Vikan


Vikan - 19.01.1967, Qupperneq 31

Vikan - 19.01.1967, Qupperneq 31
ST’ALH ÖSG'O'GN mw Sterk og vöndud Verd vid allra hæfi Gócfir greids I uski I m álar Litaval á plastáklædi og bordplasti Veltitappar á stólfótum án aukakostnadar ALLT i ELDHÚSIÐ Á SAMA STAÐ vid Ódinstorg sími 10322 — Hvemig líður samvizku þinni? sagði fröken Irvine. — Prýðilega, sagði hann. — Það eru smó flekkir hingað og þangað. — Myndi það hjólpa samvizku þinni, ef þú fréttir að það hafi ver- ið altalað að Nancy Price hafi reynt að hafa þig fyrir féþúfu. — Ég veit það ekki, ég óska henni alls hins bezta. Ég kæri mig ekkert um að rasgja hana. Fröken Irvine sagði: — Það geri ég ekki heldur, Bridgen. Ég hefi eng- an áhuga fyrir Nancy. Ég vona að þú fyrirgefir að ég spurði þig að þessu. Bridgen sneri sér við og brosti til hennar. Hún var töluvert minni en hann. Hann sagði: — Ég er nú svo vanur því að þér rekið úr mér garn- irnar, fröken Irvine. — Ég gleymdi mér alltaf, ég veit ekki hversvegna. Hún fleygði síga- rettunni á malarstíginn og steig of- an á hana. — Ég held við verðum að fara inn aftur, við erum komin alveg að lóðamörkum. — Bíðið þér, sagði Bridgen, — fröken Irvine, bíðið andartak. — Ég verð að fara inn. Hvað villtu mér, Bridgen? — Lítið þér upp, sagði hann, — lítið þér aðeins upp ( tunglsljósið. Fröken Irvine leit upp. — Þér eruð falleg, hvíslaði Bridgen. — Mig langaði til að heyra þig segja það, sagði fröken Irvine, — mig langaði til að heyra það aft- ur. — Þér eruð falleg, sagði hann aftur, — ég gæti horft á yður til eilífðar. — Ég held að þú meinir þetta, sagði fröken Irvine. — Guð veit að ég meina það, sagði Bridgen. Hann rétti út höndina og strauk um kinn hennar með fingurgómunum. Svo beygði hann sig niður og kyssti hana. — Ég elska yður fröken Irvine, sagði hann svo. í tunglsbirtunni sá hann eitthvað glitra í augum hennar og þessar glitrandi perlur runnu niður kinnar hennar. Fröken Irvine var að gráta. — Veiztu ekki einu sinni hvað ég heiti, sagði hún. — Kathleen, sagði hann, — ég elska þig, Kathleen. — Já, og ég elska þig líka, sagði hún. — Þetta er þokkalegt ástand. — Ég veit ekki, sagði hann, — ég elska þig bara. Við skulum gifta okkur. — Hamingjan hjálpi mér, sagði hún. — Hamingjan hjálpi mér. Þú ert ekkert að klípa utan af þvl. Hún hélt fast um hendur hans og tár- in, sem runnu niður kinnar hennar, drupu á hendur þeirra. Bridgen var gráti næst sálfur. Hann var algerlega glataður, ger- samlega á valdi tilfinninga sinna. Bridgen Cole var nú ástfangin af konu, sem í raun og veru hafði lagt lið til að móta hann. Tilfinningar hans voru hreinar og innilegar. Hann var alveg sáttur við þetta ástand. Fröken Irvine andvarpaði og allt í einu var hún ( faðmi hans. Bridgen umvafði hana, kyssti hana aftur og aftur, með mestu varfærni og blíðu. — Við verðum að fara inn aftur, sagði hún. — Slepptu mér, Bridgen, og kveiktu í sígarettu fyrir mig. Hún fór að leita að einhverju á gang- stígnum. — Ég hlýt að hafa misst töskuna mína einhversstaðar hérna, sagði hún. Hann gaf henn sígarettu, fann töskuna hennar og hélt á henni meðan hún náði í vasaklút og þurrkaði sér vel ( framan. — Komdu, sagði hún, — við verð- um að koma inn. Hvað á ég að gera við þig, Bridgen. Geturðu gleymt þessu öllu. — Nei, sagði hann. — Getur þú ■gleymt þvf? — Drottinn minn dýri, sagði hún, — ég ætti að gera það. Ég ætti svo sannarlega að gera það. Elsku vin- urinn, slepptu mér, ég meina alveg algerlega. — Hvernig? sagði Bridgen. Hún flýtti sér eftir stígnum. — Sjáðu, sagði hún, — það eru allir að fara heim. Fylgdu mér ekki eftir, lofaðu mér að fara einni inn. — Fröken Irvine! sagði Bridgen, — lofaðu mér að tala við þig á morgun. — Nei, sagði hún, — mér veitir ekki af morgundeginum og sunnu- deginum líka til umhugsunar. Þú kemur ekki nálægt mér, Bridgen Cole. Hún hljóp upp þrepin að ver- öndinni. Bridgen náði bílnum sínum út úr bílaþvögunni. Það var fullt af fólki ( kringum bílana. Hann sá tveggja lita bíl Buzzy Nortons. Buzzy og Nancy stóðu við hlið hans. Bridgen gekk til þeirra. — Halló, sagði Buzzy, ( hálfgerð- um vandræðatón. — Viltu kaupa bdinn. — Halló, ræninginn þinn, sagði Bridgen. — Við skulum koma, Nancy. — Heyrðu, hvað meinarðu? Ég ek henni heim. Hún kom með mér, sgaði Bridgen, — og ég ek henni heim. Nancy stökk upp í Oldsmobile-inn og smeygði sér niður í sætið. — Ég fer heim með þeim sem mér sýnist, sagði hún. — Jæja, þú getur ekki sagt að ég hafi ekki reynt að gera skyldu m(na, sagði Bridgen og ýtti við öxl- 3. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.