Vikan


Vikan - 19.01.1967, Page 40

Vikan - 19.01.1967, Page 40
OSRAM flúrpípur, hringir, g Q /;■■! |U| startarar og almennar perur fást land allt, vegna gæðanna. um um, með grófar, heimskulegar og hundingjalegar hugmyndir. Til þess að verða voldugur í Róm dugði nú ekki lengur að vera fæddur af göfugri ætt, bera virðulegt nafn, eða vera tengd- ur velstæðri fjölskyldu, eins og meðan lýðveldið var lítið, dyggð- ugt og fátækt. Nú óx valdið upp af auðnum. Menn sem voru auð- ugir og kunnu með auðinn að fara urðu sér úti um vini, banda- menn og virðulegar þjóðfélags- stöður; þetta þrennt veitti þeim vald til að safna enn meiri * auði og öðlast þannig enn meira vald. Venjulega áttu aðeins há- ættaðir menn sæti í senatinu, en ættu þeir ekki sjálfir völd og auð, voru þeir varla annað en sendisveinar. Ríkur og voldugur maður þurfti ekki lengur að sitja í senatinu; hann fékk aðra til þess fyrir sig. Og voldugustu og ríkustu mennirnir í Róm voru hershöfðingjarnir. Ránsfengur og hernaðarframkvæmdir auðguðu marga, en einkum þó fyrirliða rómverska hersins. Hvernig gat ungur maður, sem varla skar sig mikið úr sínum jafnöldrum, orðið hershöfðingi? Til þess þurfti tíma, heppni og einurð. Hann varð að klifra upp hinn pólitíska stiga, þrep eftir þrep, án þess að láta sér nokk- urntíma verða á mistök. Ef allt gengi vel, myndi fólkið að lokum kjósa hann konsúl og senatið fá honum til stjórnar mikilvægt skattland ásamt hersveitunum þar. En til að hljóta kosningu í jafnvel minniháttar embætti þurfti mikið fjöldafylgi og of fjár til að standa undir kosninga- baráttunni og til að múta kjós- endum. Þetta tvennt heyrði sam- an. Fylgi fjöldans þurfti pen- inga. Inn í þennan hring varð Sesar hinn ungi að brjótast, þótt hvorki ætti hann auð né völd. Ræðumennska var ein ódýr- asta leiðin til að vekja á sér at- hygli á Fórum. Ef vel tækist til þar, var hægt að safna sér nokkrum hópi velviljaðra áheyr- enda og fá nokkra áhrifamenn til að taka eftir sér sem efnileg- um ungum manni. Sesar átti gott með að tala sannfærandi og það kom í ljós að hann átti furðu auðvelt með að fá áheyrendur á sitt mál. Hann var síðar ein- hver mesti ræðumaður sinnar aldar. Hann gat töfrað svæsn- ustu andstæðinga sína með orð- um. Síseró, sem var hreint eng- inn auli á þessu sviði, lét hafa það eftir sér: „Sem mælskumað- ur er Sesar frábær, þótt æfing- una vanti hann ... Hvaða mál- snillingur er hnittnari og gagn- orðari, eða talar fágaðra og fegurra mál?“ Hann var líka orðheppinn og fyndinn í einka- viðræðum. „Orðaval hans sýndi góðan og fágaðan smekk“, sagði Síseró eftir að hann hafði snætt með Sesari þremur mánuðum fyrir fimmtánda mars. Líkamlega var Sesar líka vel úr garði gerður. Hann var há- vaxinn — það er að segja af Rómverja á þeirri tíð að vera. Hann hafði nístandi svört augu og kaldhæðinn svipur hvíldi jafnan yfir andlitinu. Hann átti til að fá köst af niðurfallssýki, en að öðru leyti var hann stál- hraustur og bjó yfir óhemju þreki til að standast hverskyns harðræði. Hestamaður var hann frábær og gat farið hratt yfir eins og sendiboði, og hann lét sig ekki muna um að leggja nótt við dag ef um bardaga eða önnur aðkallandi störf var að ræða. Á efri árum er hann var tekinn að helga sig bókmenntastörfum, las hann gjarnan tveimur eða þremur fyrir samtímis. Hann var alltaf mjög glæsilega klæddur, enda þótt hann hefði þann ávana að gyrða beltið laust að sér, og það tóku síðan allir upp eftir honum. Hann tók snemma að missa hárið og greiddi það fram til að leyna skallanum, og á efri árum bar hann oft lárviðar- sveig í sama tilgangi. Sem gleði- maður var hann alræmdur. í æsku svaf hann hjá eiginkonum sumra frægustu höfðingja í Róm og mestu fegurðardísum síns tíma. Almannarómur hermdi að hann svæfi jafnfúslega hjá eig- inmönnum þeirra. Hver beður var stikla á framabraut hans. Þótt Sesar væri fæddur aðals- maður, gerðist hann meðlimur alþýðuflokksins, sem var and- vígur senatinu. Hann var fjórt- án ára þegar alþýðuleiðtoginn Maríus, sem var honum ná- tengdur, sigraði fjölskyldurnar hundrað — patrísea Rómar — náði Róm á sitt vald og lét her- menn sína strádrepa helztu hefðarmenn senatsins. Sesar var sextán ára þegar Maríus dó 86 fyrir Krist og tvítugur þegar Súlla, hetja fjölskyldnanna hundrað, sigraði alþýðuflokkinn og hófst handa við að drepa alla sína andstæðinga. Sesar varð að flýja. Hermenn Súllu náðu hon- um, en hann bjargaði lífinu með því að múta fyrirliða þeirra. Raunar þótti ekki mikil ástæða til að ofsækja hann: flestir voru á einu máli um að hann væri of mikill villingur til að hægt væri að taka hann alvarlega. Og svo var hann af aðalsættum og átti marga ættingja i hópi sigurveg- aranna. Samt taldi hann öruggara að fara eins langt frá Róm og kost- ur var á, í bráðina að minnsta kosti, en verða sér jafnframt úti um hernaðarreynslu. 81 fyrir Krist var hann kominn til Asíu, þar sem hann gat sér góðan orð- stír, fékk verðlaun fyrir hreysti- lega framgöngu á vígvelli og var falin á hendur vandasöm sendi- för til hirðar konungsins í By- þiníu. „Þar“, segir Svetóníus, „dvaldist honum svo lengi, að menn fengu grun um kynvillu- samband milli hans og konungs- ins. Ekki er ólíklegt að hann hafi verið nógu klókur til að nota rekkju konungs í stað ráðstefnu- borðs. Síðar tók hann þátt í róm- verskum herleiðangri í Kilikíu, en forðaðist að koma heim til Rómar. Þegar dauði Súllu fréttist aust- ur 78 fyrir Krist, flýtti hann sér til Rómar til að reyna heppni sína í pólitík og lagarefjum. Sem rómverskur borgari hafði hann rétt á að lögsækja opinber- an embættismann, og það gerði hann og valdi að skotspæni voldugan mann, fyrrverandi konsúl er Dolabella hét, og sak- aði hann um misfellur í embætt- isfærslu. Hann tapaði málinu, 40 VIKAN 3- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.