Vikan


Vikan - 19.01.1967, Side 41

Vikan - 19.01.1967, Side 41
í HÖTEL SÖGU VAR EINGÖNGU NOTAÐ THERMOPANE EINANGRUNARGLER Lne/imnp.ane ÞÉR FÁIÐ EKKI ANNAÐ BETRA EOOERT KIIISTJANSSOM CO. HF. SÍMI 11400 en Sesar hafði meiri áhuga á því að verða frægur en framgangi réttlætisins. Málsnilld hins irnga lögfræðings vakti mikla athygli og hópur fylgismanna tók að safnast að honum. Hann ákvað að mennta sig betur og sigldi til Ródos. Á leiðinni þangað var hann handsamaður af sjóræningjum, sem hann umgekkst eins og væru þeir þjónar hans. Þegar hann vildi fá sér blund, skipaði hann hinum hávaðasömu fangavörðum sínum að þegja, hann tók þátt í leikjum þeirra, reyndi málsnilld sína á þeim, kallaði þá ólæsa barbara og lofaði þeim að láta krossfesta þá alla. Þeir dáðu hann og létu flest eftir honum, skynjuðu í honum foringjann. Sex vikum seinna, þegar lausn- arféð hafði borizt og honum var sleppt, leigði hann sér nokkrar galeiður, kom sjóræningjunum á óvart í bæli þeirra og krossfesti þá alla eins og hann hafði lofað. Hann fór aftur til Rómar, keypti sér vini í stórum stíl og komst í skuldir. Hann hélt op- ið hús, og eftir því sem Plútark sagði, jók íburðarlifnaður hans pólitísk áhrif hans.“ Andstæð- inga hans grunaði ekki hver á- form hans voru. Þeir töldu hann aðeins venjulegan léttúðugan ungan mann, sem sóaði fé i skemmtanir og vaxandi áhrif hans myndu hverfa um leið og lánstraustið þryti. Aðeins Síseró, sem sjálfur var utan af landi, hafði komizt vel áfram í Róm og vissi hve erfitt það var, sá hjá honum fyrstu merkin um ó- slökkvandi þorsta í völd. „En“, sagði Síseró, „þegar ég sé hversu vandað er til hárgreiðslu hans og hvernig hann hagræðir lokk- unum með einum fingri, þá get ég ekki ímyndað mér að slíkum manni geti dottið í hug að hafa endaskipti á rómverska ríkinu.“ Lánsféð gekk skjótlega til þurrðar og skuldir Sesars urðu svo eindæmaháar, að mennirnir á bak við hann, menn sem fóru með töluverð völd, fóru að hafa áhyggjur af gangi málanna. Ses- ar hlýtur að gera ráð fyrir, að einhver skuldunauta hans myndi sjá honum fyrir herstjórn í von um að fá peningana til baka. Þetta var hið mikla tromp á hendi hans — á þennan hátt ætl- aði hann að ryðjast inn í hring hinna ríku og voldugu. „Hann eyddi peningum kæru- leysislega“, sagði Plútark, „og margir héldu að hann væri að kaupa sér skamma frægð á ó- heyrilegu verði, þegar hann í rauninni var að kaupa sér æðstu stöðu í heimi og hirti þá ekki um verðið. Þegar hann varð ed- ill (eftirlitsmaður með opinber- um skemmtunum og fleiru), eyddi hann stórfé úr eigin vasa; hann útvegaði slíkan fjölda skilmingamanna að hann gat skemmt fólkinu með þrjú hundr- uð og tuttugu einvígjum, auk leiksýninga, skrúðgangna og veizluhalda fyrir almenning.... Allir voru ákafir í að útvega honum ný embætti og ný virð- ingartákn að launum fyrir ör- læti hans.