Vikan


Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 48

Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 48
stjórnmálamönnum í hagsmuna- streitu flokka, stétta eða ein- staklinga. Á skákborði stjórn- málabaráttunnar eru peðin miklu fleiri en stóru mennirnir — og fæst þeirra verða drottn- ingar í tafllok, þó að sum komi raunar á óvart, einkum í tví- sýnum uppskiptum. Veðrið á al- þingi íslendinga er of líkt logn- mollu. Þetta sannast á því, hvað hlutskipti stjórnarandstöðunnar er löngum lítilmótlegt, og skipt- ir þá minnstu, hverjir með völd- in fara. Stjórnarandstaðan er undantekningalítið andvíg einu og öllu, sem valdhafarnir leggja til og meirihlutinn samþykkir. Hún stjórnast ekki af mati á málefnum heldur leiðinlegum skapsmunum. Afstaða hennar er löngum fyrirfram vituð. Meiri- hlutinn treystir hins vegar um of foringjum sínum. Væri fróð- legt að gera samanburð á al- þingi íslendinga og löggjafar- samkomum nágrannaþjóðanna í þessu efni. Hann myndi okkur sennilega mjög í óhag. Afleiðing- in er sú, að hér gætir fremur þófs en rökræðna og hrossa- kaupa en samninga. Þetta mun hvimleiður ávani í fari íslend- inga, kotungsbragur og minni- máttarkennd. Og hér er um að ræða sök einstakra þingmanna, sem reynast ekki þeim vanda vaxnir að bregða stórum svip yfir dálítið hverfi. (yjenn, sem veljast til forustu á Islandi, þurfa að kunna glögg skil á þróun mála með öðrum ?jóðum. íslenzkir stjórnmála- flokkar hafa tileinkað sér meira eða minna erlendar kenningar um stefnuskrár og skipulag. Slíkt er vel farið, ef viðhorf og úrræði samræmast íslenzkum aðstæðum. En við þurfum á sama hátt að læra af reynslu annarra stjórnarfar og þjóðarbú- skap. Framkvæmdir eru sér að vísu margar og merkar, en eigi að síður helzt til gloppóttar. ís- lendingar verða að gera sér Ijóst, að land þeirra er ekki lengur einangrað kotríki heldur hluti af samyrkjubúi mannkynsins. Okk- ur er þörf á sjálfstæðri utan- ríkisstefnu, en sér í lagi að gera hlut okkar heima fyrir sem mestan og beztan. Landsfeðrun- um ber að muna, að þeir eru ekki fulltrúar síðustu kynslóðar á fslandi. fslendingum ríður á, að hér dafni félagshreyfingar, sem þoki landi og þjóð í framtíðar- átt. Sú þróun réði úrslitum um heimastjórn og fullveldi. Þeir sigrar voru ekki aðeins afrek einstakra manna, þó að djarfir foringjar kæmu þar vissulega við sögu. Fólkið í landinu lét ævintýrið gerast, þjóðin reis í önn og dáð til farsælla athafna á nýrri öld. íslendingar afrek- uðu á nokkrum áratugum því, sem hefur tekið aðrar þjóðir margar aldir. Slíku fylgir mikil skylda. Um þann arf þarf vel að hirða. Og í fljótu bragði virðist fram horfa. Eigi að síður gætir nokkurrar deyfðar í fari sumra þeirra félagshreyfinga, sem hafa lyft hátt og þokað langt mönnum og málefnum. Því er raunar við að búast. Þjóðin hefur flutzt til í landinu á skömmum tíma. Ým- is viðhorf mannlífs og samfélags hafa gerbreytzt. Tómstundir eru allt aðrar en forðum daga. Menntun, sem var fjölbreytt, gerist einhæf, þó að einstakling- arnir hafi úr mörgu að velja. Gamlir siðir víkja fyrir hvers konar nýtízku. Rótgrónar stofn- anir hrikta. Mér kemur til dæm- is í hug, að þjóðkirkjan lamast og kalkast, þó hún sé færð í spariföt við hátíðleg tækifæri. Gömul alvara þokar fyrir nýrri sýndarmennsku. Þetta er á- hyggjuefni. Hins vegar dylst ekki, hvað