Vikan


Vikan - 29.02.1968, Qupperneq 15

Vikan - 29.02.1968, Qupperneq 15
— Allt í lagi. Hann ók aftur heim að mótelinu. Barbara var ekki í herberginu sínu. Hann skildi bílinn eftir og gekk niður í miðborgina og fann hana i lít- illi veitingastofu, eina við borð. Hún dauðhrökk við, þegar hann settist við hliðina á henni og þeg- ar hann nefndi nafn hennar brosti hún snöggt og hlýtt. Eftir að hann hafði pantað matinn og þjónustustúlkan var komin úr heyrnarfæri sagði hann: — Ég get sagt þér svolít- ið. Hann sagði henni frá Phelps. Svo sagði hann: — Ég er næstum reiðubúinn að strika yfir hann, án þess að hnýsast frekar í það. Ég veit að þú ert ekki ýkja hrif- in af þessu fólki, en kannske gætirðu hringt í einhverja af þessum konum sem þú hittir, sagt þeim að þér leiddist, kríað þér út heimboð og gáð hvort þú kemst að einhverju. Heldurðu að þú gætir það? Hún rétti fram hendurnar með lófana upp. — Hvað viltu? — Pening til að hringja fyrir. Hún kom aftur fimm mínútum seinna. — Það svaraði ekki hjá Yates fólkinu svo að ég reyndi frú Keaver. Það hreif. Það á að verða smá uppörvunarboð fyrir ICelsey í kvöld. Þeim er sönn ánægja af því að hafa mig með. Aðeins fáeinir, nánir vinir. Keaver nær í mig og flytur mig aftur til mótelsins. Ég sagðist verða að vera hér um kyrrt nokk- urn tíma, því leiðinda trygginga- skarfur hefði verið að reyna að sanna að þetta hefði verið sjálfs- morð. Hún varð skelfingu Iostin. Var þetta ekki í lagi? — Fullkomið. Ég vona að þér sé þetta ekki of þvert um geð. Allt í einu varð hún eins og tvíátta. — Mér er það ekkert þvert um geð. Það sem ég kvíði hins vegar fyrir er að fara í gegnum það sem Lucille skildi eftir sig. Ég verð að gera það seinni partinn í dag. Ég var að tala við herra Ennis. Hann var lögfræðingur Lucee. Hann sagði mér frá ávísanareikningnum hennar, bílnum og öllu því. Ég verð að tína sundur það sem ég á að fara með til baka og það sem ég á að gefa. Það er frá- gengið að ég fái iykilinn hjá frú Carey. —- Væri þér sama þótt ég kæmi þangað með þér? — Ég vonaði að þú myndir segja það. — Ég gæti þurft að skilja þig eftir þar og koma aftur seinna. — Þegar ég er komin í gang verður allt í lagi. Breckenridge átti stefnumót klukkan 6.30 við manninn, sem hafði tilkynnt slysið. Maður þessi bjó ásamt fjölskyldu sinni í litlu einbýlishúsi, vestan við borgina. Hann hét Bill Maple og vann á næturvaktinni í rafstöð- inni. Hann var að raka saman laufi í litla garðinum sínum þegar Breckenridge lagði bílnum upp við húsið. Maple kom til hans og þeir stóðu upp við bíl inn meðan Maple sagði honum sögu sína. — Við höfum farið á þennan stað til að synda og njóta úti- vistarinnar, mörg hundruð sinn- um. Bezta ströndin er við fyrsta afleggjarann i suður. Klukkuna vantaði um það bil tuttugu mín- útur í tvö, þegar við komum þangað, ég og Peggy og krakk- amir tveir. Við borðuðum há- degismat, hérna heima fyrst. Það var ekki að vita nema þetta yrði síðasti sunddagur ársins. Ég var svo sannarlega hissa að sjá bíl þar. Við vorum i sundfötunum innanundir eins og venjulega. Krakkarnir hlupu beint að holu tré, þar sem þau höfðu falið eitthvað. Við Peggy gengum nið- ur að ströndinni. Það hafði rignt nóttina áður og ströndin var hrein. Það var