Vikan - 29.02.1968, Qupperneq 14
Hin VOTfl GROi
FRAMHALDSSAGA 3. HLUTI
EFTIR J. D. McDONALD
ÞETTA VAR LEIÐINLEGUR GLAMRARI, HAUGLATUR, SENNILEGA GÓÐUR SPILAMAÐUR, SÆMI-
LEGUR DRYKKJUMAÐUR OG ÞJÁLFAÐUR FLAGARI.
Þegar hann lagði af stað upp
þrepin kom maður í ljós, uppi
á sólsvölunum, þreklegur í fasi
og svip. Hann var í blárri sund-
skýlu og þykkri, grárri peysu.
Þetta var þrekinn maður og stór
með svera, vöðvamikla fætur og
afar útitekinn. Hárið, augabrún-
imar og bráhárin voru næstum
hvít af sólarijósinu. Andlitið var
holdugt, en til þess að gera lag-
legt. Litahátturinn huldi að
nokkru yfir hvapholdin. Hann
var yggldur.
— Hringdir þú félagi? spurði
Phelps. v
— Áður en þú lagðir á, félagi,
sagði ég þér að koma ekki hing-
að.
Breckenridge hélt áfram. — Ég
þarf að tala við yður um líf-
tryggingu konu yðar. Ég þarf að
leggja fyrir yður nokkrar spum-
ingar.
— Skrifaðu mér þá bréf. Stanz-
aðu þar sem þú ert, snúðu þér
við og farðu aftur niður tröpp-
urnar, félagi, og af lóðinni minni.
Breckenridge nam staðar þrjú
þrep fyrir neðan manninn. Hann
starði upp á hann. — Engan and-
skotans fíflaskap, sagði hann lágt.
— Ég vinn með samþykki lög-
regiunnar. Ég er ekki bursfasölu-
maður, Phelps. Ég verð að rann-
saka sjáifsmorð konu yðar. Og
ég ætla að koma upp, verið ekki
fyrir. Hann hélt áfram upp þessi
þrjú síðustu þrep. Phelps hörf-
aði undan. Það var engu líkara
en að gamla sagan sannaðist æv-
inlega. Það þýddi aldrei að slá
þá litlu út af laginu, aðeins þeir
stóru sem gjamma eru vísir með
að hörfa.
— Sjálfsmorð, sagði Phelps. —
Luciile framdi ekki sjálfsmorð!
— Af hverju eruð þér svo viss
um það? Þér vitið hvað hún var
góður sundmaður.
— Bíðið nú aðeins við!
— Gerðuð þér hana svo ham-
ingjusama að hún hefði ekki get-
að fengið þunglyndiskast?
— Hverskonar spurning er
þetta?
Breckenridge yppti öxlum og
gekk yfir sólsvalirnar. Hann
horfði norður eftir vatninu. Hann
sneri baki við Phelps. Hann ætl-
aði að gefa honum tækifæri til
að ná valdi á sér, því hann vildi
komast að því hvaða sögu Phelps
myndi segja.
Eftir fáeinar mínútur sagði
Phelps: — Ég veit ekki við hverja
þér hafið verið að tala eða hvað
þeir hafa sagt yður. Við Lucee
vorum skilin. Ég hljóp á mig og
hún tók það óstinnt upp, en þeg-
ar ár væri liðið, ætlaði hún að
koma aftur til mín.
Breckenridge sneri sér við og
brosti: — Og hvað var hún þá
að gera með Kimberton? Reyna
að refsa yður?
Phelps vætti varimar. Hann
fölnaði undir brúna litnum. —
Þau voru bara vinir, það var allt
og sumt. Hann hjálpaði henni að
ávaxta fé sitt. Lucee.....hefði
aldrei lagt lag sitt við mann eins
og Skip Kimberton. Hún... Hún
hafði betri smekk en svo.
— Sagðist hún ætla að koma
aftur til yðar?
— Já!
— Og ef þér hefðuð nú kom-
izt að því að orðrómurinn um
hana og Kimberton væri sannur,
hefðuð þér þá tekið hana aftur?
— Ég er ekki fullkominn. En
það er hægt að gleyma og fyrir-
gefa.
— Kannski hún hafi óskað að
koma aftur til yðar, en reiknað
með því, að vegna Kimberton
mynduð þér ekki vilja taka við
henni og þess vegna drepið sig?
— Ónei! Hún vissi að ég myndi
taka við henni.
— Vegna þess að ef þér gerð-
uð það myndi faðir yðar kasta
yður frá sér?
Phelps hrökk greinlega við. —
Hver sagði yður það?
— Þetta er á allra vitorði.
