Vikan


Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 43

Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 43
sér ekki svo langt að hann vekti fjandskap þess að ráði. Nú var aftur tími til þess kom- inn að fram kæmi mikill for- ingi, sem hefði getu og vilja til að hrifsa æðstu völd í ríkinu, líkt og Maríus og Súlla höfðu gert áður. En hverjir voru nú liklegastir til slíkra stórræða? Um þrjá frambjóðendur var að ræða — Krassus, Pompejus og Sesar. Krassus átti óhemju auð- æfi, hafði stuðning mikils hluta kjósenda og margra senatora og gat auðveldlega haft uppi á her- foringjum, sem fúslega myndu lána honum legíónir sínar fyrir hæfilega greiðslu. Pompejus var hinn mikli hershöfðingi, sem hreinsað hafði Miðjarðarhafið af sjóræningjum, sigrað hinn aust- ræna uppreisnarkonung Míþríd- ates og sankaði að sér fólki og fjármunum. Sesar var greinilega veikastur þeirra þriggja: hann hafði hvorki peninga Krassusar né heri Pompejusar. Hvað átti hann að gera? Auðveldasta ráðið virtist vera að blása að glóðum fjandskaparins milli Krassusar og Pompejusar í von um að þeir tortímdu hvor öðrum. Líka gat hann reynt að styðja þann tví- menninganna, sem sigurvænlegri virtist. En það var áhættufyrir- tæki. Myndi sá, sem sigraði, lengi þola máttarminni keppinaut við hlið sér? Myndi hann ekki líka tortíma Sesari? Ferill Sesars sýnir stórkost- lega leikni hans í tafli stjórn- málanna. Hann þurfti á að halda óhemjumikilli diplómatískri leikni og óvenjulegum fortölu- hæfileikum. Þetta hefði senni- lega enginn annar maður getað. Hann sannfærði Krassus og Pompejus um að þeim væri fyr- ir beztu að semja frið á bak við tjöldin og gera félag við sig um að stjórna Róm. Því takmarki, sem enginn þeirra hefði getað náð án langs og útslítandi stríðs, náðu þeir nú sameiningu á einni nóttu með því að undirrita samn- ing. „Allir voru steinhissa", skrifar Guglielmo Ferraro, ítalskur skólamaður, sem viðurkenndur er sem einn mesti fróðleiksmað- ur, um þetta tímabil rómverskr- ar sögu. „Rígurinn milli Krass- usar og Pompejusar hafði verið meginástæðan til þess, að hin afturhaldssama klíka tolldi svo lengi við völd; allir héldu að sá rígur yrði eilífur. Síðan, eins og vegna einhverra töfrabragða, voru þessir tveir óvinir allt í einu orðnir eiðsvarnir banda- menn: báðir komu þeir nú fram á sviðið við hlið Sesars, sem var foringi alls skrílsins í Róm. Það var augljóst að þetta bandalag gat ráðið öllu sem það vildi á almenningsfundum, um em- bættaveitingar, í bankamálum; í stuttu máli sagt höfðu þessir þrír menn hina alvöldu pólitísku vél á valdi sínu. Með hjálp félaga sinna náði Sesar auðveldlega konsúlskosn- ingu (59 fyrir Krist) og lét síðan gera sig að landsstjóra yfir Gall- íum báðum (Norður ítalíu og Frakklandi). Á aldrinum fjörutíu og fjögra til fimmtíu og þriggja ára var hann að staðaldri í Gall- íu (kom þó oft til Norður-Ítalíu, en aldrei til Rómar, til að leggja útsendurum sínum í höfuðborg- inni lífsreglurnar). Hann vann Gallíu norðan Alpa "undir Róm og friðaði landið með því að drepa eina milljón af þremur milljónum manna, sem þar bjuggu fyrir komu hans þangað, og höfum við fyrir því ekki ó- merkari heimild en Plútark. Jafnframt auðgaði hann sig svo, að hann varð sennilega ríkari en Krassus, og varð einn snjallasti hershöfðingi allra alda, hafandi við hlið sér hóp þrautreyndra og stórsnjallra undirforingja og