Vikan


Vikan - 19.01.1967, Page 16

Vikan - 19.01.1967, Page 16
— Já, ég veit, en hann •— Trask, hann er ekki mannlegur. — Hinir eru heldur engin prúðmenni, sagði hann. Hann þagnaði, meðan maðin- fór fram úr þeim, þar til hann var kom- inn nógu langt á undan. — Svo nú er það að byrja. Þú getur verið viss um, að okkur er veitt eftirför, og drengir Trasks eru að reyna að sjá hver þar er að verki. — Strax? — Það er hluti af áætluninni, sagði Hank. — Þessvegna feng- um við ekki fyrirmæli í gegnum símann að fara til Posada del Mar. Þá hefði kommúnistanjósn- arinn einfaldlega farið þangað, tekið sér sæti og beðið eftir okk- m-. En svona, með því að senda okkur fyrirmælin skriflega, neyðast þeir til að fylgja okk- ur eftir. Og tíminn er ákveðinn svona seint, til þess að við höf- um lengri tíma til að ganga, svo þeir verði að veita okkur eftirför lengi. Það gerir okkar drengjum auðveldara um vik. Og við skulum ganga eins og við gerum það til að fá tímann til að líða. Ertu með úr? — NeL — Ég skal líta nógu oft á mitt fyrir okkur bæði. — En ofleiktu nú ekki, sagði Kay, svo flýtti hún sér að bæta við. — Fyrirgefðu. Hver er nú að gefa hverjum ráðleggingar? en Trask tók það skýrt fram.... — Við skulum halda áfram að gefa hvort öðru góð ráð, sagði Hank. — Hve mikinn tíma eigum við eftir? Hank leit á úrið og svaraði: — Þrjátíu og fimm mínútur. Við Plaza de le Cibeles beygðu þau til hægri og gengu framhjá Palace de Communications. hinu furðulega, virðulega póst- húsi, síðan áfram inn á Plaza de la Independencia. Þau gengu hægt umhverfis stóra bogann, sem á miðöldum var borgarhlið- ið, framhjá járngerði Retiro

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.