Vikan


Vikan - 19.01.1967, Side 24

Vikan - 19.01.1967, Side 24
. . þe '3r ég sé augu henn- ar veit ég svolítið meira; þessi fugl er ekki aSeins fallegur, heldur líka hættu- legur. Því við erum í full- om skrúða og það er svart leður, það bezta; og Ein- mana í skrúða sem myndi skeífa Andskotann .... Efftir James Munro 20. hluti Þegar hann kom þangað var Pia með partí. Herbergð var fullt af leik- urum og umboðsmönnum af því tagi, sem maður rekst ó [ Pickwick, eða Gerry, eða Buckstone, fólk með sleiktan persónuleika, fólk, sem hef- ur komizt langt, skemmtilegt fólk, fólk, sem hefur komið sér áfram eða er á leiðinni með að koma sér áfram, eða einfaldlega var á stjái hér og þar, og í miðjum hópnum var Pia í stuttbuxum, sem voru vit- undarögn of þröngar eins og vera bar, og froðukenndri ítalskri blússu, æpandi rauðri, eins og grænmetis- súpa með spaghetti. — John, æpti hún. — Engillinn, og þaut til hans, faðmaði hann og dró hann inn í sína eigin íbúð eins og hann væri ófús gestur. — John, sagði hún, — þetta er Howard og Margot og Eddie og Alan og Rachel og — ó, þú þekkir þau bráðum öll. Vill ekki einhver gefa John í glas? — Hér, sagði Eddie, feitlaginn þolinmóður framleiðandi, — reyndu þetta. Craig leit á kampavínsglasið. — Omerkilegt, litað vatn, sagði Eddie. — Við hljótum að vera að halda eitthvað hátíðlegt, sagði Craig. — Sannarlega. Pia var að ráða sig til okkar í sjónvarpsmyndaseríu, alls þrettán myndir. Konan í málinu. Hún verður stórkostleg. — Það segi ég, sagði Rachel. — Og trúið mér, ég ætti að vita það. Eg er umboðsmaður hennar. Frá hverjum ert þú? — Eg leik ekki, sagði Craig. — Leikurðu ekki, elskan? Mér datt líka í hug ,að þú værir blaðamað- ur. Þú lítur út fyrir að vera blaða- maður. — Ég er i róm og skrúfum. — Það var slæmt fyrir þig, elskan. Oþægilegt. Craig drakk ítalska kampavínið og tók að svipast um eftir meiru. Það var nóg af því og enginn skort- ur á smellnu, fyndnu fólki, sem hafði snjallar og fyndnar athuga- semdir á takteinum um rær og skrúfur og Craig létti, þegar hópur- inn fór að hugsa um mat undir klukkan átta. Um níuleytið tók Rachel undir handlegginn á honum og dró hann út í horn og leit á hann með kunnáttusamlegu viðurkenn- ingaraugnaráði, sem umboðsmenn og kvikmyndaframleiðendur eiga sameiginlegt með slátrurum og dómurum á nautgripasýningum. — Ég þarf að tqla við þig, sagði Rachel. — Um Piu. Kona, sem var framkvæmdastjóri sjónvarpsmynda- félags, gekk hjá með sinni frægu fyrirferð, rakst á Rachel og sendi hana í arma Craigs. Hann rétti hana af, fimlega, auðveldlega, eins og vanur póstmaður handleikur erfiðan böggul. — Drottinn minn, hvað þú getur verið harður, sagði Rachel. — Ertu að reyna að leggja mig? spurði Craig. — Að nokkru leyti vinur, að nokkru leyti. Ég vil að þú hættir við Piu. Craig þagði. — Þú hjálpar henni ekki, þú veizt það. Hún er s/fellt á þönum á eftir þér. Það hjálpar henni ekki á framagöng- unni. Craig spurði: — Ertu að segja mér, að hún eigi framagöngu? — Trúðu mér elskan, sagði Rachel. — Hún Pia okkar getur leikið. Ég sá prufumyndirnar hennar og hún er góð. Þessvegna er ég umboðs- maður hennar. Ég tek aðeins þá, sem eru góðir. Hún á eftir að komast mjög langt. — Hún hefur aldrei verið góð áð- ur, sagði Craig. — Og nú er hún alveg stórkost- leg. Það hlýtur eitthvað að hafa gerzt hjá henni. Hefurðu nokkra hugmynd um, hvað það er? Craig hugsaði um þau tvö, þar sem þeim var þrengt saman í lit- inn klefa, eins og tveimur hænum, og ofsafengin, æðisgengin átökin við Dyton-Blesae. Þjáningu ástar- brímans í klefanum hans á snekkju Naxosar. — Ekki minnstu, sagði hann. — Hún á eftir að komast svo langt, sagði Rachel, — nema þú tefjir fyr- ir henni. Ég held að þú ættir að láta hana eina um sinn. Leyfðu henni að vinna. Mig langar ekki að ógna þér elskan, en ....... — Nei, gerðu það ekki, sagði Craig. — Ég gæti farið að gráta. — Jæja þá, sagði Rachel. — Alveg rétt, sagði Craig og Rachel gretti sig. — Ekki hlæja að mér, elskan. — Mér er alvara. — Bara ef þú hefðir svipu, sagði Craig. Klukkan hálftíu voru aðeins Eddie og Rachel eftir og Eddie ræskti sig og snéri sér að Craig. Rachel sagði: — Ég er búinn að tala við hann, og Eddie varð hamingjusamur á svip- inn og fór með Rachel út í mat. 24 VIKAN 3- tb»-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.