Vikan


Vikan - 22.03.1967, Side 6

Vikan - 22.03.1967, Side 6
Enskar postulínf lísar á’vallt V I miklu órvali LITAVER SF. Grensásveg 22—24 (horni Miklubrautar) — Símar 30280 & 32262 ____________________________I íva LAGFREYÐANDI HÆGRI AKSTUR OG SKOÐANAKÖNNUN Kæri Póstur! f einum af hinum ótalmörgu umræðuþáttum íslenzka sjón- varpsins gat vígslubiskup lands- ins þess, að tómt mál væri að tala um fjármál í landi, þar sem ekki væri hægt að halda vegarspotta til Selfoss akfærum að vetrar- lagi, en hins vegar væri hægt að eyða tugum milljóna í að koma á hægri handar akstri. Mér þótti þetta vel og hnyttilega að orði komizt hjá vígslubiskupinum, og ég er honum hjartanlega sam- mála. Ég hef ekki ennþá hitt neinn bílstjóra, sem er því hlynntur, að hægri akstur verði tekinn upp hér á landi. Það gef- ur auga leið, að svo róttæk breyt- ing á umferðarmálum okkar eyk- ur slysahættuna stórlega og eyði- leggur hið fórnfúsa starf, sem lögreglan, samtökin Varúð á veg- um og Félag íslenzkra bifreiða- eigenda hafa unnið undanfarin ár í umferðarmálum okkar. Mér datt í hug, að ekki væri úr vegi, að Vikan efndi til skoðanakönn- unar meðal lesenda sinna um þetta mikilsverða mál. Ég er sannfærður um, að sú skoðana- könnun mundi leiða í ljós, að meirihluti þjóðarinnar er ein- dregið á móti þessari breytingu. Að mínu áliti hlýtur að verða erfitt fyrir ríkið að fylgja ákvörð- un Alþingis um hægri akstur- inn, þegar sýnt er, hversu illa hún mælist fyrir hjá almenn- ingi. Virðingarfyllst, Vinstrisinnaður. Hægri aksturinn virðist vera eitt af þeim málum, sem almenn- ingur er á móti, en þeir sem sér- þekkingu hafa á þessu sviði mæla hins vegar með. Þegar þetta er ritað hefur eitt félag komið á framfæri þeirri áskorun, að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hægri aksturinn um leið og kosið verður til Alþingis í vor. Kannski bætast fleiri fé- lög í hópinn, og verður fróðlegt að fylgjast með, hvort orðið verð- ur við þessari áskorun. HARBOUR LITES OG FORD Kæra Vika! f 6. tölublaði birtir þú mynd af tríóinu The Harbour Lites sem skemmtu hér í Glaumbæ. Á þess- ari mynd hafa þeir skrifað nöfn sín. Ég get ekki lesið úr skrift- inni. Getur þú nú, Vika mín, sagt mér hvað þeir heita? -—- Viltu gera s vo vel að kynna Ford Mustang, allar þrjár gerðirnar, sérstaklega gíraskiptinguna og hvað er hægt að fá þá með stóra vél? S.K. Það getur oft reynzt býsna erf- itt að lesa úr skrift manna, sér- staklega þegar þeir skrifa nafn- ið sitt, og það þykir fínast, ef menn skrifa það þannig, að það er með öllu ólæsilegt. Eftir því sem við höfum komizt næst heita þeir félagar Greene, John Ross og Johnny, en því miður hefur okkur ekki tekizt að grafa upp eftirnafn hans. Ford Mustang er til í þremur gerðum, hardtop, fastback og convertible (blæju- bíll). Það er hægt að fá hann sjálfskiptan, með 3 gíra kassa og 4 gíra kassa. Vélin getur verið 6 strokka og 120 hestöfl eða 8 strokka og 200, 225, 271 eða 320 hestöfl, og um ýmsa aukahluti er að velja. MEXICO Kæri Póstur! Mig langar til að biðja um smá upplýsingar, þar sem þú get- ur úr ýmsu ráðið. Hefur Mexico sendiráð í Reykjavík? Ef ekki, hver annast þá slík störf fyrir Mexico? Það mun ekki þurfa vegabréfsáritun til Mexico, en hvaða bólusetningar þarf? Með fyrirfram þökk. M.A.D. Ræðismaður Mexico á fslandi er Einar Egilsson, verzlunarmað- ur, Hjarðarhaga 17, sími 18995. Þeir sem fara til Mexico þurfa að láta bólusetja sig gegn kúa- bólu, taugaveiki og taugaveiki- bróður — og meira að segja tvisvar gegn hverri veiki. AÐ BÚA í BLOKK Kæra Vika! Ég réðist í það fyrir fáeinum árum að kaupa mér litla íbúð í blokk. Þetta var stórt átak í lífi mínu, og ég hef orðið að beita öllum hugsanlegum ráðum til þess að standa í skilum. En eitt var það, sem mér láðist að taka með í reikninginn. í þessari ágætu blokk er húsfélag, og þeir 6 VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.