Vikan


Vikan - 19.01.1967, Síða 15

Vikan - 19.01.1967, Síða 15
Hún á ekki Rolls Royce eins og aðrar stjörnur, heldur ferðast hún með neðanjarðarlest- unum og alinenn- ingssporvögnum. Julie Christie hefur gaman af því að búa til mat, en eldliúsið er að minnsta kosti ekki eftir íslenzkri forskrift. íbúðin liennar í London er sambland af Viktoríustíl og popstíl. Anti-stjarnan sefur í þessu járn- rúmi. Julie Christie 10 ára. Hún brosti afar sjaldan, sem barn. hefur það á tilfinningunni að maður geti farið hvenær sem er, kærir maður sig ekkert um það og situr sem fastast. Karlmenn og konur dragast ósjálfrátt að Julie Christie, vegna þess að hún er óspillt og frjálsleg. — Það er ekki neinn kynþokki, sem dregur karlmennina að mér, segir hún sjálf, — heldur er það vegna þess að ég er frjálsleg. — Karlmenn vilja ekki taka neina ábyrgð, og það vil ég ekki heldur. — Ég hef aðeins einn góðan hæfileika, ég er heiðarleg. Ég lifi fyrir líðandi stund og hugsa aldrei um morgundaginn. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að deyja, en ég lifi eins og ég gæti dáið á morgun. Ég nýt lífsins í fullum mæli. Ég man ekkert frá æsku minni, en ég hefi það á til- finningunni að ég hafi verið innilokuð til 16 áira aldurs, þá fór ég til Frakklands og þar með fór ég að finna bragð af lífinu. — Julie Christie er fædd í Indlandi, dóttir brezkra plantekrueiganda. Hún var send til Eng- lands, til að ganga í skóla, varð fljótlega þessi uppreisnarseggur, sem hún er enn þann dag í dag, var rekin úr nokkrum skólum, fór til Frakklands, ákvað að verða bítnik og leikkona og hóf feril sinn á vindsængum. Það var fyrir sérstaka heppni, að hún fékk hlut- verkið í „Lygaranum“, síðan hefur allt gengið af sjálfu sér. John Schlesinger, leikstjóri hennar í „Lygaran- um“, segir að hún sé eðlileg og sjálfri sér sam- kvæm. Hún reynir aldrei að notfæra sér það að hún er hin fræga Julie Christie. Hún virðist hafa ótakmarkaða hæfileika sem leikkona. Hún hefur alltaf upp á eitthvað nýtt að bjóða, og andlitið getur sýnt hundrað svipmyndir á skömmum tíma. Mótleikarar hennar, leikstjórar, ljósmyndarar og snyrtikonur, ljúka öll upp einum munni að frá henni ljómi einhverjir töfrar, sem ekki hafa þekkzt, síðan Garbo var og hét. Hún hefur lífgef- andi áhrif á allt sitt umhverfi. — Hún er eðlileg, heiðarleg og hlýleg, segja vin- ir hennar. Að lifa lífinu er list fyrir henni. Hún er falleg, en óskar frekar eftir því að það sé sagt að hún sé Ijót. Julie Christie segir um sjálfa sig: — Ég gæti ekki lifað án ástarinnar. Það er mér hamingja að fá að vera með vinum mínum, vera ástfangin og að dansa á hverri nóttu. Ég er 25 ára. Ég vildi að ég væri aðeins 22, og að enginn kannaðist við mig. Þegar maður fer að vinna vel fyrir sér, er frjálsræðið búið. í huganum bölva ég eins og brjálæðingur, yfir sjálfri mér. Ég er ekkert gáfuð, en ég hefði viljað stunda háskólanám, til að þjálfa hugsun mína. Ef maður lætur það eftir sér að hætta að hugsa, er örugglega erfitt að taka upp þráðinn aftur. Ef ég hefði einkabílstjóra, léti ég hann ekki vera í einkennisbúningi, og ég myndi alltaf sitja í framsætinu hjá honum. Ég hugsa rökrétt. Þegar ég fæ frí, ætla ég að sofa, — sofa.... Ég er alltaf óánægð. Hin glæsta stjörnufrægð er úrelt. Nútíma fólk hlær að stjörnutilbeiðslunni. — Metnaðargirnd. Ég veit ekki hvort ég er nokkuð metnaðargjörn. Það eina sem ég veit er að ég óska að verða betri með hverjum degi, sem leikkona, og töffari með hverjum degi, sem mann- eskja.... '• 1 s. tw. VIKAN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.