Vikan


Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 8

Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 8
HEILSAN FYRIR ÖLLU! Chrysler verksmiðjurnar hafa, eins og allar stærstu bílaverk- smiðjur, ýmsar hugmyndir á prjónunum og vinna að úr- vinnslu þeirra jafnhliða sinni venjulegu framleiðslu. Tvær þær tilraunir, sem mesta athygli hafa vakið, er túrbína í staðinn fyrir stimplavél í fólksbíla, og tilraunabíllinn 300 X, sem gerð- ur var í félagi við General Tire & Rubber Co. Fyrir rúmu ári voru 50 reynslubílar með túrbínu settir í umferð; valið af handahófi úr hópi Chrysler viðskiptavina, þannig að alls hafa 203 haft bíl- ana 50 með höndum og notað þá við sínar daglegu ökuaðstæð- ur. Með þessu móti hefur fengizt dýrmæt reynsla til að byggja á, og svo jákvæð, að ástæða er til að ætla, að túrbínubílar verði fáanlegir áður en mjög langt um líður. Forráðamenn Chrysler segja, að fyrir þeim hafi aðallega vak- að að fá reynslu á hinum ýmsu hlutum túrbínunnar. Niðurstað- an sé sú, að þeir muni allir end- ast 100 þúsund mílur (176 þús. km.), eins og amerískum þyk- ir lágmark. Sannleikurinn er sá, að túrbínan hefur í flestum til- vikum komið afbragðs vel út úr reynslunni. Aðeins eldneytis- eyðslan hefur veri'ð óhagstæð, miðað við eyðslu stimpilvéla, án þess að keyra úr hófi. Önnur aðalatriði í sambandi við túr- bínuna eru þessi: Túrbínan er afburða gangviss og fer ljúflega í gang, jafnvel í aftaka kuldum. — Orkufall verður mjög lítið, jafnvel ekki eftir langa notkun (yfir 100 þús. km.). —- Viðhald á túrbínunum var sama og ekkert, borið sam- an við stimpilvélar. — Við- bragð og hraðaaukning reyndist í góðu lagi, þótt hestaflatala túr- bínunnar væri aðeins 130. Sum- um, sem vanir voru aflmiklum stimpilvélum, mislíkaði þó þetta atriði. Aðalkostir fram yfir stimpil- vélar eru taldir þessir: Vottar ekki fyrir titringi frá vél. •— Langtum lægri viðhaldskostnað- ur. — Túrbínan fer alltaf í gang, hversu kalt sem er. — Vél- arorkan fellur ekki, þótt túr- bínan slitni. — Miðstöðin heit svo að segja undir eins að vetri til. — Mjög lágt ganghljóð. — Túrbínan hikstar aldrei. Hliðartilraunir, sem gerðar voru jafnhliða túrbínutilraun- inni, gáfu ekki góða raun, svo sem að hafa alternator og start- ara í sama stykkinu. f framtíð- inni ætlar Chrysler að halda sig við gamla lagið, alternator og startara sitt í hvoru lagi. Chrysler 300 X er eins og áð- ur segir, gerður í félagi við NÝJDNGAR i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.