Vikan


Vikan - 19.01.1967, Page 5

Vikan - 19.01.1967, Page 5
Ringo Starr og Maureen Cox. Jane Ashcr og Paul McCartney. brögðin. Fyrst í stað fannst honum þetta ósköp furðulegt og óaðgengilegt, og láir honum enginn það, en í aðra röndina var þó eitthvað við þetta, sem gagntók hann. Hann tók að blanda geði við Indverja búsetta í London — og sérstöku ástfóstri tók hann við náunga að nafni Ravi Shankar, nafntogaðan sítarspilara. Hinir bítlarnir þrír fylgdust af áhuga með þeim breytingum, sem urðu með Georg — og kannski nokkrum kvíða líka — og það varð að ráði, að slá öllum ráða- gerðum um kvikmyndatöku á frest og halda í þess stað frí um óákveðinn tíma. Taka þriðju kvikmyndar Bítlanna hefur sem kunnugt er dregizt mjög á lang- inn, og er allt enn á huldu um það, hvenær hafizt verður handa um gerð hennar. Fríið notuðu Georg og frú til þess að fara í ferðalag til Ind- lands, og þar var tekið á móti þeim með kurt og pí. Eftir skamma dvöl í Indandi var Georg orðinn næstum óþekkjanlegur. Hann hafði safnað yfirskeggi og klæddist indverskum kufli. Mest- um hluta dags varði hann til hug- leiðinga. Hann byrjaði að hugsa um lífið, einkum þó sitt eigið líf, og smátt og smátt breyttust lífs- venjur hans. Þegar sú frétt kvisaðist út, að Georg hefði sótt um — og fengið — að komast að í elsta og bezta tónlistarskóla í Nýju Dehli, þótt- ust menn sannfærðir um hvert stefndi hjá pilti. Jólaplata Bítlanna, sem átti að koma út um síðustu jól, varð fyrir vikið aldrei annað en hug- myndin ein. Og á sama tíma var John önnum kafinn við kvik- myndaleik í Þýzkalandi og á Spáni. Ringó tók sér ferð á hend- ur til að heilsa upp á hann, en í London sat piparsveinninn Paul McCartney og hafði ekki við að neita því, að hann væri þegar kvæntur Jane Asher. Blaðamenn hafa ótal sinnum reynt að veiða upp úr Georg, hvað fyrir honum vaki. Hann svarar öllum spurningum á einn veg: — Framtíðin mun leiða það í ljós. 3. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.