Það er svo stórt, að það gæti hýst allan spánska flugherinn, flugvélar, á- hafnir, flugvelli, allt. Ekki hugsa um Charles, Kay. Hugs- aðu um .... — Ég veit, Carlos Ferraz, sagði Kay. — Já ég veit — en . .. Nei, fyrirgefðu, ekkert en. —- Hvað er það? spurði Hank. — Við erum samherjar í þessu kalda stríði. — Heldurðu að það sé mögu- legt, sagði Kay, — að Trask sé nógu mannlegur til að láta okk- ur vita einhvernveginn, ef Charles hefur fundizt og allt er í lagi? Hank hló og svaraði: — Já, ég held að hann sé svo mannleg- ur, en ekki meira en svo. — Hvað ef Charles snerist allt í einu hugur um að hlaupast á brott? Hvað ef hann kæmi nú aftur heim á hótelið? — Og eyðilegði allt fyrir Trask? spurði Hank. — Þú get- ur verið viss um, að gatnanna umhverfis hótelið er gætt. Charles kæmist ekki nærri því, án þess að í hann næðist. — Og að Trask myndi fela hann? — Já, Charles yrði vel falinn. — Heldurðu að það sé mögu- legt? spurði Kay, að Trask væri næganlega mannlegur til að senda hann til föður síns í Stokk- hólmi. — Nei, sagði Hank. — Ekki svo mannlegur. Trask myndi á- líta það tilgangslausa áhættu. — Allt í lagi, sagði Kay. — Nú skal ég hugsa um Carlos Ferraz. Nú voru þau kominn til Gran Via. Þau fóru fram hjá bar, sem hét Chicote, og eitt andartak hætti Hank að hugsa um Charl- es, Carlos Ferraz, Trask, og hvern, sem ef til vill væri að elta þau, og honum varð hugsað til þess, að í kvöld, annað kvöld- ið hans í Madrid, gæti hann hafa verið á Chicotebarnum, gersam- lega áhyggjulaus, með yfrið nægan tíma til að virða fyrir sér fagrar og rándýrar stúlkurn- ar. Fjandans óþægindi, hugsaði hann, þetta kalda stríð. Hann skammaðist sín fyrir sjálfan sig og leit á úrið, sagði Kay að þau gætu gengið svolítið hraðar, flaug í hug, að þetta væri falleg stúlka, sem gekk við hlið hans, og útlit fyrir að hann ætti eftir að kynnast henni betur, hvort sem honum líkaði betur eða verr. Það var ekki svo mikil óþægindi, þetta kalda stríð. Þau fóru framhjá stórri verzl- un að nafni Sepu, og Hank nam staðar. — Hér er Posada del Mar, sagði hann. — Og ég hefði ekkert á móti að ,fá eitthvað að drekka, sagði Kay. — Ég skal drekka koníakið, en þú creme de menthe. — Ég vona að það sýnist ekki skrýtið, að ég velii piparmintu- líkkjör í staðinn fyrir koníak. — Það gerir það, en ég hata creme de menthe. ■— Ég dáist að þér fyrir það. sagði hann. Eigum við að sitia hér? Þau settust við borð yzt á gangstéttarbrúninni, með bakið að æðandi umferðinni. Sitt hvor- um megin við strætið voru gang- stéttarhúsin eins og litlar ný- lendur af hvítum borðum, og þíónar í hvítum jökkum flýttu sér á milli þeirra, hlaðnir þung- um bökkum. Og í ganginum milli borðanna var endalaus röðin af Madrilenos, þvaðrandi, natandi, eins og þeir voru vanir á kvöld- in. Þjónn kom að borðinu til þeirra og leit spyriandi á þau. — Hvað má bióða þér? spurði Hank. — Café con leche, svaraði hún. — Er það ekki það, sem það heit- ir? Og creme de menthe. — Tvo café con leche, sagði Hank við þióninn. — Creme de menthe og koníak. Þjónninn kinkaði kolli. tók tóm glös og óhreinan öskubakka af borðinu, lamdi á það með sam- anbrotnum klút og fór. Við eitt. af þessum borðum, hugsaði Kay, eða á gangstéttinni á leiðinni til þeirra, eða að nálg- ast í bíl, var amerískur starfs- maður í hlutverki barnsræningja, að færa þeim blýantinn. Hún leit í kringum sig og sá engan sennilegan, varla mögulegan. Við aðra hlið þeirra sat ungt og lag- legt par og hafði dregið barna- vagn upp að borðinu. Þau voru að borða rjómaís og við og við gáfu þau skæreygðu stúlkubarni, með göt í eyrnasneplunum fyrir eyrnahringa síðar meir, ofurlít- ið að smakka framan á skeið. Hinum megin við þau voru fjór- ir Spánverjar í áköfum deilum, þar fjær