ekki allt útatað í fótaförum, eins og venjulega. Ég ætlaði að fara beint i vatnið en Peggy þreif í handlegginn á mér. Hún var eitthvað svo skrýt- in. Þegar ég litaðist um fannst mér eitthvað svo skrýtið líka, eða ötlu fremur draugalegt. Þarna var handklæði, sandala- skór, strandtaska og lítið fitvarp og það var opið og spor eftir nakta fætur niður eftir vatnsyf- irborðinu, en enginn sjáanlegur úti á vatninu. Þetta var einn af þessum sólardögum, þegar móða er í lofti, svo maður sér ekki eins tangt og manni finnst að maður ætti að sjá. Bíllinn var með númeraplötur héðan úr borginni. Við hinkruðum við. Ég hóaði nokkrum sinnum. Svo óð ég út í og reyndi að sjá eins langt meðtram ströndinni og ég gat. Það var ekkert lífsmark að sjá. Ég fór að hinum bílnum og flautaði nokkrum sinnum. Peggy vildi Játa mig hringja á lögregl- una þegar í stað. Mér datt í hug að bálur hefði komið og hún hefði farið upp í bátinn og ég vildi ekki gera mig að fífli með því að hringja í lögregluna að nauðsynjalausu. En loks skildi ég Peggy eftir þarna með krakk- ana og fór upp á aðalbrautina, að fyrstu bensínstöðinni og hringdi. Lögreglan tók þetta al- varlega. Þeir voru ftjótir að koma. Þetta kvisaðist út og hóp- ur af fólki kom niður að vatn- inu líka. Það tók nokkum tíma að koma bát þangað og setja hann á flot, svo kom sjúkrabíll með öndunartækjum. Einn lög- reglumannanna var með frosk- mannsútbúnað og hann fann hana eftir svo sem fimm mínút- ur. Peggy hafði vit á því að koma krökkunum burt og loka þau inni í bílnum, en ég sá hana, þegar hún var borin í land og ég vildi óska að ég hefði ekki gert það. Ég heyri ennþá tónlist- ina í litla útvarpinu og sé fyrir mér hvað hún var einkennilega blá. — Þér sáuð fótaförin. Mynd- uð þér segja að hún hefði hlaup- ið beint í vatnið? — Nei, ég tel að hún hafi lagt frá sér dótið og gengið niður að vatninu, hvorki hratt né hægt. Það var eins og sirka svona milti faranna. Þetta voru fimm spor og svo máðust þau út, þar sem vatnið skolaði sandinn. —- Tókuð þér eftir nokkrum á ferli á þessum slóðum eða í nánd- inni, þegar þér komuð fyrst? — Nei, og það er ekki víst að ég hefði tekið eftir því þótt svo hefði verið. Því þegar maður kemur á stað eins og þennan hugsar maður um það eitt hvort hann sé krökkur af fólki. Ég ... ég efast um að við syndum oftar frá þessari strönd. — Er þetta á nokkurn hátt hættuleg strönd? — Þetta er bezta strandsvæð- ið hér í grenndinni, herra Brec- kenridge. — Hafið þér nokkurn tíma séð hana þar áður? — Líklega svona fjórum sinn- um síðastliðið sumar. Ég man eftir því að einu sinni var hún ein en í hin skiptin var hún með herra Skip Kimberton. — Herra Maple, ég þakka yð- ur kærlega fyrir. Þér eruð mjög athugull. Þegar hann hringdi aftur á skrifstofu Skip Kimberton svar- aði ungfrú Jackman honum að hann gæti komið við á skrifstof- unni um sexleytið. Þá ætlaði herra Kimberton að gefa sér tíma til að tala við hann. Hann gæti þurft að bíða ögn, en það væri þægilegasti tíminn. Hann kom aftur til íbúðar Lucille um hálf fjögur. Barbara var við eld- húsborðið og var að rannsaka innihald læsts málmkassa og gimsteinaskríms. Hún var róleg Framhald á bls. 40. 9. tbi- VTKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.