Vikan


Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 42

Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 42
DOM ESTO Drepur sykla! Domestos er sterkt, fjölvirkt, sýklaeyðandi hreinsiefni. Notkun þess tryggir hreinlæti. Tvær flöskur af Domestos ættu ávalt aö vera til á hverju heimili. Ein í eldhúsinu— önnur í baðherberginu. Domestos DREPUR ALLA þEKKTA SYKLA X DOMl/lCE 7X31 ég hélt að ég væri bara einn hlekkur í keðjunni... — Svo að það var þess vegna sem þú gazt ekki gert þér ljóst hvort kossinn var venjulegur mistilteinskoss eða eitthvað meira? Þetta hlýtur að vera skýr- ingin? Veiztu hve lengi ég hefi verið á þessar skrifstofu? Sex ár. Ég ætla að reyna að fá annað starf, svo ég geti unnið mér álit sem heiðarlegur giftur maður. Jili hélt fyrir eyrun. — Hættu! Ég verð að fá að hugsa mig um. Jimmy tók hana í faðm sinn, þrýsti henni að sér og sagði: —Við skulum fá þetta á hreint strax; ef þér finnst þú þurfir umhugsunarfrest, þá skaltu fá hann. Héðan í frá held ég mig í návist við þig, til að geta sagt þér í sífellu hve heitt ég elska þig. Svo kyssti hann hana .. í þetta sinn var hún ekki í neinum vafa. Þetta var ekki neinn mistilteins- koss .... * Með myndavél í eldlínunni Framhald af bls. 11. faedd. Ég hefi verið fimm ór í Af- ríku, í Guineu. Sonur minn er fædd- ur þar. Ég var aðeins 17 ára þegar hann fæddist. Ég skildi við mann- inn minn þegar ég var tuttugu og eins árs, flestar stúlkur giftast ekki fyr en eftir þann aldur. Maðurinn minn fyrrverandi fékkst við bygg- ingar, og ég aðstoðaði hann. Eftir að við skildum fór ég til Parísar, því að ég vildi ekki vera í Nizza. Og svo gerðist það fyrir einskæra tilviljun að ég varð sýningarstúlka hjá Chanel. Jafnframt voru teknar af mér myndir fyrir vikublöð. Við þetta undi ég mér ágætlega f tvö ár, þá fór mig að langa til að gera eitthvað annað. Ég fór að læra á bíl. Ég eignaðist M.G., og síðan ágætan Jagúar. Ég hefi ákveðið að hætta alveg að vera sýningarstúlka og Ijósmyndafyrirsæta, ég er ný- lega hætt því fyrir fullt og allt. Það er mjög auðvelt að halda áfram því sem komið er upp í vana, en mig langaði til að komast burt frá París. Ég ætlaði að fara landleið frá París til Peking. Verður sú ferð farin? Kínverjar svöruðu mér neitandi. Þá ætlaði ég að fara leiðina frá París til Vladivostok. í Moskvu sá ég Gromyko og frú Krústjoff, síðan eru tvö ár, því að þetta var stuttu áður en Krústjoff var settur af. Berið þér vopn á vígstöðvunum? Nei, Bandaríkjamenn skilja ekk- ert í því að ég skuli ekki einu sinni hafa skammbyssu. Fréttaritari þarf ekki og á ekki að vera vopnaður. En bandarísku hermennirnir hafa kennt mér að fara með ýmisleg vopn, þeir segja það vera miklu vissara, því að engin viti hvað fyrir kann að koma. Ég bað um leyfi til að fara með þeim í leiðangur og eftir tvo eða þrjá daga voru þeir ásáttir með að lofa mér að fara með þeim. Þér vitið að sérhver hernaðaraðgerð hefur sitt sérstaka nafn og vietnamski túlkurinn stakk upp á því að ein þeirra væri látin heita í höfuðið á mér, það mætti vel góðri lukku stýra. Og svo var það gert og þeir misstu engan mann. Einu sinni gengum við í viku í hellirigningu, án þess að nokkru sinni stytti upp. Það var skelfilegt. Við og við var verið að skjóta á okkur úr launsátri, en ekki tókst að hafa upp á þeim sem að því voru valdir. Við komum heim aftur klukk- an sex að kvöldi, dauðuppgefin. Að ganga allan daginn, í hellirigningu án þess að sjá nokkurn óvin, það tekur á taugarnar. Manni finnst þetta vera að vinna fyrir gýg. Þér hafið náð í margt fróðlegt í myndina yðar? Ekki nógu margt. En samt mesta fjölda af myndum. Ég náði í mynd- ir af Marine, úr sjöunda flotanum. Ég fékk að fara út í það skip. Þér vitið að í sjóhernum er það gömul venja ag leyfa engri konu að sofa úti í skipi, því að það á að vera ólánsmerki. Og þegar ég sagðist vilja fara út í eitthvert skip í sjö- unda flotanum, var mér sagt að það væri óhugsandi. Svo leið mán- uður, en þá var þetta leyft. Þeir sögðu: „Nú þekkjum við yður, þér megið fara". Svo gisti ég úti í þessu skipi. Ég fékk að koma í klefa skip- stjórans og mér var gefin afarstór kaka. Þeir hafa verið góðir tvið yður, svona yfirleitt? Það má nú segja. Hér er eitt dæmi, sem raunar er dálítið skringi- legt. Eftir að ég kom til Viet-nam hef ég þyngzt um 5 kíló, því að ég þori ekki annað en eta fyrir ókomn- um sulti, og jafnvel þótt ég væri í eldlínunni, fékk ég mér oft bita. Bæði vietnamskir og bandarískir hermenn buðu mér af nesti sínu, hvenær sem tækifæri gafst, gerðu sér ferð til þess þó að þeir væru I nokkurri fjarlægð. Ég kunni ekki við að neita þessu, ekki sízt þegar mað- urinn hafði gert sér ferð um svo 42 VIKAN 12. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.