Vikan


Vikan - 19.01.1967, Side 34

Vikan - 19.01.1967, Side 34
 h,¥£* Mi2A hauto^ Barninu liður vel í húdinni! Baminu líður vel-þegar notað er Nivea babyfein. Hin reynda móðir veit hvers vegna hún velur babyfein handa barni slm: Þessar samstilltu fram- leiðsluvörur - krem, olía, púður, sáþa - innihalda allt, sem húðLeknirinn álítur nauðsýnlegt hinni viðkvtemu húð barnsins. Börn, snyrt með babyfein, fá hvörki sœrindi, né rauða og bólgna húð. HIVEA Irvine, — ég man greinilega dag- inn þegar mér var það Ijóst að þú varst orðinn fullorðinn. Viltu hella í glösin, Bridgen, ég er búin að eiga þessa flösku af Skota lengi, ég vona að vínið sé ekki skemmt. Bridgen rétti henni glasið. Þau stóðu fyrir framan arininn. — Hvað ætti ég að segja, sagði hún, — hvað getur maður sagt við slíkt tækifaeri? Hönd hennar skalf svo vínið skvettist yfir fingurna. Bridgen setti lófa sinn undir hönd hennar. — Drekktu þetta bara, sagði hann. Hann horfði ó hana óstaraugum, þegar hún beygði höf- uðið til að drekka úr glasinu, sem hann hélt stöðugu fyrir hana, og sál hans fann til ábyrgðar elskhug- ans. Þegar þau höfðu drukkið úr glös- unum, sett hann þau á bakkann aft- ur og tók um hendur hennar. Hún var ósjálfrátt komin í faðm hans og hann fann að hún skalf. — Drottinn minn, sagði hún — Drottinn minn dýri. Eg er þokkalegur freistari, eða hitt þó heldur. Ég veit ekki einu sinni hvernig ég á að fara að þessu, ég meina að tæla þig. Ég hafði hugsað mér þetta gert fullt af yndis- þokka, rétt eins og konan í „Te og samúð", aðeins einn hnappur . . . . — Jæja, sagði Bridgen, — mér finnst það þurfi töluvert meira til, en að losa einn hnapp . Hún hló, en röddin var mjúk og eins og kafnaði í hálsi hennar og hún nuddaði höku sinni að höku hans. — Ástin mín, sagði hún, — þú passar mig vel, er það ekki? Fallega lagaðir fótleggir fröken Irvine voru ekk færir um að halda henni upp- réttri mikið lengur; hún baðaði höndunum út í loftið og röddin varð æ dýpri, þangað til hún þagnaði alveg. — Ástin mln, hvíslaði hún. Þú passar mig vel. [ nóvember sagði faðir Bridgens við hann; — Þú Iftur Ijómandi vel út, þú hefur fitnað. Þú virðist hafa það mjög gott. — Eins og milljónari, sagði Bridgen. — Einkunnirnar hækka stöðugt, sagði faðir hans, — hvernig ( fjand- anum ferðu að þessu, þar sem þú hefur næstum engan svefn? — O, ég fæ nægilegan svefn, sagði Bridgen. — Þú kemur aldrei heim fyrr en klukkan þrjú eða fjögur, þú sefur ekki mikið hér heima. Bridgen roðnaði. — Drottinn minn, ég sem hélt þið væruð alltaf í fasta svefni, ég meina, eftir tvö eða þrjú fyrstu skiptin, þegar þú sagðir ekki orð við þvf. — Jæja, jæja, sagði faðir hans. —Heyrðu, sagði Bridgen, — ég vona að þetta eigi ekki að vera uppgjör? — Láttu ekki eins og kjáni. Gæti ég stöðvað þig, ef ég reyndi það? — Nei, herra, það væri ekki til neins. — Jæja þá, ég vona bara að hún sé ekki gift. — Nei, sagði Bridgen, — og hún 34 VIKAN 3-tbl- vill ekki heldur giftast mér. — Hvað segirðu! sagði faðir hans. Svo fór hann að hlæja — Hversvegna ekki? — Hún segist vera of gömul fyrir mig og það myndi eyðileggja líf mitt. Hún er aðeins 27, sagði hann. — Ég hef verið að reyna að fá hana til að koma með mér heim og heilsa upp á ykkur, en hún vill það ekki. Ég skil ekki hversvegna. — Ég vona bara að þú ætlist ekki til að ég geti skýrt það fyrir þér, sagði faðir hans. — Eigum við þá ekki bara að láta það sitja við það að þú sért heppinn að vera aðnjótandi yndisþokka fullvaxinnar konu. Yndisþokki fröken Irvine var margþáttaður í augum Bridgens-. Það var yndislegt andlit hennar á hvítum koddanum, andlitið á elsk- unni hans. Töfrandi var grannur líkami hennar, ekki sízt við arin- eld. Töfrar fröken Irvine voru svo ótrúlega margir og fíngerðir, ekki sízt