Vikan


Vikan - 26.10.1967, Side 16

Vikan - 26.10.1967, Side 16
EFTIR EYRflNU Andrés Indriöason Ný hæggeng hljómplata með Hljómum Með hinr>i nýju hljómplötu sinni hafa Hljómar sýnt fram á, að þeir eru í sérflokki hljómsveita hér á landi. Á þessari plötu eru 12 lög, þar af fimm íslenzk — þrjú eftir Gunnar Þórðarson, eitt eftir Þóri Baldurs- son og eitt eftir Rúnar Gunnarsson. Erlendu Jögin, sem Hljómar hafa valið að flytja, eru ekki af takari endanum og bera vott um góðan smekk! Kannski mundu einhverjir segja, að ekki væri nógu mikið af bít-músik, en sannleikurinn er sá, að platan gefur alveg rétta hugmynd um, hvernig músik Hljómar leika núna. Sú músik er gjörólík þeirri, sem þeir léku fyrir einu ári. Þá var söngurinn satt bezt að segja ekki sterkasta hlið hljóm- sveitarinnar — en nú er annað uppi á ten- ingnum: músikin er nú í stíl The Beach Boys og The Hollies, sem þykja eiga á að skipa beztum söngkröftum. Þessi hljómplata Hljóma var hljóðrituð í London, og hún er i stereo. Það vekur athygli, að í flestum lögum er leikið á konsertgítara — og virðast rafmagns- hljóðfærin hafa verið tögð til hliðar í upp- tökunni! Þá setja flautu- og orgelspil skemmtilegan svip á mörg laganna. Einnig má heyra á autohörpu Gunnars Þórðarson- ar, þessu skemmtilega hljóðfæri af sítarætt- inni. Þessi fjölbreytni í hljóðfæraskipan gefur plötunni að sjálfsögðu aukið gildi. Eins og fyrr segir hefur Gunnar Þórðarson samið þrjú lög á þessari plötu: „Þú og ég“, ,,Syngdu“ og „Heyrðu mig góða“, en ágæta texta við þessi lög hefur Ólafur Gaukur samið. Engil- Framhald á bls. 34 16 VIKAN 43- tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.