Vikan


Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 23

Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 23
HLEYPUR FYRIR VÍSINDIN Fyrrverandi stjörnuhlaupari Breta, Bruce Tulloli, liefur nú ásamt di'. Griffitli Pngh umfangsmiklar rannsóknir á prjónunum, sem geta komið íþróttamönnum til. góða i framtíðinni. Hann hleypur með bíl doktorsins og andar í gegnum leiðslu, sem liggur inn í bílinn, en þar safnar doktorinn saman í smápoka útöndun Tullolis og merkir þá með liraða Tullohs á hverjum tíma og hve lengi og langt liann hefur þá hlaupið. Með því að efnagreina svo úthlásturinn og taka tillit til þeirrar slaðreyndar, að því minna súrefni sem hlaupari notar því betur hleypur hann, ætlar dr. Pugh að reikna út beztu vegalengd hlauparans og hvernig hann gctur hlaupið hraðar. Bretar tengja mikl- ar vonir við þessa tiiraunastarfsemi fyrir ólympíuleikana i Mexíkó árið 1968. ■ BLÓÐSKIFTI I ÓFÆDDUM BÖRNUM í Lewisham Hospital i London hafa fæðingarlæknarnir tek- ið að skifta um blóð í ófæddum börnum, þegar svo óheppi- lega vill til, að ósamræmi er milli blóðs móðurinnar og barnsins, þannig að barnið nær ekki að mynda rauð blóð- korn með eðlilegum hætti verður blátl barn, eins og kall- að er. Heilbrigt hlóð af réttum blóðflokki er tekið samdæg- urs úr sjálfboðaliða og dælt með yfir sex þumlunga langri holnál sem stungið er gegnum kvið móður í líkama barns- ins milli mjaðmar og rifjahylkis. Með sérstökum aðferðum er liægt að fylgjast með nálinni á sjónvarpsskermi, og taka blóðskiftin um 20 mínútur. Þrem dögum eftir blóðskiftin er nýja blóðið tekið að renna með eðlilegum hætti um lík- ama barnsins, og það liefur mildu meiri möguleika til að lifa af fæðingu fyrir tímann. Við fæðingu er svo skift um blóð til fulls. — Lælcnarnir við Lewisham Hospital hafa nú gefið um 90 ófæddum börnum 150 blóðgjafir, sama barni allt upp í fimm gjafir, og fyrir hefur komið, að blóðgjafir hefjast fjórum og hálfum mánuði fyrir áætlaða fæðingu. HÆGT AÐ SUÁ HJARTABILUN FYRIR Tveir bandarískir læknar, Meyer Friedman og Roy Roseman, teljast nú hafa sannað að mögulegt sé að sjá hjartabilanir fyrir, þótt svo hlutaðeigandi og verðandi sjúkl- ingar séu enn fullkomlega heil- brigðir. Þessir læknar yfirheyrðu nærri þrjú þúsund og tvö hundruð Kaii- forniubúa af öllum stéttum og starfsgreinum og spurðu þá spurn- inga, sem fiestar voru nærgöngular og sumar beinlínis ósvífnar. Svörin voiu tekin upp á segulbönd og síð- an vandlega farið í gegnum þau. Þcir sem svöruðu voru siðan eftir eðli svaranna flokkaðir i tvennt, í A- og B-flokk. í siðarnefnda flokk- inn voru settir þeir, sem svöruðu cf meiri hógværð. Læknarnir töldu, að harðvítug- ustu A-mennirnir, fimmtíu og fjór- ir að tölu, ættu öðrum fremur á hættu að fá hjartakast. Þeir voru allir gaumgæfilega rannsakaðir af öðrum læknum en Friedman og Roseman, og fengu vitnisburð þess efnis að þeir væru við hestaheilsu. Síðan rannsóknin var gerð, hafa sjötíu af þessum tæplega þrjú þús- und og tvöhundruð mönnum feng- ið fyrir hjartað. Meðal þeirra eru allir hinir fimmtíu og fjórir. Níu þeirra sem köstin fengu, dóu úr þeim. Af þeim voru átta úr hópi hinna fimmtíu og fjögurra. 3. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.