lítil en fallega mótuð brjóst hennar og fagurlega iagaðir fæturn- ir, sem hvfldu svo ótrúlega létt í lófa hans, eins og þeir gætu dansað í lausu lofti. Allt var þetta gróðamegin fyrir Bridgen Cole; brautin rósum stráð. Einkunnir Bridgens hækkuðu, vegna þess að fröken Irvine lét hann lesa á kvöldin, þegar hann var hjá henni og hann var alltaf hjá henni á kvöldin. Bridgen sat við skottholið hennar, en hún sat fyrir framan arininn og las. Heilsa Bridgens var í prýðilegu standi, vegna þess að hann fó alltaf snemma að sofa hjá fröken Irvne, naut töfra hennar og svaf svo vært eins og barn, þangað til hann reis upp undir morgun. Það var Ijúfsárt, en hann huggaði sig við það, að hann hitti hana aftur á morgun. Hann gekk, í næturkuld- anum meðfram nokkrum blokkum, þar sem hann hafði falið bílinn sinn, ók svo heim og var sofnaður aftur eftir hálftíma. Einn laugardagsmorgun reis frök- en Irvine upp með andfælum. — Hamingjan hjálpi mér, sagði hún, — elskan mín ég hefi gleymt að stilla klukkuna, það er kominn bjartur dagur. Hann reis upp; fröken Irvine stóð við gluggann, eins og hún væri að hugsa upp eitthvert ráð. — Ég þori ekki að láta þig fara núna, sagði hún. — Hvað á ég að gera ef ein- hver kemur ( heimsókn? — Ég gæti falið mig 'hérna inni, sagði hann. — En gæti ég leynt því að þú værir hér? Bridgen stökk út úr rúminu og tók hana ( faðm sinn. — Það er ekki víst að nokkur komi, fólk fer ekki svo mikið í heimsóknir á morgnana. Hún hallaði sér að öxl hans. Hræðslan hafði yfirgefið hana. Hendurnar, sem alltaf voru á hreyf- ingu, struku yfir bringu hans og svo yfir andlitið á honum. Bridgen tók um aðra hönd hennar og kyssti hana. Hendur hennar voru eins og öll stúlkan, fagurlega mótaðar. — Þú ert svo falleg, Kathleen, sagði hann. — Hugsaðu þér þessa dýrð, að vakna upp og sjá þig standa hér við gluggann, í sólinni. Hann langaði til að kyssa hana á munn- inn, en kyssti hana á hálsinn. — Ég verð að fara og skola munninn, tautaði hann. — Elskan mín, sagð hún, — það þarf ég líka að ,gera. Hún tyllti sér á tá. — Farðu líka í sturtu. Við skulum eiga yndislegan dag saman. Síminn hringdi. Fröken Irvine skalf í örmum Bridgens. — Þetta er bara síminn, sagði hann, — vertu róleg. Bridgen horfði á hana, meðan hún talaði i símann. — Þetta er fyndið, hugsaði hann, — þetta er eins og mynd á dagatali. Nakin stúlka við síma. En fröken Irvine var ekkert að gera sig til, hún var bara eitthvað svo varnarlaus. Brid- gen náði í sloppinn hennar og hélt honum að henni meðan hún fór í ermarnar. — Lawlor, sagði hún, — þú myndir líka vera skrítin, ef þú vakn- aðir upp við simahringingu. Já, væna mín, ég er alein og ég er að verða dálítið þreytt á þessum spurn- ingum. Ég get ekki gert við því þótt ég hafi skánað ( húðinni, — mér þykir það leiðinlegt, en ég er með svo mikinn höfuðverk að ég ætla að taka aspirin,og stinga mér svo í rúmið aftur. Hún var lengi að losna við fröken Lawlor. Svo settist hún á rúmstokk- nn. — Þetta eru nú meiri lygarnar, sem maður verður að hafa f frammi. Elskan mín, heimurinn er að ná í okkur, skriða f kringum okkur. — Látum okkur þá mæta honum, sagði Bridgen. — Við skulum gifta okkur. — Við höfum talað um það áð- ur, fram og aftur. Við skulum ekki byrja á því að nýju. — Já, en mig langar til að giftast þér. — Vinur minn, ég elska þig, en ég vil ekki eyðileggja Iff þitt. Ég hefi sagt þér það að ég verð orðin miðaldra, þegar þú ert að verða fullþroska maður. — Þú ert brjáluð að segja þetta, sagði Bridgen. Hún beygði höfuðið og fór að gráta. — Já, sagði hún, — ég veit það, — hve lengi heldurðu að heim- urinn láti okkur i friði, vinur minn? Heimurinn hrundi yfir þau, að- eins fimm dögum síðar. Skólastjór-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.