vinnst. Afkoma fólks- ins er miklu betri en var. Æskan þarf varla að kvíða framtíðinni. EUin er ekki framar ömurleg til- hugsun. Skipuleg samhjálp kem- ur í stað tvísýnnar einstaklings- hyggju. og atgervi. Bændaþjóðfé- lagið gerist velferðarríki. Og samt hefur enginn stjórnmálaflokkur náð meirihluta að marka þjóðinni stefnu og leiðir, en allir hafa þeir fengið sitthvað fram af óskum sínum og kröfum. Stærðarmunur þeirra hefur ekki mátt sín mikils. Og smám saman bera þeir svip hver af öðrum. Grundvallar- stefna þeirra hefur upplitazt í dægurbaráttunni. Þess vegna vofir yfir þeim sama hættan og þjóðkirkjunni. Ástæðan er sú, að forustulið stjórnmálaflokkanna hlítir sömu örlögum og prestarn- ir, sem þykjast raunar vita á hvað þeir trúa, en finna ekki kenning- um sínum stað. gtjórnmál voru trú forðum daga á íslandi, þegar ný stéttaskipt- ing og hagsmunabarátta skipaði þjóðinni í flokka og fylkingum laust óvægilega saman. Nú er flestum fslendingum fjarri skapi að trúa á flokka og stjórnmála- menn. Eigi að síður eiga gamlar og nýjar kenningar rétt á sér. Ekkert þjóðfélag getur án fræði- legra stjórnmálaskoðana verið. Þess vegna er flokkunum á fs- landi nauðsynlegt að marka framtíðarstefnu. Stjórnmál eru vísindi, sem byggjast á kenning- um. Tilviljun samninga um úræði líðandi stundar hrekkur skammt, þó að miklu skipti þá, er þar eiga hlut að máli. Þróun framtíðar- innar er meginatriðið. Hennar gætir of lítið á því málþingi, sem er til húsa í steinhöllinni við Austurvöll. íslenzkir stjórnmála- menn hafa teflt hraðskákir að undanförnu, en þær eru fremur dægrastytting en fræðileg al- vara. Og hér ber kjósendum að láta áhrifa sinna gæta. Þeir hljóta að krefjast þess af flokk- unum, að þeir marki framtíðar- stefnu. Þá verða íslenzkir stjórn- málamenn að sinna þeirri skyldu að taka afstöðu til aðalatriða. Við það munu línur skýrast og lognmollan breytast í hressandi veður. Aðeins þannig getur vaknað sá áhugi, sem gefur stjórnmálum gildi. þáttur unga fólksins í íslenzkum stjórnmálum er næsta ein- kennilegur. Stjórnmálaflokkarn- ir leggja kapp á að safna börn- um og unglingum í æskulýðsfé- lög sín, en fræðsla um þjóðfé- lagsmál virðist þar af skornum skammti, svo að ekki sé minnzt á erlenda stjórnmálaþróun fyrr og síðar. Þannig ánetjast æskan stjórnmálaflokkunum sem at- kvæðafénaður. Þetta er hörmu- legt. Ungt fólk þarf að mynda sér sjálfstæðar skoðanir um stjórnmálastefnur og láta þær ráða úrslitum um flokkaval, en ekki smalamennsku og múgsefj- un. Skólarnir ættu að gefa þessu viðhorfi gaum. Þeim ber að sjá æskunni fyrir nauðsynlegri fræðslu um stjórnmál og þjóð- arbúskap. Þeirrar skyldu gætir naumast í íslenzkum skólum. Raunar mun ungu fólki kennt þar, hver sé munur á störfum oddvita og hreppstjóra, en síðan varla söguna meir. Eini fræði- legi áhuginn þessa efnis í skól- um okkar virðist spretta af frumkvæði nemendanna. Fyrir nokkrum árum var málsvörum flokkanna gefinn kostur á að fræða nemendur Menntaskól- ans á Akureyri um íslenzkar stjórnmálastefnur og svara fyr- irspurnum. Sú tilraun gafst vel. En nemendur stofnuðu sjálfir til hennar. í>ó var hér um að ræða fræðslu, sem ætti að vera þáttur almennrar skólamenntun- ar. Er vel farið, að unga fólkið bæti sér þannig upp ýmislegt, sem skólunum er áfátt. En betur má, ef duga skal. Ungt fólk þarf að láta