Vikan


Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 20

Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 20
 ■ ••; '; , - , , , ■ '••'• ••• •" . /'•• v-V'; n,'- ; ;V:. .' ,?r '4 ' , u ss® '•'■CKitíSf'i I gJF'isfy ' Pt #• /' •/:/:'/'l , J ■ >7 / ! iiaapMp ÉÉfHBSIÍ A V, ■ ' : : • :• ' imiiámk : m I ■< /. 'J ; ' ; / /■' : ./'': . ,41, ■'C/ y . frjT':. :h,' . //••föy&í MOIDIi Á JÚLIÍISI SfSAR óvin, sem var máttarminni og liðfærri en hann sjálfur: hann kærði sig ekkert um að eyða lífum hermanna sinna til að öðlast sigur, sem var vís hvort eð var. En þegar hann sjálfur var í verri aðstöðu en óvinur- inn — þegar her hans var fámennur og upp- gefinn eftir langar göngur, matarlaus og langt frá bækistöðvum og átti við að etja sterkan, kjarkmikinn og vel víggirtan óvin — þá gerði hann tlltaf áhlaup. Hann gerði það sökum þess að óvinurinn átti þess þá sízt von. Sesar gat snúið skoðunum almennings, senatora, erlendra höfðingja og hermanna sinna á sitt band með vel uppbyggðum og málskrúðugum ræðum, fáeinum reiðilegum setningum eða einungis návist sinni í þögn. Einu sinni kæfði hann uppþot sinna beztu hermanna, garpanna í Tíundu legíóninni, með einu orði: hann ávarpaði þá í fyrirlitn- ingartón með orðinu: „Borgarar.“ „Við erum ekki borgarar,“, æptu þeir á móti, „við erum hermenn þínir.“ Og jafnskjótt gerðu þeir sér ljóst, að sem hermenn hans urðu þeir að hlýða honum. Menn voru æstir í að deyja fyr:r hann af engri annarri ástæðu en þeirri r.* hann var hann. „Þeir sem í vcn/uiegum æiðangri voru aðeins veniuleeir menn, sýndu ósigr- andi hugrekki.. þegar dýrð Sesars var ann- orsvegar", skrifaði Plútark. Einu sinni bar svo við í Afríku, að Skipíó hertók eitt af skipum Sesars, og var á því meðal annarra Graníus Petró, sem nýlega hafði verið skip- aður gjaldkeri. Skipíó gaf aðra farþega á vald hermönnum sínum, en taldi vel við eiga að bjóða gjaldkeranum líf. Graníus Petró sagði, að hermönnum Sesars hæfði ekki að þiggja grið, heldur veita þau, og hafandi svo mælt lét hann fallast á sverð sitt og réð sér þannig bana.“ Mörgum sinnum kom það fyrir í þeim æð- isgengnu orrustum, þar sem Sesar kaus að treysta á hamingju sína, að hann bjargaði málinu með því að þjóta fram þangað, sem hermenn hans voru komnir á undanhald. í einni af fyrri herferðum hans í Gallíu gerðu Nervar á þá óvænta og grimmilega skyndi- árás. í Commentaries sínum segir Sesar að hann „hafi þurft að gera allt í einu“: hefja upp fánann, blása herblástur, ná í mennina, sem voru að grafa v'ggrafir, og gefa skipan- ir. Síðan þaut hann þangað sem Tólfta leg- íónin var á skipulagslausu undanhaldi. Hann þreif skjöld frá einum hermannanna, ruddi sér leið fram í víglínuna, kallaði á hundraðs- höfðingja með nafni og blés síðan til áhlaups. Þetta d«a#i tfl þess að menn hans áttuðu sig og ruddust nú aftur fram. Þegar deginum lauk, höfðu Nervar verið höggnir í spað. „Þessi viðureign“, segir Sesar þurrlega í endurminningum sínum, „gerði þjóð og nafn Nerva nálega að engu.“ Nálægð Sesars færði honum einnig sigur- inn í síðustu orrustunni sem hann háði, ár- ið 45 fyrir Krists burð við Munda á Spáni, gegn Gneusi syni Pompejusar. Menn Sesars voru orðnir hræddir og höfðu tekið til fót- anna. Þegar hann sá ringulreiðina og ofboð- Teikningin sýnir rómverskt fótgöngulið í bar- daga við Galla. Á henni sést rómversk her- eining, sem kölluð var centuria, sækja fram. f hverri centuriu voru upprunalega hundrað menn, en urðu síðar aðeins áttatíu. Sex cen- turiur mynduðu stærri herdeild, skor (co- hort) og í hverri Légíón voru tíu skorir. Hver hermaður er vopnaður tveimur spjótum, stuttu sverði og rýtingi og hefur sér til hlífðar skjöld, bronshjálm og bronsslegna brjósthlíf. Til vinstri á teikningunni stendur centurion (hundraðshöfðingi, yfirmaður centuriunnar) og hjálmur hans er auðkenndur með kambi. Næst honum stendur lúðurþe.ytari og skammt frá er merkisberinn, sem notar hermerkið til að koma skipunum hundraðshöfðingjans á framfæri. Merki allrar Legíónarinnar — öm úr silfri — er heilagt og því borið fyrir hers- 20 VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.