Vikan


Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 37

Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 37
á stólbrúninni, þráðbein í bakið. Svo fór hún að skjálfa. — Við verðum að komast heim og fá okkur hressingu, sagði Bridgen hátt. — Vel mælt, sonur, sagði faðir hans. Bridgen fór og tók utan um hend- ur fröken Irvine. Þær voru ískald- ar. Hún sagði: — Þú þarft ekki að gera þetta, Bridgen, þú þarft ekki að gera þetta vinur minn! — Fröken Irvine, sagði faðir Bridgens, — mér virðist að hann viti hvað hann er að gera. — Drottinn minn dýri, sagði fröken Irvine, — drottinn minn dýri. Bílaprófun Framhald af bls. 9 bílnum, og ekki þarf annað en að styðja á stuðrofa til þess að þeir hreinsi sig sjálfir og bjakk- ið fari í geymi aftur í skotti. Klukkan er líka dálítið merki- leg, þeir sem ferðast í Chrysler 300 X þurfa ekki að átta sig á afstöðu vísanna heldur bara styðja á hnapp, og þá hljómar af segulbandi þýð rödd, sem segir nákvæmlega til um réttan tíma. Enda ekki alltaf víst, að farþegarnir hafi tíma til að líta á klukkuna, því aftur í er sjón- varp, sem allir farþegarnir, þrír að tölu, geta notið, ef sá sem fram í situr ómakar sig til að snúa við sætinu. Litlar upplýsingar liggja fjrr- ir um útlit bílsins, aðrar en þær, að General Tire & Rubber Co. lét gera sérstök dekk á bílinn með ígreiptum krómhring að utan. Raksaumar Framhald af bls. 47 Mynd 7 sýnir þar sem 4 þræðir eru skyldir eftir milli rakinni þráða og gatafaldssporið hefur verið saumað. Síðan er krókspor (hekse- stingur) saumaður yfir þráðasam- stæðurnar 2 og 2 í einu. Mynd 8 sýnir 4—6 þræði órakta eins og á mynd 7, sem síðan eru hertir saman og látnir víxlast með því að stinga nálinni bak við 2 og 2 þráðasamst. til skiptis. Mynd 9 sýnir þar sem 4 þræðir eru raktir, 4 látnir órpktir, 4 raktir, 4 óraktir og 4 raktir. Fyrst er gata- faldssporð saumað til hliðanna báð- um megin, og síðan er sama spor og mynd 8 sýnir saumað tvisvar sinnum. Mynd 10 sýnir allar gatafalds- aðferðirnar saumaðar í fremur gróft hörefni með dökkum þræði. Mynd 11 sýnir rakta þræði með 4 þráðum órökum á milli, og er krossspor saumað í stað gatafalds- sporanna og fernngsspor saumað yfir óröktu þræðina. Mynd 11 a sýnir sömu aðferð og mynd 11, nema nánari skýringu á ferningssporinu eða að þræðirnir Vilirliiliir fullunnar og tilbúnar til uppsetningar. Viðartegundir: EIK ASKUR ÁLMUR CHERRY LERKI LIMBA TEAK o. fl. 0. FL. Verðið mjög hagstætt. HARDVIDARSAUN 1 Þórsgötu 13, Rvík. Símar 11931, 13670 eru látnir jafnherpast frá 4 hliðum. Mynd 12 sýnir rakta þræði og 4 þræði órakta á milli, sem síðan eru hertir saman með krosssaumi. Ath. að gatafaldssporið er saumað beint niður í brúnirnar, en ekki á ská eins og áður. Raksaumur Framhald af bls. 47 Mynd 1 sýnir að önnur fernings- röðn hefur verið saumuð og byrjað er með 2 ferningsspor hinum megin, og áður en seinna sporinu er lokað, er stungið undir neðri þráðasam- stæðuna eins og náin sýnir og þar með byrjað á 1. slöngusporinu. Mynd 2 sýnir, að slöngusporin hafa verið saumuð milli tveggja efstu ferningssporanna, neðra fern- ingssporinu lokað, næstu 2 fernings- sporin saumuð að sama spori og fyrst var endað við og síðan haldið áfram með slöngusporin. Mynd 3 sýnir, hvernig annað slöngusporið er saumað. Mynd 4 sýnir endtekningu fyrri lýsinga og um leið þar sem verið er að Ijúka seinna slöngusporinu og stinga upp fyrir næsta fernings- spori. Júlíus Sesar Framhald af bls. 20 ið, sem náð hafði tökum á þeim, fann hann til vonleysis í fyrsta sinn og hallmælti hamingjugyðj- unni Fortúnu „sem búið hafði honum svo virðingarlaus enda- lok.“ „Það var hægt að lesa hugs- unina um dauðann í andliti hans“, skrifar Flórus. Hann var gripinn slíkri örvæntingu að hann jafnvel ákallaði guðina: hóf hendur sínar til himins og grátbað þá um að „láta hann ekki glata ávöxtum svo margra sigra í aðeins einni orrustu." Síð- an tók hann af sér hjálminn og hljóp „eins og brjálæðingur" fram í víglínuna, þar sem hann helHi skömmum, frýjunarorðum og ógnunum yfir menn sína. Þegar þetta dugði ekki til hvatningar, þreif hann aftur skjöld af manni, æddi áfram og æpti: „Hér ætla ég að deyja ...“ „Að þessum orðum sögðum“, skrifar Appían, „geystist Sesar fram úr fylkingunni og í áttina til óvinanna þangað til hann var aðeins í tíu feta fjarlægð frá þeim. Haglél tvö hundruð örva beindist að honum; sumar fóru framhjá honum og snertu hann ekki, en skjöldur hans hlífði honum við öðrum. Þá komu al- þýðustjórarnir hlaupandi og börðust við hlið hans. Þessi við- brögð leiddu til þess, að allur herinn snerist af ofsa gegn óvin- unum.“ Sé allt þetta tekið með í reikn- inginn - hreysti hans, óbifanleg trú hans á sjálfum sér, lágt mat hans, á öðrum, sannfæring hans um að verstu óvinir hans teldu það ekki lausn á neinu að drepa hann — allt þetta kemur vel heima við hegðan Sesars daginn sem hann var drepinn, fimmt- ánda marz, fjörutíu og fjórum ár- um fyrir Krists fæðingu. En viljum við leita nánari útskýr- inga á atferli hans, verðum við að þekkja Róm á hans dögum og grundvöll hennar. Á umbrotatímum eru málin ó- sköp einföld frá sjónarmiði ungra manna, sem standa við neðsta þrep stigans og eru ó- þolinmóðir. Þeir eru svo upp- teknir af því að komast upp í næsta þrep og svo það þarnæsta að þeir taka varla eftir neinu öðru. Ef þeir gerast stjórnmála- menn, skipa þeir oftast í raðir með ofstækisfullum mönnum og róttækum; hvort þeir eru til vinstri eða hægri skiptir þá engu, svo lengi sem þeir eru á nógu hraðri uppleið. Þeir hafa gaman af byltingum, því ekkert er eins fljótvirkt til að skipta um menn í efstu þrepunum eins og bylting. Þannig var afstaða Júlíusar Ses- ars árið 84 fyrir Krist. Þá var hann átján ára og átti ekki grænan eyri, þótt hann væri af göfugum ættum. Hann var metn- aðargjarn, óþolinmóður, óhemju gáfaður, hrokafullur, eirðarlaus, óákveðinn og reiður — eins og synir arfðaaðals verða þegar þeim er rutt til hliðar af nýrík- um snobburum og uppskafning- 3. tbi. vikAN 87

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.