Vikan


Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 13

Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 13
henni, niður með lærinu að grönnum fótleggjunum. Hann greip sig í því að gizka á hvar hún nuddaði ilm- vatninu sínu. Bridgen, sagði hún, — hvað er að þér. Hann renndi sér niður í sætið, þangað til bríkin á stólbakinu nam við axlir hans. Svo leit hann aftur upp og horfði beint framan í hana. Fröken Irvine brosti við honum. — Þú ert falleg, sagði hann og varð sjálfur svo undrandi, að hon- um fannst eiginlega eins og ein- hver annar hefði sagt þetta. — Hvað? sagði fröken Irvine, — hvað meinarðu Bridgen? — Je-e, sagði hann, djúpraddað- ur — je — minn, fröken Irvine, mér þykir þetta leiðinlegt, ég meinti þetta ekki. Hún kastaði höfðinu aftur á bak og hló, svo hann sá í Ijósrauðan efri góminn ( munni hennar. — Þú mátt ómögulega segja að þú hafir ekki meint þetta, sagði hún, góði gerðu það ekki. — Nei, nei, sagði hann — ég meinti það. Ég vil bara ekki vera frekur. Hann nuddaði öxlunum upp að stólbakinu. — O, ég held að ég sé fær um að þekkja hvort gullhamrar eru ær- lega meintir eða ekki, sagði hún. Bridgen var ískalt í framan og höfuðið var eitthvað svo létt. Hann var dauðskelkaður yfir því hvernig hann hafði hlaupið á sig. — Ætli að það sé ekki bezt að við snúum okkur að efninu, sagði fröken Irvine. — Hvað er að þér þessa dagana, Bridgen? Þú varst prýðilegur nemandi. — Ég veit það ekki, sagði hann. Eg er eins og taugahrúga. — Hversvegna? Hann hristi sig. — Ég býzt við að þetta sé eðlilegt ástand, ég er bara farinn að reka nefið í Iffið. — Sittu beinn og vertu ekki að hrista þig. Það er subbulegt, og það er ekki þitt eðli að vera subbulegur. Þú verður nú að fara að horfast f augu við Iffið, sagði fröken Irvine. — Þú verður nftján ára á þessu ári, Bridgen. Bridgen fór að hugsa um hve gömul hún væri. Það vocu daufar hrukkur í augnakrókum hennar. Þrjátíu? hugsaði hann. — Tuttugu og átta? — Ég veit að það er ekki þér að kenna að þú ert ári á eftir hinum, ég veit að fjölskylda þfn hefur verið á stöðugum ferðalögum, þegar þú varst yngri, sagði hún. — Þú skalt ekki verða undrandi þótt ég segi að einkunnir þínar hafa verið til um- ræðu á kennarafundi. Það er engu líkara en að þú sért að glutra þessu síðasta ári þfnu niður. Það hefur verið talað um það hvort það þýði nokkuð að púkka upp á þig, hvort það sé ekki eingöngu tímasóun. Hann andvarpaði. — Ég hefi svo miklar áhyggjur, sagði hann. Fröken Irvine stóð upp. — Þú hefur aðeins eina ástæðu til að vera áhyggjufullur, og það er náms- árangurinn. Nancy beið eftir honum, þegar hann kom fram á ganginn. — Hvað vildi beinagrindin hún fröken Irvine þér? — Lifur og lungu, sagði hann. — Hún var að reyna að kafa til botns í mér. — Hún hlýtur að hafa gert það, það er ósköp að sjá hve þú ert ræfilslegur, sagði Nancy. Svo sagði hún eftir stutta þögn. — Ég heyrði ekki betur en að hún væri að hlæja. — Þú veizt nú hvernig hún er; segir einhverja háðsglósu og hlær svo eins og brjálæðingur. — Hún er helvítis pest. — Ja, mér finnst nú heldur góð lykt af henni, sagði hann. — Þú ert nú fyndinn, vinurinn, þú lætur eins og þú vitir ekki hvað ég meina. — Komdu, sagði Bridgen, komdu út í bílinn. Ég þarf að fara í vinn- una, eins og þú veizt. — Chanel, sagði Nancy, — það er ilmvatnið sem hún notar. Það væri hægt að ilma svona vel, ef einhver gæfi manni glas af slfku ilmvatni. — Næst, þegar ég fæ útborgað, sagði Bridgen — og vertu ekki að tala um fröken Irvine; ég er búin að fá meira en nóg af henni f dag. — Þú heldur að þú sért laus við hana f dag. Ekki aldeilis, hún og fröken Lawlor eiga að sitja yfir á bekkjarballinu f kvöld. Það verður á neðstu hæðinni á klúbbhúsinu. — Ég hélt það yrði ekki fyr en eftir tvær vikur, andvarpaði Brid- gen. — Það er hlöðuballið. Ég sagði bekkjarballið. — Fjandinn hafi það, Nancy, ein- hverntíma verð ég að lesa. Fröken Irvine sagði að það stæði til að fella mig, ef ég tek mig ekki á. — Elskan, sagði Nancy, — þetta er síðasta árið. — Hvað ertu að þvæla um. Það er eins og það eigi að stilla okkur upp við vegg og skjóta okkur. — En hvað þetta er ægilega fynd- ið, sagði Nancy. — Ertu búinn að ákveða að selja Ifkvagninn? Það hlaut að koma að þvf að hún segði þetta. Bridgen fór undan í flæmingi. — Ég ætla að reyna að ákveða það f kvöld, ég get ekki hugsað um nema eitt f einu. Og ég ætla að biðja þig um að kalla ekki bílinn minn Ifkvagn. Framhald á bls. 28. s.tbi. vikAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.