Vikan


Vikan - 22.03.1967, Síða 9

Vikan - 22.03.1967, Síða 9
arinnar og veggsins gegnt. Það stóð svo nákvæmlega heima, að um leið og hún gerði þetta, reif hún lakræmurnar niður, sem hún hafði puðað við að troða í rifurnar. Hún lagðist á gólfið og gætti þess að anda alveg við það. Hún heyrði meiri óskiljan- leg köll, og síðan heyrði hún í slökkviliðinu. Hurðin skall á höfðalagi rúms- ins. Einhver var að reyna að komast inn. Aftur og aftur kast- aði einhver sér á hurðina. Kay þoldi ekki kæfandi reyk- inn lengur. Hún reis upp á knén og togaði í rúmið. Það bifaðist varla. Hún hentist á fætur og rykkti af alefli í það. Það rann hægt frá dyrunum. Hún klöngr- aðist yfir það, hrasaði, rétti fram höndina eftir handfanginu og rykkti upp dyrunum. Hún hikaði andartak, bjó sig undir árásina, sem hún vissi, að hún myndi mæta, svo stakk hún sér fram í næsta herbergi. Reykurinn var 'ekki eins þykk- ur þar, og fram undan sá hún Gregory hendast í gegnum dyr fram í gang. Hún elti hann, tók hvert skref um leið og hann. Hann var kominn að framdyrum íbúðarinnar, þegar hún rakst á borð og hann heyrði til hennar. Hann sneri sér við og sá hana, um leið og axir slökkviliðsmannanna unnu á hurðinni. Hún sá andliti Trasks bregða fyrir, um leið og hann kastaði sér á Gregory. Svo sviku fæturnir hana og hún hné á gólfið. Svo fann hún, að henni var lyft, og heyrði Hank nefna nafn hennar. Flugvélarnar voru á eftir áætl- un og biðsalurinn á Barajas krökkur af fólki, því allir þátt- takendur ráðstefnu spænsku- mælandi landa voru að fara heim. Kay hafði gengið frá far- miðanum sínum, farangur henn- ar vigtaður og fluttur burt. Hún sat við hlið Hanks og beið eftir tilkynningunni um brottför flug- vélarinnar til New York. Þau höfðu þegar kvaðzt, fyrir mis- tök, þegar þau misskildu glamr- andi hátalararöddina. Nú óskuðu bæði þess, að flugvélin legði af stað, til að ljúka þessu af. — Sjáðu, sagði Hank. — Já, svaraði Kay. Fred Trask, í sínu vinsamlega frændagervi tróðst alúðiega í gegnum mannþvöguna í áttina til þeirra. Hann brosti, og kink- aði ákaft kolli af ánægju yfir að finna þau. — Eg vissi, að vélinni þinni seinkaði, Kay, sagði hann. -— En ég var ekki viss um, að henni seinkaði nóg til þess að ég næði í skottið á þér. Það er alveg voða- leg umferð. Jæja, jæja. Svo þú ert að yfirgefa okkur. — Ef vélin mín hefur ekki týnzt í allri þessari þvögu, svaraði Kay. Trask hló og sagði: — Hank, sámþykkir þú þetta, að Kay fari? — Það er fáránlegt, svaraði Hank. — Alveg eftir konum. — Hvenær ferðu aftur til Kaupmannahafnar? spurði Trask. — Á morgun. — Heldurðu Hank, að það þýði nokkuð fyrir mig að reyna að fá Kay ofan af því að fara til New York? — Reyndu það ekki, sagði Kay. — Sérðu ekki, að þú ert að slíta hjartað úr Hank? — Ég er líka að slíta það úr mér, en ég verð að fara. — Hvers vegna, spurði Trask. — Ég á ýmislegt ógert. Ég verð að segja upp vinnunni, ganga frá íbúðarmálunum mínum, kaupa ný föt, pakka niður öllum mínum bókum og postulíninu hennar langömmu og koma því í flutn- ing til Kaupmannahafnar. Og ýmislegt fleira. — En þarftu að vera svona lengi að því? spurði Hank fýlu- lega. — Þrjá daga! svaraði Kay. — Ég verð kominn til Kaupmanna- hafnar á sunnudaginn. Er það langur tími? — Já, svaraði Hank. — Já, sagði Trask og hló. Kay andvarpaði og hristi höf- uðið dapurlega. — Já, mér finnst það líka sagði hún. Endir. Viðkvæmni.. ílóía handar yðar Hin viðkvæma húð yðar þarfnast sérstakrar umhyggju og verndar Johnson barna- varanna, vegna þess, að sér- hver af hinum þekktu John- son barnavörum er aðeins búin til úr beztu og hreinustu efnum. Nólægt hundrað óra reynsla í framleiðslu á púðri, kremi, sápu, olíu og vökva fyrir við- kvæma húð barna hefur gert Johnson & Johnson traust- asta nafnið á barnavörum. 12. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.