Vikan


Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 12

Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 12
SMASAGA EFTIR JOHN WALLACE ridgen Cole átti í erfiðleikum. ^^■Hann hugleiddi þessi vand- ÆræcS'i, hékk fram á skólaborð- ■ ■ ið, fálmaði með fingrunum m upp í hárið og yppti öxlunum, þangað til að jakkinn var strekktur yfir axlirnar. Björt rödd fröken Ir- vine, hinn nákvæmi framburður hennar, var eins og undirleikur undir hugsanir hans. Fröken Irvine var að lesa kvæði eftir Keats, upp- hátt fyrir bekkinn. Vandræði Bridgens voru: hvort hann ætti að losa sig við bílinn sinn, Buick 1956, í ágætu standi, og setja sig í stórskuldir til að kaupa Oldsmobile 1962, eða láta stríðni Nancyar eins og vind um eyrun þjóta. Já, ef talað er um stríðni, hugsaði Bridgen, sem var svo taugaveiklaður, að hann var sem hengdur upp á þráð, þá var Nancy það einkar lagið að vera stríðin. Honum var hugsað til henn- ar, þar sem hún sat í framsætinu á Biúkkanum og sagði: — Ekki fyrir neðan mittisband, elskan, þú veizt að einhversstaðar verður að draga mörkin. Þú manst að þú lofaðir Bridgen braut heilann um það hvort Nancy hefði hugmynd um það hver áhrif þetta hafði á hann. Stundum leyfðist honum að fara höndum um hana eftir vild, og það var ekkert smáræði hve hún gat æst hann upp. En hann hafði gefið henni loforð sitt. — Það er eitt sem þú verður að muna, hafði faðir hans sagt við hann, — og það er að vera heiðar- legur. Eg vil að þú verðir orðheld- jnn. Það voru aðeins tvö kvöld síð- an faðir hans hafði sagt þetta. Bridgen tvísteig fyrir framan hann og var að reyna að afsaka það að hann hafði komið seinna heim en hann hafði lofað. — Ég sver og sárt við legg, að það hefur ekkert skeð, sagði Brid- gen. — Ég er ekki að skipa þér að vera barnalega einfaldur, sagði faðir hans. — Ef við segðum alltaf blákaldan sannleikann, myndi það bara kitla skrattann. Það er bara það, sem ég vil taka fram, að ef einhver á eitthvað mikilvægt undir þér, máttu ekki bregðast. . . Bridgen vissi ekki hvað vakti fyrir Nancy, en það vissi guð að hún gat komið út á honum svitan- um. Þegar hann hugsaði um hana núna, var eins og hitastraumur læddist niður eftir mænunni. Hann leit upp, í áttina þangað sem Ijós kollurinn á Nancy var á stöðugu iði. Hún fann það alltaf á sér þegar hann horfði á hnakkann á henni, sneri sér alltaf við og horfði bros- andi á hann, það brást ekki. — Bridgen Cole! sagði fröken Ir- vine. — Já, fröken Irvine, sagði Brid- gen og staulaðist á fætur. Annar fóturinn var dofinn. — Þykir þér ekkert gaman að Ijóðum lengur? sagði fröken Irvine, hrygg í bragði. Hún gat verið hvass- yrt, þegar hún vildi það við hafa, en venjulega sparaði hún tungu sína þangað til eitthvað mjög mikil- vægt kom upp. — Jú, fröken Irvine, mér þykir Ijómandi gaman af Ijóðum. Bridgen var að berjast við fótinn á sér, sem nú var með náladofa. Ef þetta hefði verið einhver annar kennari, hefði Bridgen reynt að vera fynd- inn, en það var ekki hægt, þegar fröken Irvine átti í hlut. Einhverra hluta vegna var hann alltaf hátt- vís í nærveru fröken Irvine. — Það gleður mig' að þú hefur ekki misst áhugann á Ijóðlist; en nú langar mig til að biðja þig um að sýna mér þá kurteisi að taka eftir því sem ég er að segja. Bridgen settist niður, nuddaði á sér fótinn og horfði beint á fröken Irvine. Hún var hávaxinn og grönn og Bridgen var hrifinn af tígulegu göngulagi hennar. Þegar fröken Ir- vine gekk, stóð ekkert út f fötin hennar, þau voru hvorki of víð eða of þröng; þó mundi Bridgen eftir þv( að stundum þrengdi kjóll- inn að þrýstnum brjóstum hennar. Fröken Irvine lét bókina síga og horfði beint á hann. Bridgen roðn- aði og leit undan. Þá glumdi bjall- an. Þetta var síðasta kennslustundin og troðningurinn var mikill. Hann sá það út undan sér að fröken Irvine var á leið til hans. Líklega hafði hún í huga að lesa honum pistilinn, einn af þessum reglulega meinyrtu, hugsaði hann og sat kyrr. Þáð var svp sem all tí lagi, það var betra að láta fröken Irvine rispa sig svolítið, heldur en að þurfa að hlusta á suðið um bílasöluna hjá Nancy. Hann þóttist verða undrandi, þegar hann gat ekki komizt hjá því lengur að taka eftir fröken Irvine, og stóð upp. — Sittu kyrr, Bridgen, sagði hún. Hún klappaði léttilega á öxlina á honum og settist á borðbrúnina hjá honum. — Ég held að þú hafir ekki heyrt eitt einasta orð af því sem ég var að fara með. Bridgen leit á hana. Fröken Irvine hafði skær, grá augu, andlitið var hjartalaga og eitthvað glitraði á neðri vör hennar. Fröken Irvine var alls ekki lagleg. Bridgen hrökk ónotalega við, þegar honum var Ijóst að hún var eiginlega falleg. — Bridgen, sagði hún. Bridgen horfði af andlitinu á henni og sá að fjandans borðbrún- in þrýstist inn að bossanum á 12 VÍKAN 3-tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.