hópur ferðamanna við borð, sem svignaði undan glös- um, leiðsögubókum og mynda- vélum. Þeir sem voru á kvöld- göngu, gengu hægt og letilega framhjá og höfðu ekki áhuga á öðrum en sjálfum sér. Þjónninn kom aftur, setti drykkina fyrir framan þau . og lamdi aftur á borðið. Hann skrif- aði reikninginn og renndi honum undir undirskálina hjá Hank og var horfinn aftur. Hún sat hljóð og beið, og dreypti á dísætu rjómakaffinu. Það var í lagi, vissi hún, hún átti að gera það. Hún og faðir rænda drengsins myndu ekki einu sinni reyna að tala saman. Þau myndu aðeins sitja, bíða og reyna að fylgjast með. Þegjandi þáði hún sígarettuna, sem Hank bauð henni, og hallaði sér fram á við á móti kveikjar- anum, sem hann rétti yfir borðið. Svo tók hún út úr sér sígarettuna og ætlaði að fara að slá af henni í öskubakkann, þegar hún sá blýantinn. svartan og gullinn skrúfblýantinn, sem þjónninn hafði skilið eftir á borðinu. Þeg- ar hún greip andann á lofti, var það heils hugar og engin upp- gerð. Hún leit á Hank, og þótt hún vissi, að hann hafði þegar séð blýantinn, sýndi hann eng- an skilning. En auðvitað, hugs- aði hún svo, gat faðir Charles alls ekki vitað um þennan blý- ant, það var einn af þeim mörgu, sem móðir Charles hafði gefið honum á síðustu jólum. — Randall, sagði hún, og það var æsingur í röddinni: — Þessi blýantur, á ekki Charles hann? Hún tók hann upp. — Sko, hans nafn og nafn skólans. Siáðu. Hank þreif hann af henni og sneri honum milli fingranna. Charles Randall, las hann upp- hátt. — Morristown drengjaskól- inn. Hann þagði um hríð, en sagði svo þunglega. — Já svo þeir hafa hann þá. Kay kinkaði kolli. Hank starði á blýantinn í hendi sér eitt and- artak. Svo kreppti hann hnefann og blýanturinn brast í tvennt. Kay kom við handlegginn á hon- um. — Við þurfum ekki að vera hér lengur. Nú þegar við vitum það, þurfum við ekki að sitja hér. Hann skimaði um þar til hann sá þjóninn, og gaf honum þá merki. Þjónninn kom hægt í átt- ina til þeirra. Hank lagði blýantshelming- ana saman á borðið og spurði: — Þessi blýantur, hvar fékkstu hann? — Ég á hann. — Nei, sagði Hank. —Sonur minn á hann. Þetta er nafn hans og skólans hans í Ameríku. Þetta er blýantur sonar míns og ég er að leita að honum. Hvern- ig eignaðist þú þennan blýant? Þjónninn hristi höfuðið, eins og hann skildi ekkert. Hank lagði 1000 peseta seðil á borðið. — Hvernig eignaðistu blýantinn? — Ég fann hann í vasa mínum ásamt umslagi. Hann klappaði utan á vasann á hvíta þjóns- jakkanum. Ég veit ekki, hvernig það komst þangað. f umslaginu var bréf og 500 pesetar. — Lofaðu mér að sjá þetta bréf, sagði Hank. — Ég held ég sé ekki með það á mér. — Þúsund pesetar eru helm- ingi fleiri en 500, sagði Hank. Þjónninn hikaði andartak. Svo renndi hann hendinni í vasann og tók upp blátt umslag. Með hrevfingu sérfræðings hlamm- aði hann því á borðið, þreif peningana og var horfinn. Kay sá, að bréfið var skrifað með samskonar prentstöfum og hið fyrra, en þetta var á spænsku. Hank las það. — Hér stendur, sagði hann við Kay, — að ef þjónninn skilii blýantinn eftir á borði amerísks manns og konu, sem komi og kaffihúsinu klukkan hálf ellefu og panti tvo kaffi, koníak og piparmyntulíkjör, skuli hann fá aðra 500 peseta fyrir miðnætti. Jæja, kannski hann fái þá nú ekki. Okkar maður fylgist með okkur. Hann sá þjóninn vinna sér inn 1000 peseta. — Já, sagði Kay. — Auðvitað fylgist hann með. Hún minntist raddarinnar í símanum, og um hana fór eðlilegur hrollur. — Getum við ekki farið aftur heim á hótelið? spurði hún. — Jú, á stundinni, svaraði hann. — Næstu fyrirmæli koma þangað Hann þagnaði. Framhald á bls. 49. FRAMHALDSSAGAN 6. OLLTI BFTIIt WILLIAM OG AI OItY IIOOS 3. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.