Vikan


Vikan - 19.01.1967, Side 2

Vikan - 19.01.1967, Side 2
C^^>UMBOÐIÐ KR.KRISTJÁNSSON H.F. SUÐURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 NY CORTINA ALGERLEGA NY CORTINA 1967 JM9 | Hinir framúrskarandi kostir eldri gerða Cortina nýttir til hins ýtr- asta. Glæsilegt útlit, þægindi og rými. Vélar 59,5 og 65 hestöfl 5 höfuðlegur. Hita- og loftræsti- kerfið „Aeroflow" eykur enn þægindin. Gírskipting í gólfi, á stýri eða sjólfskipting. KYNNIST CORTINA 1967 í fullri alvöru: Erlendar Grýlur á innlend fyrirtæki Fyrir um ári skaut upp koll- inum á íslandi ný tegund inn- flutnings, þar sem voru verk- smiðjuframleiddar og staðlaðar eldhúsinnréttingar. Þessar inn- réttingar voru að sögn töluvert ódýrari en þær, sem íslenzkir iðnaðarmenn búa til, og að sjálf- sögðu úr afar vönduðum efnum — að sögn — og þannig frá- gengnar þótt staðlaðar væru, að þær áttu við öll eldhús, hvernig sem þau væru í laginu. Þar að auki átti hvaða laghentur mað- ur sem var að geta sett þær upp svo að segja með annarri hend- inni. Töluvert var gert af því að kaupa þessar innréttingar fyrst í stað, og voru margir ánægðir með kaupin en aðrir óánægðir eins og gengur. Eitthvað bar á því, að tilboð innflytjenda stæð- ust ekki, endanlegt verð yrði hærra en tilboðið hljóðaði upp á, raddir hafa heyrzt kvarta undan rangri afgreiðslu, og fjöldinn hefur þurft að gera breytingar á innréttingunum til að koma þeim sómasamlega upp. Allar eru þessar innfluttu inn- réttingar keimlíkar og svipaðar. Og þær áttu hingað erindi sem erfiði ef satt er sem sagt er, að þær hafi þrúkkað niður verðinu á íslenzkum innréttingum. En sannleikurinn virðist mér sá, að þær íslenzku hafi flesta kosti fram yfir innfluttar, eru bæði fallegri og haganlegri, og fullt eins góðar með tilliti til efnis og vinnu, að minnsta kosti hiá þeim framleiðendum innlendum, sem einhverja virðingu bera fyrir sjálfum sér. íslenzkir aðilar eru meira að segja farnir að smíða staðlaðar innréttingar, sem standa að minnsta kosti feti framar en þær erlendu. Og því segi ég innflutning á erlendri vöru til samkeppni við innlenda afar hagstæðan. Hann á að vera Grýla á innlenda framleiðendur, svo þeir leiti að- ferða til að halda verðinu niðri og vöru og þiónustu til jafns við eða betri en þeirri, sem fram- leidd er í útlöndum. En við eig- um líka hiklaust að koma til móts við íslenzka framleiðendur og leitast við að verzla fremur við þá en erlenda auðhringi, með- an nokkur skynsemi er í því. S. H. S VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.