Vikan


Vikan - 22.03.1967, Page 21

Vikan - 22.03.1967, Page 21
 Hér kemur annar hluti fegurðarsan>keppni þeirr- ar sem Vikan stendur að, svo og Karnabær, tízku- fataverzlun unga fólksins. Það er að sjálfsögðu Karnabær, sem sér um það að klæða stúlkurnar fyrir myndatökurnar og bæði á forsíðumyndinni og eins á myndunum sem hér fylgja með, eru þær Helga Ingibjörg og Kristín í tízkufatnaði frá Karnabæ. Þessi fegurðarsamkeppni ungra stúlkna verður ekki mikið í líkingu við hina venjulegu fegurðar- samkeppni, sem fram fer á ári hverju. Ekki er ætlazt til að lesendur blaðsins hafi neinskonar at- kvæðagreiðslu; myndirnar eru meira birtar til kynningar, en dómnefnd inun fjalla um úrslitin. I Ö1|R U! 111 m M m 1D fíD n /e@íih m I 1 Ja Ud ILÍmImU O verðlaun eru utanferð til Englands og skóla- vist þar í þrjá mánuði. Þar er um að ræða sumar- skóla, sem starfar í júií, júlí og ágúst og þar er lögð stund á enskunám. Þetta er léttur og skemmti- legur skóli, sem sameinar kynni við ungt fólk víða að úr heiminum og gagnsemi þess að læra vel ensku. ÞESSI VERÐLAUN ERU 35 ÞÚSUND KR. VIRÐI. 0 verðlaun eru plötuspilari af ágætri gerð og nokkrar plötur munu fylgja með. Einnig fatnaður frá Karnabæ. © verðlaun er úr og fatnaður frá Karnabæ. Allir þátttakendur verða leystir út með fatnaði frá Karnabæ. Hún á heima á Ægissíðu 90 og foreldrar hennar eru hjónin Ágústa og Gunnar Möller hrl. Helga er hávaxin, 168V2 cm, og grönn, með dökkt hár og blá augu. Hún stundar um þessar mundir nám í verzlunardeild Hagaskólans, þar sem bætt er verzlunarnámsgreinum svo sem vélritun og bókfærslu við venjulegt gagnfræðanám. í vor verður Helga gagnfræðingur frá þessum skóla en hyggst þó leggja verzlunarfræðin á hilluna þareftir og fremur fara í Hand- íðaskólann til náms í auglýsingateikningu. Helga hefur mörg járn í eldinum og átti erfitt með að gera það upp við sig, hvað hún ætti helzt að leggja stund á, því áhugamálin eru margháttuð og hæfileikarnir á mörgum sviðum. Hún er til dæmis búin að vera 9 vetur í dansskóla Hermanns Ragnars og þar áður var hún í ballet. Helga hefur oft tekið þátt í danssýningum, en auk þess kennir hún börnum dans 1 vetur þar í skólanum og er ákveðin í því að verða líka danskennari. í sumar kyggst hún halda utan til London og verða við dansnám. Og næsta vetur ætlar Helga að hefja reglulegt danskennaranám. Þá getur hún orðið útskrif- aður danskennari 18 ára, en þesskonar próf verður að taka erlendis. Helga hefur líka áhuga á tízkusýningum og hefur nokkrum sinnum sýnt og m.a. komið fram í auglýsingamyndum í íslenzka sjónvarpinu. Hún hefur yndi af hljómlist, er núna að læra á gítar og lærði að spila á píanó 1 Tón- listarskólanum og í einkatímum. Teikning er skemmtilegasta námsgreinin í Hagaskólanum, segir hún. Hún hefur líka gaman af málanámi og leiklistin hefur verið freistandi, en þó ekki svo að hún vildi einvörðungu leggja hana fyrir sig. Til þessa hefur hún einu sinni verið statisti í Þjóðleikhúsinu; það var í „Kraftaverkinu“. í fyrrasumar vann hún hjá Sjúkrasamlaginu, en sumarið þar áður var hún í skóla í Danmörku til að læra dönskuna vel. Hún segist stundum fara á böll í Breiðfirðingabúð, en ekki oft og miklu oftar á bíó. 12. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.