sig stjórnmál varða á ann- an hátt og farsælli en nú tíðkast. Því hæfir ekki að rekast eins og lömb í réttir. Það á að ráða ferð- inni. Æskan erfir landið og á að reynast fær um að stjórna því í framtíðinni. Til þess þarf hún meiri þekkingu og þroska en henni gefst í æskulýðsfélögum stjórnmálaflokkanna, þar sem ætlazt er til auðsveipni og hlýðni fremur en skoðana og sjálfstæð- is. Pólitísku æskulýðssamtökin gætu bætt úr þessu með heppi- legri samvinnu, en bezt væri, að skólarnir veittu nemendum sín- um skilmerkilega fræðslu um þessi efni eins og sögu, landa- fræði og reikning. Qft er rætt um, að íslenzka kvenþjóðin gefi ekki stjórn- málum gaum sem skyldi. Þetta mun þó misskilningur. Konur sækja kjörfundi og greiða at- kvæði við kosningar eigi síður en karlar. Starf pólitísku kven- félaganna er og um margt líf- rænna og fjölbreyttara en stjórnmálasamtaka karlmann- anna. Konurnar sinna til dæmis hvers konar líknarmálum af kappi og dugnaði. Hins vegar gleymist stjórnmálaflokkunum á íslandi ýmis sérmál kvenna, svo að við erum eftirbátar annarra þjóða um þá félagsmálaþróun. Hún kemur hér varla til sögu nema kvenþjóðin hafi forustu um hana með auknum áhrifum í íslenzkum stjórnmálum. Hér kennist sú nýja stéttaskipting, sem stafar af gerbreyttum þjóð- félagsháttum. Húsmæðurnar annast nú orðið dagleg innkaup heimilanna. Þess vegna ættu þær að fá ríka hlutdeild í neytenda- samtökunum eða hliðstæðum fé- lagsskap eins og tíðkast í ná- grannalöndunum. íslenzkir neyt- endur eru hlunnfarnir í viðskipt- um. Þar kemur sannarlega fleira til en vöruverð. Margvísleg þjónusta, sem erlendir neytend- ur þykjast ekki geta án verið, þekkist hér naumast. Þetta bitn- ar mest á húsmæðrunum. Þess vegna erfiða þær meira en kven- þjóð annarra menningarlanda. Myndi ekki ástæða til, að slíkum málum væri sinnt á alþingi og í sveitastjórnum? Skiptir ekki vinnudagur húsmóðurinnar máli eins og bóndans, járnsmiðsins, bílstjórans eða sendisveinsins? Qmræður íslenzkra stjórnmála- manna eru nú allt öðru vísi og menningarlegri en forðum daga. Sú breyting er mikið fagn- aðarefni. Persónulegar árásir þykja varla sæmandi vopna- burður. Slík óhæfa þekkist ekki lengur á alþingi. Blöðin hafa og lagt þann óvana niður að kalla. En þá bregður svo við, að sumir stjórnmálamenn virðast ekki hafa nein áhugamál, ef undan- skilið er orðaskak um fánýta hluti, sem gerir löggjafarsam- komuna iðulega að viðundri. Margir íslenzkir stjórnmálafor- ingjar eru snjallir ræðumenn. Samt skortir mjög á, að ýmsir alþingismenn séu frambærilegir málflytjendur. Margir þeirra geta ekki talað blaðalaust og eru heldur ekki sæmilega læsir á skrifaðar ræður. Slíkt og þvílíkt þætti óhæfa með öðrum menn- ingarþjóðum. Danskir, færeysk- ir, norskir og sænskir stjórnmála- menn verða til dæmis að valda vopnum til sóknar og varnar á málþingum til að geta gert sér von um fylgi og kosningu. Get- um við íslendingar gert minni kröfur til þjóðfulltrúa okkar? Allir fslendingar teljast læsir og skrifandi, þó að misjafnt sé. Þar með ættum við að geta sagt skoðun okkar í heyranda hljóði, ef dálítil þjálfun kæmi til. Á því er hins vegar ærinn misbrestur. Þetta mun einkum sök skólanna. Nemendur í íslenzkum skólum læra hvorki framsögn né ræðu- gerð. Stúdent með ágætiseink- 48 VIKAN 3-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.