Vikan


Vikan - 19.01.1967, Side 19

Vikan - 19.01.1967, Side 19
Frægust ástmeyja Sesars hefur orðiff Kleópatra, drottn- ing í Egyptalandi. Þau hittust fyrst þannig, að hún smyglaffi sér inn í affseturshöll hans, vafin í teppi. Hún hreif Sesar og hann fór meff henni í bátsferff uppeftir Níl. Hún fæddi honum son, sem var látinn heita Sesaríon, og flutti til Rómar eftir aff Sesar varff einræffisherra. Eftir aff hann var myrtur fór hún aftur til Egyptalands og giftist sjö árum síffar Antoníusi, hershöfðingja Sesars. Þau frömdu bæffi sjálfsmorff eftir aff erfingi Sesars, Oktavían, sigraði þau í sjóorrustunni viff Aktíum. Okta- vian lét til frekara öryggis drepa Sesaríon, sm hann óttaðist aff kynni aff keppa við hann um völdin í fram- tíffinni, ef hann lifði. Sesar í einkennisbúningi hers- höfffingja. Styttan er frá því um 30 fyrir Krists burð. á fund samsærisforingjanna tveggja, Brút- usar og Kassíusar, og hvíslaði: „Ég ráðlegg ykkur að hafa hraðann á.“ Samsærið var ekkert leyndarmál lengur. Gat Sesar hafa vitað um þessar aðvaranir og samt kosið að deyja? Um þessar mundir vissi hann, líkt og aðrir Rómverjar, að vandamál ríkis hans voru komin í óleysan- lega bendu. Eftir hálfrar aldar borgarastyrj- aldir hafði að vísu komizt á friður, sem var öllu heldur óheillavænleg þögn, sem aðeins óttinn við legíónir Sesars hélt við. Eldar haturs og öfundar loguðu glaðara með hverju árinu sem leið, og það var hann, einræðisherrann, sem var ábyrgur fyrir því að skapa öryggi úr óskapnaðinum. Hann sá enga leið út úr flækjunni og, eins og einn vina hans sagði síðar við Síseró, „ef maður með hans gáfur sá ekkert ráð, hver gat það þá?“ Hann var orðinn beiskur í geði, sviptur öllum tálvonum, og var hann kannski orðinn of þreyttur til að bægja frá sér dauðanum þegar hann virtist á næstu grösum — og jafnvel nauðsynlegur? Eða er það mögulegt, að Sesar hafi vísað aðvörununum á bug á þeirri forsendu, að slíkar ábendingar gætu aðeins snortið líf minniháttar manna og að hann hafi í raun og veru gert sér vonir um að koma lifandi út úr senatinu? Hann hafði ekki háar hugmyndir um möguleika ann- arra manna í háskalegum fyrirtækjum. Hann efaðist um að nokkur í Róm gæti drepið Sesar. Það var tilgangslaust, sagði hann. Hver myndi græða á dauða hans? Hann var farinn að hugsa um sjálfan sig sem þann burðarás, sem allt jafnvægi heimsins væri komið undir, hornstein, sem bæri uppi heila byggingu, ómissanlegt verkfæri mann- kynssögunnar. Nokkrum dögum fyrir fimmtánda mars sagði Sesar yfirlætislega: „Líf mitt er Róm mikilvægara en mér sjálfum. Ég er fyrir löngu búinn að fá nóg af völdum og dýrð. En ef eitthvað kemur fyrir mig, mun Róm einskis friðar njóta. Ný borgarastyrjöld mun brjótast út og sýnu illkynjaðri en hinar fyrri.“ Kannski gat Sesar ekki komizt hjá því að hætta sér. Hann hafði aldrei lifað var- lega, allt frá því að hann hóf feril sinn sem illræmdur skuldum vafinn svallari, sem flutti múgæsandi ræður á mannamót- um og átti þátt í vafasömum pólitískum refjabrögðum, auk þess sem hann svaf hjá lífsleiðum eiginkonum voldugra manna. Eðli hans dró hann af ómótstæðilegum krafti á móts við meiri og meiri hættur. í herferðum fór hann varlega aðeins þegar hann átti við 3. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.