beinlínis ósigrandi legíónir, skipaðar mönnum, sem hvenær sem var voru reiðubúnir að ganga út í dauðann fyrir hann. Hann safnaði líka styttum, mósaíkmyndum, málverkum, í- gröfnum demöntum og sjaldgæf- um gimsteinum (innrásina í Bretland gerði hann sumpart í von um að finna ferskvatnsperl- ur, sem hann var mjög hrifinn af). Hann keypti dýrustu þræl- ana, beztu sérfræðingana í hverri grein, og skemmti gestum sínum eins og keisari væri. Einn matsalur í herbúðum hans var ætlaður liðsforingjum hans og grískum vinum, annar róm- verskum borgurum og skatt- landsbúum. Sjálfur át hann og drakk lítið. (Kató sagði um hann: „Hann er sá eini, sem reyndi ófullur að kollvarpa stjórnarskránni.“) Hann eyddi stórfé til heimilishalds, en hafði nákvæmt eftirlit með útgjöld- unum og dæmdi hirðulausa og eyðslusama þjóna til dauða. Hann klæddist eins og spjátr- ungur. Kvennafari sínu hélt hann áfram í svipuðum mæli og fyrr. Hann hélt áfram að þjálfa leikni sína sem hestamaður, sundgarpur og skilmingamaður. Þótt hann stæði í styrjöldum, stóð hann jafnframt í mörgum pólitískum samsærum, líkt og skákmeistari sem stundar fjöl- tefli. Hann skrifaði ljóð, tvíræð- ur, ritgerðir, sögur herferða sinna og mörg önnur verk (sem flest eru nú glötuð), sem talin voru meistaraverk. Síseró sagði: „Sesar var ágætlega ritfær; end- urminningar hans eru settar saman á hreinu, flækjulausu og fallegu máli og lausar við allt óþarft orðskrúð." Nú leið að því að þrístjóra- veldið — Sesar, Krassus og Pompejus — yrði að tvímenn- ingsveldi og að þar með yrði borgarastyrjöld á næstu grösum. Að því kom 53 fyrir Krist, þegar Krassus fór með her, sem hann gerði út á eigin kostnað, gegn Pörþum við austurlandamæri ríkisins, og var drepinn af þeim. Pompejus kom sér þá í vinfengi við gamla aðalinn og reyndi á allan hátt að spilla fyrir Sesari, sem enn var norður í Gallíu. Senatið skipaði Sesari að skilja legíónir sínar eftir í Gallíu (fyr- ir norðan ána Rúbíkon) og koma til Rómar óvopnaður eins og hver annar borgari. Sesar fór sér rólega, vó og mat möguleika sína og fór svo suður yfir Rub- íkon með eina legíón með sér. Þetta gerðist þann ellefta janúar 49 fyrir Krist, fjórum árum eftir dauða Krassusar og fimm árum áður en Sesar var myrtur. Svo hröð og óvænt var sókn hans að Pompejus flýði fyrst til Suður-Ítalíu og þaðan til Grikk- lands. Allir gerðu sér ljóst að þetta var ekki stríð milli lýð- veldisins og spillts hershöfðingja, heldur á milli tveggja einstakl- inga sem báðir kröfðust æðstu valda í ríkinu. Lýðveldið myndi tapa, hvor þeirra sem sigraði. „Ég þoli ekki að horfa á það sem er að ske“, skrifaði Síseró, „eða það sem mun ske.“ Sesar hélt inn í Róm (þar sem hann tæmdi ríkissjóðinn), fór þaðan til Spánar, kom aftur og fór yfir Adríahafið á eftir Pom- pejusi. Að lokum tortímdi hann her Pompejusar við Farsalos, í Þessalíu, þann níunda ágúst. Pompejus flúði til Egyptalands ásamt eiginkonu sinni, syni og litlum hópi hermanna, en þar myrtu Egyptar hann og færðu höfuð hans Sesari að gjöf, er hann kom til lands þeirra nokkru síðar. Sesar afþakkaði gjöfina og grét. En hann hélt áfram að stríða gegn sonum Pompejusar og velunnurum þeirra. Þar á með- al voru margir aðalsmenn, sem þráðu endurreisn hins forna lýðveldis, þeir menn sem að lokum myrtu hann. Sesar sigraði þá alla og sneri að lokum til Rómar sem einvaldur í ríkinu, þá fimmtíu og sjö ára að aldri. Það