Vikan


Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 11

Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 11
0 Þingmaðurinn gcrist alþýðulegur og heilsar upp á væntanleg atkvæði í kjör- dæmi sínu. Áður voru bændur fjölmennir á alþingi og margir voru á sextugsaidri, þegar þeir fyrst náðu kosníngu. Nú fer þeim mjög fækkandi. í stað bænda og embættismanna, sem áður velgdu þlngbekkina, er kominn hópur lögfræðinga, sem hafa frá unga aldri fengið uppeldi i stjórnmálafélögum. vegi, stéttaskiptingu og sérstöðu héraða. Slík þekking fer hins vegar forgörðum í menntun unglinga, er sitja langdvölum á skólabekk og afla sér fræðslu um þjóðfélagsmál og stjórn- málaskoðanir í æskulýðssamtök- um flokkanna. Sjálfsalar skila helzt verksmiðjuframleiðslu. Nú gætir þess og, að íslenzkir æsku- menn velji nám með það fyrir augum að gera sér stjórnmál að atvinnu. Þetta sannast bezt á því, hvað margir lögfræðingar sækj- ast eftir framboðum og þing- mennsku. Bakhjarl fæstra þeirra eru sýslumannsembætti, þó að þess séu dæmi. Flestir þeirra hafa alizt upp í stjórnmála- flokkunum, en kunna lítil skil á samfélaginu. Þeir eiga frama sinn f lokksforingj unum að þakka og leggja ríka stund á þjónustu og hlýðni við þá. Er vissulega athyglisvert, að lögfræðingar veljast fremur til þingmennsku en aðrir menntamenn, sem mest koma við sögu á öld tækni og iðnþróunar. Ýmsir munu ætla, að lögfræð- ingar séu öðrum fremur til þing- mennsku fallnir vegna menntun- ar sinnar. Sú skoðun hefur ýmis- legt til síns máls, en hún er eng- an veginn einhlít. Snjall lög- fræðingur reynist mikilhæfur þingfulltrúi, ef hann er fjöl- menntaður af námi, lífs- reynslu, hugkvæmur og ráð- svinnur og gagnkunnugur at- vinnuvegum, þjóðarbúskap og landsstjórn. En þetta gildir vita- skuld eins um þá, sem fram úr skara í öðrum stéttum þjóðfé- lagsins. Fólk lætur víst í þessu sambandi blekkjast af þeirri sérþekkingu, sem löggjafar- starfinu er nauðsynleg. En nauð- syn hennar miðast ekki aðeins við lögfræði, þó að hlutur hennar sé raunar mikill. Alþingi þarf á að halda sem ráðunautum mörg- um sérfræðingum, svo og sú rík- isstjóm, er með völd fer hverju sinni. Þar með er ekki sagt, að sérfræðingar séu kjörnastir allra til þingmennsku. Þeir eru oft einhæfir. Stjórnmál teljast hins vegar vísindi fjölhæfninnar. Þingmenn hljóta þess vegna að velja og hafna, þegar þeir úr- skurða tillögur sérfræðinga. Því getur gáfaður og víðsýnn bóndi, verkamaður eða iðjuhöldur verið slyngari fulltrúi kjördæmis og þjóðar á alþingi en sprenglærð- ur lögfræðingur. Engin skóla- menntun sker úr um stjórnmála- hæfileika. Þeir eru skyldari list- gáfu en því atgervi, sem sann- ast á prófum. |ðulega hendir, að val á alþing- mönnum virðist ærið undrun- arefni. Skrýtnir fuglar hreppa framboð af tilviljun, sem kallast mætti örlagaglettni, ná kosningu gegn öllu lögmáli og sitja svo lengi í eftirsóttum stólum lög- gjafarsamkomunnar eins og hænur á priki. Hins vegar er al- gengt, að þjóðkunnir vitgarpar og þúsund þjala smiðir falli í kosningum og komist aldrei nema á áheyrendapalla alþingis- hússins við Austurvöll. Stund- um þokast samt slíkir menn á þing við mikil harmkvæli og verða áhrifamiklir og farsælir þingskörungar. Sigurstranglegur frambjóðandi dæmist kannski ó- nýtur stjórnmálamaður, þegar á reynir, en gott þingmannsefni fellur ef til vill aldrei í flokksnáð eða gengur ekki í augu kjósenda. Væri gaman að nefna dæmi um þetta, en ég hlýt að fara varlega í þær sakir. Samt læt ég freist- ast. Jóni Þorlákssyni reyndist harla þungur róður að ná kosn- ingu til alþingis. Hann barði Framhald á bls. 45. FLEIRI LANGAR Á ÞING EN ÆTLA MÆTTI. MENNTUN OG KOSTIR ÞING- MANNA. ÞEGAR GARPARNIR FALLA OG SKRÝTNIR FUGLAR FLJÚGA INN AF TILVILJUN. PEÐIN OG STÓRU MENNIRNIR. GEÐVOND STJÓRN- ARANDSTAÐA. ÞÖF í STAÐ RÖK- RÆÐNA, HROSSA- KAUP í STAÐ SAMNINGA. UPPLITAÐAR GRUNDVALLAR- STEFNUR. GREIN UM ÞRÓUN í STJÖRNMÁLA- BARÁTTU, ALÞINGI OG ALÞINGIS-v MENN. 11 3. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.