Vikan


Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 29

Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 29
urn, frc1 - • -• c: trókén Irvine. S/ci ieit hann ytir raðirnar og sá að K ancy var komin f<am aftur. Bridgen var eitthvrð einkennilegur innra með sér, e.i fór samt strax til Nan<-yar og tók hana f fangið og .. ..nmaði úl á gólfið með hana. — Parna er Suizy Norton, sagði Na.-.cy. — * Já ræningi, sagði Bridgen. Buzzy No.'or. var eigandi Oldsmo- bilebíisins, sem Nancy hafði mest- an áhuga á. — Hefurðu talað um verðið við hann? spurði Nancy. — Já, hann vill fá sjöhundruð og fimmtíu dollara fyrir hann. — Það er ódýrt. Hann getur ef- iaust fengið meira fyrir hann á bftasölu. — Hversvegna hefur harn bá so't hann á bflasölu, sacð! B-:H~ En ég get sagt þér hve<-<- n^a nann hefur ekki sett hann á bílasölu. Það er vegna þess að hann er búinn að keyra bílinn í hálfgert rusl. Það vill enginn kaupa bílinn af Buzzy Nor- ton. — Eg vil það, sagði Nancy. Hún sneri sér við og leit í kringum sig. — Flýttu þér, Lawor og Irvine horfa ekki í þessa átt í augnablikinu. — Komdu! Bridgen elti hana út á veröndina. Tunglið var rétt að koma upp og hann hrasaði aftur og aftur um steinana þegar hann hljóp á eftir Nancy og náði henni bak við lim- gerðið. — Ástin, hvíslaði hún, — ástin mín. Það var uppáhaldsorð Nancy- ar. Bridgen gerði sér upp æsing, en í raun og veru var hann hálf hrygg- ur yfir því hvernig málin höfðu snúizt í höndunum á honum, og hann var Ifka ergilegur yfir stanz- lausu nöldri í henni, enda var hann kominn í fjárþröng, bæði vegna sjalsins og yfirleitt vegna þess að hún var dýr í rekstri. Honum fa-nst tími kominn til að endurskoða bðisi mál. Þegar hann faðmaði hana að ér. tók hún f úlnliðinn á honum og hé.* honum frá sér. — Ætlarðu að kaupa hann? — Kaupa hvern? sagði Bridgen. — Bílinn, sagði Nancy. Brodgen losaði, ákaflega varlega úlnliðinn á sér. — Nei, sagði hann svo. — Þú hefur peninga tii þess, sagði hún. — Ég veit þú hefur peni.nga til þess. Minnsta kosti allt að því nóg. — Nancy, sagði hann, — vertu ekki að pressa mig til þess. Góða, vertu ekki að reka á eftir mér. — Ég geri það, þangað til þú læt- ur undan, sagði hún. — Jæja, sagði hann, — Við skul- um þá Ifta á það frá annari hlið. Finnst þér ekki sjö hundruð og fimmtfu dollarar vera dálftið há upphæð fyrir það sem þú hefur uppá að bjóða f staðinn? Auðvitað sló hún hann utan und- ir. Bridgen hafði Ifka gert ráð fyrir því. Hann hafði Ifka búizt við að r Huosar um liár yflar - skauar vellíðan Frísklegt, lifandi — glóandi af stolti yfir fegurð sinni. Og það er því að þakka, að þér völduð Avon — af því að þér tókuð þessi 3 skref sem fullkomna aðgerðina frá þvotti til hárlagningar. Avon hefur shampoo fyrir allar gerðir af hári, venjulegt, feitt, litað og einnig sérstakt flösushampoo. Avon gerir hárið viðráð- anlegt og meira lifandi. Nú endist hárlagningin lengur en einn dag. Avon hárlakkið sér um það. Haldifl hárinu fooru mefl Avon ^AYOIl COSmETICS LTD F.X8-66-EA. NEWYORK ■ LONDON ■ PARIS J hún færi að gráto, en hún gerði það ekki. — Þú ert að reync að losna við mig, sagði hún, — er það ekki rétt? — Ég held að við ættum að skilja að skiptum, sagði hann. — Nú skal ég segja þér svolítið, það var eins og hún hefði ekki heyrt það sem hann var að segja. — Þú sleppur ekki svo billega við mig, það ætla ég að láta þig vita. Hann sneri sér frá henni. — Slepptu mér, Nancy, slepptu mér. Hún sneri sér að honum og stóð nú beint fyrir framan hann. — Ég ætla að láta þig finna fyrir þessu, sagði hún, — það er alveg ábyggilegt. — Gerðu bað bara, sagði hann, — það er allt í lagi. Hann horfði á eftir henni inn í salinn, svo fór harir sjálfur inn og fór inn á snyrtiherbergi karla. Hann þvoði sér um andlit og hendur og aðgætti vandlega hvort ekki væri varaliiur einhversstaðar á andliti hans Svo fór hann fram í salinn. Ncncy var að dansa við Buzzy Nor- ton. Hún var rjóð í kinnum og hár- ið var dálítið úfið. Bridgen hugsaði með sér hverjum fjáranum hún væri nú að finna upp á. Hann varð vlst að hanga þarna til að aka henni heim. Fröken Irvine horfði á hann og benti honum að koma til sín. — Ég sé að þú ert ekki að dansa eins og er, Bridgen, sagði hún. — Viltu ekki leiða mig hérna út á svalirnar og kveikja fyrir mig í sígarettu. — Með ánægju, sagði hann, — ég meina vissulega, fröken Irvine. Mér þykir það mikill heiður. Nokkur pör, sem stóðu þarna í faðmlögum, fluttu sig lengra inn í skuggann, þegar þau komu út. Frök- en irvine lagði hendina á handlegg Bridgens, svo gengu þau niður steinþrepin og á bak við limgerðið. Bridgen náði í sígaretturnar sínar og kveikjara. — Það eru bekkir hérna, sagði hann, — eða viljið þér heldur ganga um? — Ég held ég vilji heldur ganga, sagði hún og beygði sig áfram til að kveikja í sígarettunni. Svo tók hún í handlegginn á honum. — Ég sé að þið Nancy hafið verið að rtf- ast, sagði hún. — Var það bersýnilegt? — Já, sagði hún, — það var greinilegt. Og Nancy er auðvitað reið. — Ja, sagði hann, — ég býzt við að hún hafi ástæðu til þess. — Hvernig er það með þig, Bridgen, ert þú ekki reiður líka? — Nei, sagði hann, ég er svolftið tómur innan um mig. Og þó, ekki svo tómur. Frjáls — já mér finnst ég vera frjáls. Ég held að þetta hafi verið að búa um sig, það hlaut að koma að því. 3. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.