Vikan


Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 10

Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 10
|y|argir íslendingar þykjast hafa illan bifur á stjórnmálamönn- um. Eigi að síður skila þeir sér velflestum öðrum þjóðum betur að kjörborði við kosningar, og ýmsir kjósendur myndu fúslega þiggja þingmennsku, ef þeir ættu hennar kost. Hér er því senni- lega um látalæti að ræða. fslenzkir stjórnmálamenn sæta almennri gagnrýni milli kosninga. Hins vegar er erfitt að skilgreina þá afstöðu. Hún er um margt ósanngjörn. Sumir stjórnmálamenn okkar munu vel menntir og prýðilega starfs- hæfir. Þeir þola í því efni vafa- laust samanburð við forustu- menn annarra þjóða. Þar fyrir þarf ekki gagnrýnin að vera til- efnislaus. En hún ætti fremur að beinast að einstökum stjórn- málamönnum en raun er á, svo og flokkunum, mannvali þeirra, skipulagi og starfsháttum. Og kjósendur ættu að reyna að gera sér þess nokkra grein, hvaða eig- inleikum stjórnmálamenn þurfa að vera gæddir. Slíkt mat skiptir vissulega miklu. Þess vegna ættu hugleiðingar um stjórnmála- menn okkar að kallast tímabær- ar. Viðleitnin er virðingarverð. Jslenzkt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum undan- farna áratugi og eigi sízt, hvað stjórnmál varðar. Forðum daga völdust flestir fulltrúar á al- þingi íslendinga úr hópi bænda og embættismanna, en þeir voru einkum prestar og sýslumenn. Nú er þetta gerbreytt. Landbún- aðurinn er ekki lengur aðalat- vinnuvegur þjóðarinnar, og bændur mega sín ólíkt minna um völd og áhrif en áður var. Sama er að segja um embættis- mennina. Gömlu litlu kjördæmin eru úr sögu. Flokkaskipun er allt önnur en fyrir hálfri öld, þó að það áraskeið sé skammur tími í þjóðarævi. Þéttbýlið í bæjunum hefur raskað gömlum hlutföllum um stjórnmálaflokka og fylgi þeirra. Þetta á ekki að- eins við um Reykjavík, þó að viðhorfin í höfuðstaðnum séu mest á orði höfð. Svipuð breyt- ing kennist í kjördæmunum úti á landi. Og nú annast flokk- arnir uppeldi ungra stjórnmála- manna, en gallar þess virðast augljósir. Ég vík strax að því atriði. gtjórnmálamönnum er nauðsyn að þekkja landshagi, atvinnu- 10 VIKAN 3-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.