Vikan


Vikan - 22.03.1967, Síða 3

Vikan - 22.03.1967, Síða 3
Sexið og Sviarnir Það hefur vakið alheimsathygli hversu Svíar sýna kynferðismálum mikinn áhuga. Utlendingar sem dvelj- ast í Svíþjóð verða strax varir við þetta, bæði á næt- urklúbbum og í sumum blöðunum. Má í því sambandi Í NKSTU VIKU nefna vikublaðið SE, en efni þess er að miklu leyti byggt á kynferðismálum og hnefaleikum. I næstu Viku birtist grein sem nefnist SEXIÐ OG SVÍARNIR. Þar er fjallað um þetta fyrirbrigði, bæði galla þess og kosti. Greininni fylgja myndir frá næturklúbbum í Stokkhólmi. Þegar rætt er um skemmtanalíf fyrstu ára þessar- ar aldar, fer vart hjá því að nafn Söru Bernhardt beri á góma, enda má segja að hún sé fyrsta leikkon- an sem hlýtur heimsfrægð. f næstu Viku kemur grein sem nefnist HIN GUÐDÓMLEGA SARAH BERNHARDT. Eru þar birtir kaflar úr ævisögu þessarar dáðu leik- konu. — Fegurðarsamkeppni unga fólksins heldur áfram og í næsta blaði kynnum við þátttakendur nr. 5 og 6. Annað efni: Annar hluti hinnar nýju framhalds- sögu HVIKULT MARK eftir Ross MacDonald, sjötti hlut- inn af ANGELIQUE í BYLTINGUNNI, og síðast en ekki sízt framhaldið af bók Manchesters um dauða Kennedys forseta. HÚMOR í VIKUBYRJUN Það er alltaf sama sagan með þessi skemmtiferðalög, menn eru alltaf of margir. Og munið svo eftir því að taka ein- göngu það nauðsynlegasta með í leið- angurinn. ÍÞESSARIVIKU ANGELIQUE í BYLTINGUNNI. 5. hluti hinnar spennandi framhaldssögu eftir Sergeanne Golon .................................. Bls. 4 FIMM DAGAR í MADRID. Sögulok............ Bls. 8 MEÐ MYNDAVÉL í ELDLÍNUNNI. Viðtal við frönsku blaðakonuna Michele Ray, sem var fangi Viet Cong .................... Bls. 10 KVENNAGULLIÐ. Smásaga ................ Bls. 12 GEFÐU GAUM AÐ GREIND ÞINNI. Gáfnapróf fyrir konur ............................ Bls. 14 SÁ STERKASTI í BONN. Grein um hinn um- deilda, þýzka stjórnmálamann, Franz Jósef Strauss ................................. Ðls. 16 UNGA KYNSLÓÐIN 1967. Tveir þátttakendur kynntir -í fegurðarsamkeppni VIKUNNAR og KARNABÆJAR .............................. Bls. 18 HVIKULT MARK. Ný framhaldssaga eftir Ross MacDonald. Sagan hefur verið kvikmynduð og verður myndin sýnd í Austurbæjarbíói ( vor Bls. 22 VIKAN OG HEIMILIÐ. Páskamatur ........... Bls. 24 DAUÐI FORSETA. 5. hluti bókar Manchesters Bls. 27 ÚTGEFANDI: HILMIR H.F. Ritstjóri: Sigurður Hrviðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamaður: í?"ur Þorlcifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Auglýsmgar: Ásta Bjarnadóttir. Dreifing: Óskar Karlsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholt 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 35. Áskriftarverð er 470 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun og myndamót Hilmir h.f. FORSlÐAN Fegurðarsamkeppni Vikunnar og Karnabæjar held- ur áfram, og að þessu sinni birtum við á forsíðu mynd af þátttakendum nr. 3 og 4. Þær heita Kristín Waage og Helga Ingibjörg Möller. Myndina- tók Óli Páll Kristjánsson á Reykjavikurflugvelli. Manninum mínum fannst að ég ætti að hætta að vinna, eftir að við giftum okkur. Við höfum tvo bíla, tvö sjónvarpstæki, tvö baðherbergi, hversvegna getum við þá ekki haft tvennskonar sjónarmið. Hættu að væla, ég er ekki að fara, ég ætla bara að fá mér frískt loft.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.