Vikan


Vikan - 19.01.1967, Síða 26

Vikan - 19.01.1967, Síða 26
 Smáatriðin enn. Hann byrjar á öllu mögulegu, bæði úti og inni, en lýkur aldrei við neitt. Hún gæti gengið um og skrifað iangan lista yfir trassa- skap hans. Unga konan var taugaveikluð og gráti næst, og það var greinilegt að eitthvað hafði svipt hana jafnvæginu. — Ég skammast mín fyrir að segja frá því hvað kom mér til að leita til yðar, sagði hún við lögfræðing- inn. — Þetta virðist svo lítilsvert, en það er nú samt sem áður orðið þannig að ég get ekki haldið það út lengur. Næsta sinn sem hann tekur fram fyrir hendurnar á mér, þegar ég er með góðu móti búin að draga strákinn frá sjónvarpinu, og segir.- — Lofaðu greyinu að vera svolltið lengur, þá er ég ákveðin [ því að ganga burt af heimilinu og koma aldrei aftur. — Ég hefi líka oft skemmt mér yfir skrítlunum í blöðunum, þar sem eiginmaðurinn situr með blaðið fyrir andlitinu, við morgunborðið . . . hélt hún áfram. — Þér þekkið auðvitað brandarann þar sem konan segir við manninn bak við blaðið. — Ég er að segja þér að sonur okkar datt niður af þakinu og hálsbrotnaði, og eiginmaðuinn leit upp úr blað- inu og sagði: — Það er ágætt, elsk- an. Þetta er nefnilega ekkert fyndið, þegar maður upplifir eitthvað í þessa áttina sjálfur . . . Konan hafði á réttu að standa — þetta virðist ósköp hverdagslegt, og margir kinka kolli og brosa, þegar þeir heyra slfkar sögur. Nú eru þessi fyrirbrigði, eins og blaðalestur við morgunborðið, og það að mæla upp ( börnunum, tæp- lega skilnaðarorsök. En í reyndinni eru þessi og óteljandi önnur atvik, sem virðast [ fljótu bragði ósköp ómerkileg, oft ásteitingarsteinn í ágætis hjónaböndum. — Hvimleiður ávani ríður oft baggamuninn í hjúskaparerjum, segir þekktur amerískur félagsfræð- ingur. — Ég man eftir konu sem kom til mín til að leita hjálpar. Hún sagði að það væri að gera út af við sig, að maðurinn hennar hefði þann hræðilega ávana að borða fimm til sex pylsur á hverju kvöldi um hátta- tímann, Þegar ég fór að tala við konuna, kom það í Ijós að það voru mörg og erfið vandamál, sem hún hafði við.að stríða. Maðurinn var ákaflega kröfuharður og (heldinn með matarpeninga, en þetta að háma í sig pylsur á hverju kvöldi, það var af og frá . . . . Hún sagðist geta þolað allt annað. Slíkir ávanar geta haft örlaga- ríkar afleiðingar í hjónabandinu og eru oft ásteitingarsteinn, þótt í raun- inni séu það önnur og alvarlegri vandamál, sem eru hin raunveru- lega orsök, en sem viðkomandi við- urkennir ekki fyrir sjálfum sér, því síður að það komi til greina að tala um það við aðra. Daglegar venjur okkar koma fram á ákveðinn hátt, t.d. hvernig við bregðumst við vissum hlutum, hvernig við tínum á okkur spjarirn- ar í ákveðinni röð, þegar við klæð- um okkur á morgnanna og þær fylgja okkur allan daginn. Við erum i SMAMUNf Smáatriði. Sokkarnir hennar sem hanga fyrir speglinum, bæta ekki skap hans í morgunsárið. 26 VIKAN tbl- Dagleg framkoma fólks r hver og einn temur sér hvimleiðar umhverfinu ekki er tekið fyrir þær í lega er á málum haldið. háð þessum venjum, og svo getur það komið fyrir að við á síðkvöldi stöndum andspænis vandamáli, sem krefst skjótrar aðgerðar. Það hefur verið sagt að maðurinn sé vanans dýr, en sálfræðingur hefur sagt: — Maðurinn er ekkert annað en eigin venjur, og þessar venjur eru grund- völlur velgengni Hfs vors .... í hjónabandi, sem er nánasta samband sem fullorðnar mannverur geta haft s(n á milli, er það nauð- synlegt að vélin gangi snurðulaust, og að hvergi fskri f henni. Hlutur og atvik, sem enginn tekur eftir utan heimilisins, eða í mesta lagi ypptir öxlum yfir, geta í hnotskurn fjöl- skyldunnar verið stórmál. Dæmin eru rnörg.- konan sem alltaf yfir-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.