“ Hann bauð sig fram til kosn- inga um hin og þessi minnihátt- ar embætti og hækkaði stöðugt í tign. 61 fyrir Krist, fjórtán árum eftir heimkomuna frá Ródos, þegar skuldirnar voru í þann veginn að kæfa hann, var hon- um í fyrsta sinn veitt sæmileg gróðavænleg staða: hann var skipaður skattlandsstjóri á Spáni í þeim tilgangi að hann tuskaði til nokkra uppreisnargjarna þar- lenda þjóðflokka. En á síðustu stimdu var ekki annað sýnna, en allar hans fyrirætlanir um fljót- tekinn gróða á Spáni færu út um þúfur, því nokkrir lánardrottna hans heimtuðu, að hann borgaði að minnsta kosti eitthvað af því, sem hann skuldaði þeim, áður en hann færi, og til að tryggja það tóku þeir traustataki far- angur hans, kerrur og hesta. Sesar sneri sér til þess eina manns, er gat bjargað honum — Krassusar. Krassus var ríkasti maðurinn í Róm, þekktur undir auknefninu hinn auðgi, og líkt og margir auðjöfrar á þessum tímum stjórnleysis og ringulreið- ar, svo taugaóstyrkur að hann lék stöðugt mörgum skjöldum. Ríkir menn, jafnvel þeir, sem skiptu sér ekkert af stjórnmál- um og gættu þess að taka af- stöðu með báðum aðilum í hverju máli, áttu það stöðugt á hættu að vera myrtir, auðæfum þeirra ruplað og þeim skipt á milli þeirra, sem ofan á ui'ðu í bráðina. Maríus hafði þannig rekið föður Krassusar til sjálfs- morðs. Krassus hafði til dæmis ástæðu til að kvíða þeim degi er Pompejus hinn mikli kæmi að austan með sinn geysifjölmenna her, risastóra flota og alla þá austrænu fjársjóði, sem hann hafði tekið traustataki, og tæki völdin í sínar hendur. Krassus hafði þörf á eins mörgum öflug- um vinum og hann gat náð í: ó- fyrirleitnum, djörfum, metnað- argjörnum og gáfuðum mönnum. Fjárþurfi máttu þeir vera, en lýðhylli urðu þeir að hafa. Niðurstaðan varð því sú, að Krassus borgaði mest allar skuldir Sesars og tók að sér að kosta leiðangur hins unga skatt- landsstjóra. Þegar Sesar var kominn til Spánar, „gerði hann ekki einungis að betla peninga upp í skuldir sínar, heldur rupl- aði grægðislega nokkrar spænsk- ar borgir", segir Svetóníus, og tók svo að beygja undir sig þar- lenda þjóðflokka með leiftur- sókn. „Hann sótti fram allt til úthafsins og sigraði þjóðflokka, sem aldrei áður höfðu lotið Rómverjum“, segir Plútark, og höfðu í samræmi við það aldrei verið rændir áður, svo nokkru næmi. Sesar sendi sumt af ráns- feng sínum í rómversku ríkis- fjárhirsluna, borgaði hermönn- um sínum ríflegar mála en þeir áttu að venjast og hófst jafn- framt handa um að verða rík- ur sjálfur. Hann var reiðubúinn að leita eftir ríkulegu herfangi. Það var ekki allt með felldu í Róm í þá daga, kringum 60 fyr- ir Krist. Fámannaveldi hafði ríkt í ríkinu í tuttugu ár. Smá- uppreisnir, sem gusu upp öðru hvoru sýndu hug fólksins. Al- þýðuflokkurinn var enn lamaður eftir ofsóknir Súllu; leiðtogar hans niðurbrotnir, kjarklausir og máttlausir. Sesar hinn ungi vakti samúð, en í bráðina gat hann lítið gert. Hann örvaði á- róðursstarf meðal almennings, hvatti jafnvel til uppreisnar, en með mjög takmörkuðum ár- angri. Hann miðaði undurróðus- starf sitt við það, að það kæmi fámannavaldinu til að óttast hann mátulega og reyna að kaupa hann sér til liðs, en hætti 3. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.