Mynduð þér segja að Lucille
hefði verið tilfinningalega óstöð-
ug?
— Nei. Alls ekki.
— Ef hún hefur ekki ætlað
að koma aftur til yðar, Phelps,
og faðir yðar ætlaði að varpa
yður á dyr, ef hún gerði það
ekki, þá fór þetta allt saman
mjög vel fyrir yður.
— Hver eruð þér?
-—- Hvað á þetta skylt við
tryggingar?
— Hvar voruð þér, þegar hún
drukknaði?
— Einn?
Phelps ætlaði að fara að svara,
en tók sig svo á. — Hvað var
aftur nafn yðar? Breckenridge?
Herra Breckenridge, ég unni Lu-
cille mjög mikið. Ef til vill ætl-
aði hún ekki að koma aftur til
mín. Ég veit það ekki fyrir víst.
Ég ætla að halda áfram að í-
mynda mér að hún hafi ætlað að
koma aftur til mín. Walmo sjeriff
lagði fyrir mig nokkrar spurn-
ingar af svipuðu tagi og þér. Ég
held ekki að ég þurfi að svara
þeim tvisvar.
— Ef ég get fært líklegar sönn-
ur á að hún hafði framið sjálfs-
morð mun fyrirtækið veigra sér
v|ilð að borga samkvæmt tvö-
földunarklásúlunni í tryggingar-
skjalinu. Systir hennar og móðir
eru þeir aðilar sem eiga að fá
tryggingaféð.
— Ó. Er mikið í húfi?
— Nóg.
Phelps lét fallast ofan í rauð-
viðarstól og spennti greipar. —
Þetta sýnist hálf fráleitt. En sýn-
ast ekki öll slys fráleit. Lucee
var heilbrigð og þrekmikil. Hún
leit ekki út fyrir það, en hún var
það. Og þeir sem vilja mér ekki
vel hafa ekki látið af að fræða
mig um það hve vel hún hafi
litið út, upp á síðkastið. Kannski
hún hafi fengið krampa, matar-
eitrun eða einhverskonar ofnæmi
fyrir einhverskonar iyfi. Það fá-
um við aldrei að vita Brecken-
ridge. Hún fór ein út að synda
og drukknaði.
— Eða einhver hefur drekkt
henni?
Augnaráð Phelps varð ótrúlega
skilningsríkt. — Ekki ég. Ég var
ekki einn og ég get sannað það
ef ég endilega verð. En ég efast
um að ég þurfi þess. Hver þá?
Skip Kimberton? Það er fárán-
leg hugmynd. Þar að auki ef ein-
hver hefur drekkt henni yrði fyr-
irtækið hvort sem er að borga. Ef
ég héldi að einhver hefði drekkt
henni myndi ég fara á hnotskóg
sjálfur. Hún var mér mikils virði.
Breckenridge starði á hann
andartak. Af gamalli reynslu úr
lögreglunni vissi hann að það
var hægt að strika yfir Phelps.
Þetta var leiðinlegur glamrari,
hauglatur, sennilega góður spila-
maður, sæmilegur drykkjumaður
og þjálfaður flagari. Að svo miklu
leyti sem hann gat elskað nokkuð
annað en sjálfan sig hafði hann
sennilega elskað Lucille.
— Ef mér dettur eitthvað ann-
að í hug kem ég aftur, sagði
Breckenridge.
— Ég er spenntur. Ef þér finn-
ið eitthvað. Viljið þér þá láta
mig vita?
— Einhver gerir það.
Bart yfirgaf hann þarna og
gekk aftur niður þrepin. Hann
nam staðar við bensínstöðina í
útjaðri borgarinnar. Klukkan var
aðeins yfir tólf. Ungfrú Jackman
sagði honum að Skip Kimberton
hefði ekki komið né hringt. Hann
hringdi í Walmo.
— Mig langar aðeins að vita
eitt, Walmo. — Hvar var eigin-
maðurinn, þegar hún drukknaði?
— Þér þurfið ekki að hugsa
um hann, Breckenridge.
— Takk. En þótt einhver hafi
verið hjá honum er alltaf mögu-
ieiki á samsæri.
— Fyrir guðs skuld, Brecken-
ridge.
- - Við skulum athuga hvem
og einn út af fyrir sig, sjeriff.
— Hann var í húsinu niðri við
vatnið og hafði konu hjá sér og
vildi ekki segja hver hún var.
Ef þér finnið eitthvað sem bend-
ir til að hann eigi einhvem þátt
í þessu skal ég fá það út úr hon-
um og yfirheyra hana, en ekki
fyrr.
14 VIKAN 9 tbI