er hátterni sögunnar að sjá hverju tímabili fyrir ein- hverju vandamáli, sem því er gert að leysa. Aðeins síðari tíma sagnfræðingar vita svarið við því og meta getu þeirra, sem við það glímdu, eftir því hve nærri lausninni þeir komust. Þessir leikarar á sviði sögunnar vita sjaldnast hvers af þeim er krafizt og hvað þeir í rauninni eru að gera. Falskar vonir hafa oft vak- ið byltingar: banamenn Júlíus- ar Sesar héldu að þeir væru að fá senatinu í hendur þess fyrri völd og skapa skilyrði fyrir því, að ríkinu yrði stjórnað lögum samkvæmt. En flestar byltingar leiða til þróunar í gagnstæða átt við þá, sem fyrirhuguð var, og enda venjulega skeið sitt með því að magna um allan helming þá illsku, sem þeim var ætlað að útrýma. Um þetta leyti var það vanda- mál, sem Rómverjar horfðust í augu við, þó örugglega ekki að þurfa að ákvarða framtíðina með nýrri borgarastyrjöld. Þeir voru orðnir vanir borgarastyrjöldum. Sigursæll leiðtogi hélt með her sinn inn í höfuðborgina, fyllti bekki senatsins af flokksbræðr- um sínum, setti í skyndi ósköp- in öll af nýjum lögum, sem voru honum og gæðingum í hag, lifði um skamma hríð ásamt þeim í dýrlegum fagnaði í marmara- höllum, rændi og drap keppi- nauta sína og lagði svo á flótta þegar næsti sigursæli herinn nálgaðist Róm. Þetta kerfi var kostnaðarsamt, hættulegt og kom engu jákvæðu til leiðar. Vandamálið, sem kynslóð Sesars horfðist í augu við, var að finna einfalda aðferð til að velja úr sínum hópi framúrskar- andi leiðtoga, sem hæfir væru til að stjórna víðlendum skatt- löndum styrkri hendi og koma á varanlegum friði. Senatið gat ekki lengur hafið stríð eða stöðvað þau, sett metnaðargirni hershöfðingjanna takmörk, haft hemil á auðmönnunum, haldið reglu í borginni eða varið hinn rómverska heim fyrir innrásum. Það stjórnarkerfi, sem hafði verið nógu gott fyrir litla borg, stutt og nauðsynleg stríð og fá- ar þegnþjóðir, var nú úr sér gengið. Það var ekki mikill tími til að koma á fót nýju stjórnarkerfi, sem væri þess megnugt að fást við hin nýju vandamál, en halda jafnframt við að minnsta kosti ytra formi hins gamla og finna árekstrarminni leið til að láta valdið frá einum leiðtoga til annars. Sesar glímdi við þessi vandræði og við lá að hann sigraðist á þeim. Það var endan- lega sigrazt á þeim mörgum ár- um seinna, og það gerði frændi hans og sonarsonur Júlíu syst- ur hans, Oktavíanus Ágústus, erfingi hans og miklu betri stjórnmálamaður en hann. Ágústus endurskipulagði stjórn- arkerfið gersamlega. En ef Ses- ar hefði ekki áður verið búinn að sigra keppinauta ættarinnar, sýna fram á, að borgarastyrj ald- ir leystu engin vandamál, þótt svo maður ynni þær allar, styrkja aðstöðu Rómverja í hin- um fjarlægari skattlöndum og hræða barbaraþjóðirnar, þá er hætt við að hinn yngri frændi hans hefði litla möguleika haft. Ágústus viðurkenndi þetta með því að hefja hinn látna frænda sinn í guðatölu og taka upp nafn- ið Sesar fyrir sjálfan sig og af- komendur sína. Það er hæpið að Sesar hafi sjálfur gert sér fullkomlega ljóst, hvað hann var að gera. Hann var hörkusnjall tækifærissinni, sem þjónaði stundlegri metnað- arfýsi sinni af tillitslausri at- orku, sem gerði bandalag við menn, keypti þá, flekaði, ginnti og tortímdi þeim, tileinkaði sér eða varpaði til hliðar eftir hent- ugleikum hugmyndum og fyrir- s. tbi. VITCAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.